25. mars 2025 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hrafnhildur Gísladóttir (HG) formaður
- Erla Edvardsdóttir (EE) 1. varamaður
- Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varamaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) vara áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
- Auður Halldórsdóttir þjónustu- og samskiptadeild
- Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
Fundargerð ritaði
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Í upphafi fundar las formaður menningar- og lýðræðisnefndar upp eftirfarandi samúðarkveðju: Menningar- og lýðræðisnefnd minnist Hilmars Tómasar Guðmundssonar sem varð bráðkvaddur á heimili sínu 21. febrúar sl. Hilmar Tómas skipaði 9. sæti á lista Framsóknar í sveitarstjórnarkosningum árið 2022 og sat í stjórn Framsóknarfélags Mosfellsbæjar. Hann var varaformaður menningar- og lýðræðisnefndar auk þess að vera varamaður í umhverfisnefnd og atvinnu- og nýsköpanarnefnd og varamaður í bæjarstjórn frá maí 2024. Hilmar var góður félagi og nálgaðist verkefni menningar- og lýðræðisnefndar af áhuga og elju. Hann leitaðist við að finna farsælustu lausn í hverju máli. Hann var rólegur í fasi, en hnyttinn og hafði áhuga á hvers konar samfélagsmálum. Menningar- og lýðræðisnefnd sendir dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina Hilmars Tómasar.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Krakka Mosó 2025202410207
Krakka Mosó 2025. Upplýst um stöðu verkefnis.
Kl. 16:35 tók Anna Sigríður Guðnadóttir sæti á fundinum.Sviðsstjóri Menningar- íþrótta og lýðheilsusviðs upplýsti um tímalínu og stöðu einstakra verkþátta og tímasetningar þeirra í verkefninu Krakka Mosó 2025.
2. Umsóknir um styrki vegna listviðburða og menningarmála 2025202502244
Hrafnhildur Gísladóttir víkur af fundi kl. 16:39 vegna vanhæfis við afgreiðslu umsókna og Erla Edvardsdóttir tekur við fundarstjórn. Arnar Jónsson víkur af fundi kl. 16:39.Umsóknir um styrki úr lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar fyrir árið 2025 teknar til umfjöllunar.
Afgreiðslu frestað.