Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

31. október 2023 kl. 15:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) formaður
  • Sigríður Dóra Sigtryggsdóttir varaformaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
  • Brynja Hlíf Hjaltadóttir (BHH) aðalmaður
  • Anna Kristín Scheving vara áheyrnarfulltrúi
  • Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Fjölnisdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Kristbjörg Hjaltadóttir

Fundargerð ritaði

Kristbjörg Hjaltadóttir stjórnandi félagsþjónustu


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Jafn­réttisvið­ur­kenn­ing Mos­fells­bæj­ar 2023202308782

    Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar 2023 lagðar fyrir velferðarnefnd til kynningar og samþykktar.

    Fyr­ir fundi vel­ferð­ar­nefnd­ar lá að velja að­ila til að hljóta jafn­réttisvið­ur­kenn­ingu Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2023. TIl­nefn­ing­ar lagð­ar fram og rædd­ar. Kjör vegna jafn­réttisvið­ur­kenn­ing­ar 2023 fór fram og verð­ur kynnt á jafn­rétt­is­degi Mos­fells­bæj­ar.

    Gestir
    • Kristján Þór Magnússon
    • 2. Könn­un í mála­flokki eldri borg­ara202310508

      Tillaga um könnun í málaflokki eldri borgara lögð fyrir velferðarnefnd til samþykktar.

      Sam­kvæmt stefnu Mos­fells­bæj­ar í mál­efn­um eldri borg­ara 2020-2027 ber reglu­lega að fram­kvæma við­horfs­könn­un um ósk­ir 60 ára og eldri fyr­ir fram­tíð­ar­bú­setu og þjón­ustu. Mik­ill vilji er hjá vel­ferð­ar­nefnd að bæta og auka þjón­ustu við þenn­an ald­urs­hóp. Einn­ig hef­ur öld­ungaráð Mos­fells­bæj­ar lagt mikla áherslu á að gerð verði könn­un á þjón­ustu við eldri borg­ara. Vel­ferð­ar­nefnd tel­ur að ít­ar­leg könn­un með­al eldri borg­ara í Mos­fells­bæ væri afar gagn­legt verk­færi til að bæta og þróa þjón­ustu við þann ört stækk­andi ald­urs­hóp.

      Vel­ferð­ar­nefnd sam­þykk­ir að gerð verði könn­un með­al eldri borg­ara til að kanna líð­an þeirra og upp­lif­un af þjón­ustu sveit­ar­fé­lags­ins ásamt því að safna upp­lýs­ing­um sem nýt­ast munu við fram­tíð­ar­þró­un þjón­ustu í mála­flokki eldri borg­ara.

    • 3. Þarf­agrein­ing vegna hús­næð­is fyr­ir eldri borg­ara202310598

      Tillaga um þarfagreiningu fyrir framtíðarhúsnæði félagsstarfs Mosfellsbæjar lögð fyrir velferðarnefnd til samþykktar.

      Þátttaka í fé­lags­starfi eldri borg­ara eykst jafnt og þétt og hef­ur í raun sprengt utan af sér nú­ver­andi hús­næði. Á þessu ári hef­ur ver­ið gerð til­raun með að bjóða upp á fé­lags­st­arf utan Hlað­hamra sem hef­ur gef­ist mjög vel og skilað sér í auk­inni að­sókn eldri borg­ara sem búa utan Hlað­hamra. Þá er ljóst að stækk­un dagdval­ar mun kalla á við­bót­ar­rými fyr­ir fé­lags­starf­ið. Því tel­ur vel­ferð­ar­nefnd afar brýnt að leitað verði allra leiða til að finna fé­lags­starf­inu hent­ugt fram­tíð­ar­hús­næði að und­an­geng­inni þarf­agrein­ingu og í sam­starfi við öld­ungaráð Mos­fells­bæj­ar.

      Vel­ferð­ar­nefnd sam­þykk­ir sam­hljóða að far­ið verði í þarf­agrein­ingu fyr­ir fram­tíð­ar­hús­næði fé­lags­starfs Mos­fells­bæj­ar og vís­ar af­greiðslu máls­ins til öld­unga­ráðs til um­fjöll­un­ar.

    • 4. Lyk­il­töl­ur 2023202304012

      Lykiltölur velferðarsviðs janúar - september 2023 lagðar fyrir til kynningar.

      Lagt fram og kynnt.

    • 5. Að­al­fund­ur 2023202309644

      Ársskýrsla og ársreikningur Fjölsmiðjunnar 2022 lögð fram til kynningar.

      Lagt fram.

    • 6. Sam­ræmd móttaka flótta­fólks - staða verk­efn­is202306140

      Staðan á verkefni vegna mótttöku flóttafólks í október 2023 lögð fyrir velferðarnefnd til kynningar.

      Stað­an á verk­efni vegna mótt­töku flótta­fólks í októ­ber 2023 lagt fyr­ir vel­ferð­ar­nefnd til kynn­ing­ar og um­ræðu.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 16:25