21. janúar 2025 kl. 16:25,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hrafnhildur Gísladóttir (HG) formaður
- Helga Möller (HM) aðalmaður
- Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
- Kristján Erling Jónsson (KEJ) áheyrnarfulltrúi
- Kjartan Jóhannes Hauksson (KJH) áheyrnarfulltrúi
- Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varamaður
- Auður Halldórsdóttir þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fundadagatal 2025202411328
Lögð fram áætlun um tímasetningar funda menningar- og lýðræðisnefndar árið 2025
Tillaga að fundadagskrá 2025 samþykkt.
2. Lista- og menningarsjóður. Uppgjör 2024202501574
Lagt fram uppgjör lista- og menningarsjóðs fyrir árið 2024.
Fram fara umræður um kynningu á verkefnum sem hljóta styrki úr lista- og menningarsjóði.
Samþykkt með fjórum atkvæðum að frestur til að sækja um styrki úr Lista- og menningarsjóði vegna menningarverkefna sé til 8. mars nk. Starfsáætlun ásamt tillögu nefndarinnar um úthlutun úr sjóði lögð fram á fundi menningar- og lýðræðisnefndar 18. mars nk.
3. Nafnasamkeppni fyrir Listasal Mosfellsbæjar202405503
Lögð fram tillaga dómnefndar nafnasamkeppni um nýtt nafn fyrir Listasal Mosfellsbæjar.
Menningar- og lýðræðisnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu um nýtt nafn Listasalar Mosfellsbæjar. Jafnframt er samþykkt að unnið verði að gerð merkis fyrir salinn og frekari mörkun á nafni hans til undirbúnings 20 ára afmælis salarins í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
4. Okkar Mosó 2025202410207
Lagt fram minnisblað um undirbúningshóp vegna lýðræðisverkefnisins Okkar Mosó 2025.
Forstöðumaður bókasafns og menningarmála upplýsti um undirbúning vegna lýðræðisverkefnisins Okkar Mosó á árinu 2025.
5. Menning í mars 2025202501575
Fram fara umræður um menningarhátíðina Menning í mars 2025.
Menningar- og lýðræðisnefnd ræðir kynningu á Menningu í mars 2025 og felur forstöðumanni bókasafns og menningarmála að byrja að auglýsa eftir hugmyndum og þátttakendum.