22. febrúar 2024 kl. 11:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir (JBM) aðalmaður
- Þorsteinn Birgisson (ÞB) aðalmaður
- Jórunn Edda Hafsteinsdóttir (JEH) aðalmaður
- Guðlaug Birna Steinarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði
Guðlaug Birna Steinarsdóttir Félagsráðgjafi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Könnun í málaflokki eldri borgara202310508
Þjónustukönnun í málaflokki eldri borgara lögð fyrir til kynningar.
Öldungaráð fagnar því að nú verði lögð fyrir þjónustukönnun í málaflokki eldri borgara með það að markmiði að bæta þjónustuna.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir
- Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir
2. Römpum upp Ísland202310031
Áætlun um nýja rampa í Mosfellsbæ 2024 lögð fyrir til kynningar.
Öldungaráð tekur undir bókanir velferðarnefndar og bæjarráðs og lýsir yfir ánægju með verkefnið.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir
3. Þarfagreining vegna húsnæðis fyrir félagsstarf eldri borgara202310598
Tillaga velferðarsviðs um flutning á félagsstarfinu kynnt fyrir öldungaráði. Máli vísað til kynningar frá velferðarnefnd.
Öldungaráð er jákvætt fyrir og fagnar hugmyndum um flutning félagsstarfsins í Brúarland sem skapar einnig möguleika á fjölbreyttara og enn öflugara félagasstarfi.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir
4. Staða húsnæðismála fyrir eldri borgara202402326
Rætt um stöðu húsnæðismála fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ að beiðni fulltrúa FaMos í öldungaráði.
Rætt um húsnæðismál aldraðra og áskoranir þeim tengt.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir
5. Kynning á þjónustu fyrir öldungaráði202402324
Fulltrúi Heilsugæslu Mosfellsumdæmis kynnir þá þjónustu sem eldri borgurum stendur til boða.
Öldungaráð þakkar Jórunni fyrir góða kynningu á Heilsugæslunni fyrir öldungarráði og mikilvægi þess að vel sé haldið utan um eldri borgara í Mosfellsbæ.