Íþróttamiðstöðin Lágafell
Mán. – fös. kl. 6:30 – 22:00
Lau. – sun. kl. 08:00 – 19:00
Lækjarhlíð 1a, 270 Mosfellsbæ
Íþróttamiðstöðin Lágafell er með góða aðstöðu fyrir íþróttir og leiki. Þar er íþróttasalur með löglegum körfuboltavelli, hvíldarherbergi, nuddherbergi, eimbað og saunaklefi ásamt tilheyrandi búnings- og hreinlætisaðstöðu.
Lágafellslaug býður upp á 25m keppnislaug, innisundlaug, barnalaug og vaðlaug auk þriggja vatnsrennibrauta. Þar eru einning tveir heitir pottar, nuddpottur og kaldur pottur.
World Class er með líkamsræktarstöð í húsinu og hafa viðskiptavinir stöðvarinnar afnot af búningsaðstöðu sundlaugarinnar sem og sundlauginni sjálfri.
Íþróttamiðstöðin að Varmá
Mán. – fös. kl. 06:30 – 21:30
Lau. kl. 08:00 – 17:00
Sun. kl. 08:00 – 16:00
Vetraropnun:
Mán. – föst. kl. 06:30 – 08:00 og kl. 15:00 – 21:30
Varmárlaug býður upp á sundlaug, barnalaug, sauna, vatnsgufu, infrarauðan klefa, tvo heita potta, þar af annar með nuddi, og leiktæki fyrir börnin.
Fjölnotahúsið Fellið
Fjölnota íþróttahús Mosfellinga Fellið við íþróttamiðstöðina að Varmá stendur öllum bæjarbúum opið til göngu og léttrar hreyfingar frá kl. 8:00-14:00 alla virka daga yfir veturinn. Einnig er hlaupabrautin á Varmárvelli upphituð og upplýst með mildri lýsingu.