Vinnuskóli Mosfellsbæjar er starfræktur á hverju ári í júní, júlí og ágúst.
Vinnuskólinn sumarið 2024
Umsóknafrestur er til 18. apríl 2024 og verður öllum umsóknum sem berast fyrir þann tíma svarað fyrir 26. apríl 2024.
Reynt verður að verða við óskum allra en gera má ráð fyrir að ekki verði hægt að uppfylla allar óskir um tímabil og vinnustöð.
Tímabilin verða eftirfarandi:
- Tímabil A: 10. júní – 26. júní
- Tímabil B: 27. júní -12. júlí
- Tímabil C: 15. júlí – 30. júlí
Fræðsludagar/skemmtidagar verða auglýstir síðar.
Vinnutími er eftirfarandi:
- 8. bekkur: 3,5 klst. á dag fyrir hádegi. Ekki unnið á föstudögum.
- 9. bekkur: 6 klst. mánudags til fimmtudags. Ekki unnið á föstudögum.
- 10. bekkur: 7 klst. á dag, nema á föstudögum er unnið til hádegis.
10. bekkur – 2008
- Mán. – fim. kl. 8:30-15:30
- 30 mín. matarhlé kl. 11:30-12:00
- Vinna á föstudögum kl. 8:30-11:30
- 2 1/2 vika hvert tímabil – 2 tímabil í heildina
- 148 klst. samtals
- 1.382 kr. á klst. með orlofi
9. bekkur – 2009
- Mán. – fim. kl. 8:30-14:30
- 30 mín. matarhlé kl. 11:30-12:00
- Vinna ekki á föstudögum
- 2 1/2 vika hvert tímabil – 2 tímabil í heildina
- 114 klst. samtals
- 1.105 kr. á klst. með orlofi
8. bekkur – 2010
- Mán. – fim. kl. 8:30-12:00
- Vinna ekki á föstudögum
- 2 1/2 vika hvert tímabil – 2 tímabil í heildina
- 66,5 klst. samtals
- 829 kr. á klst. með orlofi
Nánari upplýsingar: vinnuskoli@mos.is og bolid.is
Vinsamlega athugið:
Þau sem að eru á 16. ári þurfa að skila inn skattkorti. Til að sækja skattkortið þarf að fara inn á skattur.is og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Velja skoða staðgreiðslu > Ná í yfirlit launagreiðanda og vista sem pdf skjal. Vinsamlegast sendið pdf skjalið sem fyrst á launadeild@mos.is
Markmið vinnuskólans
- Kenna nemendum að vinna og hegða sér á vinnustað
- Kenna nemendum að umgangast bæinn sinn
- Auka skynjun og virðingu nemenda fyrir umhverfinu
- Veita nemendum vinnu yfir sumartímann
Daglegur rekstur skólans er í höndum tómstundarfulltrúa, yfirflokksstjóra og flokksstjóra.