Helgafellsskóli
Gerplustræti 14
270 Mosfellsbæ
Helgafellsskóli er samþættur leik- og grunnskóli. Lögð er áhersla á hlýju, öryggi, tillitssemi og virðingu í samskiptum barna á milli og á milli starfsfólks og barna.
Hlaðhamrar
Hlaðhamrar 1
270 Mosfellsbæ
Á Hlaðhömrum eru 80 börn á aldrinum 2ja til 5 ára. Sérstakar áherslur í leikskólastarfinu eru gæði í samskiptum og skapandi starf (Reggiostefnan).
Hlíð
Hlaðhamrar 4
270 Mosfellsbæ
Leikskólinn Hlíð er 74 barna, 5 deilda ungbarnaleikskóli fyrir eins til þriggja ára börn. Hlíð er grænfána- og vinaleikskóli þar sem áhersla er lögð á hlýlegt og gott andrúmsloft, tengslamyndun og tilfinningalegt öryggi barnanna.
Hulduberg
Lækjarhlíð 3
270 Mosfellsbæ
Í Huldubergi eru 102 börn á aldrinum 1 árs til 2ja ára. Sérstakar áherslur í leikskólastarfinu eru: Tilfinningalegt öryggi, umhyggja, umönnun, hlýja, góðvild, festa, sveigjanlegt dagskipulag, streitulaust umhverfi og aldurshæfandi örvun.
Höfðaberg
Ættarhöfði 2
270 Mosfellsbæ
Höfðaberg er 9 deilda leikskóli með börn á aldrinum þriggja til fimm ára.
Krikaskóli
Sunnukriki 1
270 Mosfellsbær
Krikaskóli er leik- og grunnskóli og starfsemin tekur mið af menntastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Á hverju ári eru um 200 börn á aldrinum 2ja-9 ára í skólanum.
Leirvogstunguskóli
Laxatunga 70
270 Mosfellsbær
Í Leirvogstunguskóla eru um 112 börn á 6 deildum. Í skólanum er unnið framsækið og öflugt skólastarf þar sem kærleikurinn og gleðin er höfð að leiðarljósi. Unnið er markvisst eftir kennsluaðferðinni Leikur að læra.
Reykjakot
Krókabyggð 2
270 Mosfellsbæ
Leikskólinn leggur áherslu á sköpun, hæfni, virkni og frumkvæði. Lögð er áhersla á að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan barna og starfsfólks.