31. október 2023 kl. 15:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) formaður
- Sigríður Dóra Sigtryggsdóttir varaformaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Brynja Hlíf Hjaltadóttir (BHH) aðalmaður
- Anna Kristín Scheving vara áheyrnarfulltrúi
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
- Kristbjörg Hjaltadóttir
Fundargerð ritaði
Kristbjörg Hjaltadóttir stjórnandi félagsþjónustu
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar 2023202308782
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar 2023 lagðar fyrir velferðarnefnd til kynningar og samþykktar.
Fyrir fundi velferðarnefndar lá að velja aðila til að hljóta jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar fyrir árið 2023. TIlnefningar lagðar fram og ræddar. Kjör vegna jafnréttisviðurkenningar 2023 fór fram og verður kynnt á jafnréttisdegi Mosfellsbæjar.
Gestir
- Kristján Þór Magnússon
2. Könnun í málaflokki eldri borgara202310508
Tillaga um könnun í málaflokki eldri borgara lögð fyrir velferðarnefnd til samþykktar.
Samkvæmt stefnu Mosfellsbæjar í málefnum eldri borgara 2020-2027 ber reglulega að framkvæma viðhorfskönnun um óskir 60 ára og eldri fyrir framtíðarbúsetu og þjónustu. Mikill vilji er hjá velferðarnefnd að bæta og auka þjónustu við þennan aldurshóp. Einnig hefur öldungaráð Mosfellsbæjar lagt mikla áherslu á að gerð verði könnun á þjónustu við eldri borgara. Velferðarnefnd telur að ítarleg könnun meðal eldri borgara í Mosfellsbæ væri afar gagnlegt verkfæri til að bæta og þróa þjónustu við þann ört stækkandi aldurshóp.
Velferðarnefnd samþykkir að gerð verði könnun meðal eldri borgara til að kanna líðan þeirra og upplifun af þjónustu sveitarfélagsins ásamt því að safna upplýsingum sem nýtast munu við framtíðarþróun þjónustu í málaflokki eldri borgara.
3. Þarfagreining vegna húsnæðis fyrir eldri borgara202310598
Tillaga um þarfagreiningu fyrir framtíðarhúsnæði félagsstarfs Mosfellsbæjar lögð fyrir velferðarnefnd til samþykktar.
Þátttaka í félagsstarfi eldri borgara eykst jafnt og þétt og hefur í raun sprengt utan af sér núverandi húsnæði. Á þessu ári hefur verið gerð tilraun með að bjóða upp á félagsstarf utan Hlaðhamra sem hefur gefist mjög vel og skilað sér í aukinni aðsókn eldri borgara sem búa utan Hlaðhamra. Þá er ljóst að stækkun dagdvalar mun kalla á viðbótarrými fyrir félagsstarfið. Því telur velferðarnefnd afar brýnt að leitað verði allra leiða til að finna félagsstarfinu hentugt framtíðarhúsnæði að undangenginni þarfagreiningu og í samstarfi við öldungaráð Mosfellsbæjar.
Velferðarnefnd samþykkir samhljóða að farið verði í þarfagreiningu fyrir framtíðarhúsnæði félagsstarfs Mosfellsbæjar og vísar afgreiðslu málsins til öldungaráðs til umfjöllunar.
4. Lykiltölur 2023202304012
Lykiltölur velferðarsviðs janúar - september 2023 lagðar fyrir til kynningar.
Lagt fram og kynnt.
5. Aðalfundur 2023202309644
Ársskýrsla og ársreikningur Fjölsmiðjunnar 2022 lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
6. Samræmd móttaka flóttafólks - staða verkefnis202306140
Staðan á verkefni vegna mótttöku flóttafólks í október 2023 lögð fyrir velferðarnefnd til kynningar.
Staðan á verkefni vegna mótttöku flóttafólks í október 2023 lagt fyrir velferðarnefnd til kynningar og umræðu.