13. febrúar 2024 kl. 07:00,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) formaður
- Sigríður Dóra Sigtryggsdóttir varaformaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Brynja Hlíf Hjaltadóttir (BHH) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) vara áheyrnarfulltrúi
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
- Kristbjörg Hjaltadóttir
Fundargerð ritaði
Kristbjörg Hjaltadóttir stjórnandi félagsþjónustu
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Nýframkvæmd - Brúarland framkvæmdir 2024202401268
Lagður fram áætlaður lágmarks kostnaður við að koma 1. og 2. hæð á Brúarlandi í nothæft ástand.
Lagt fram og kynnt.
Gestir
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir
2. Þarfagreining vegna húsnæðis fyrir félagsstarf eldri borgara202310598
Katrín Dóra vék af fundi kl 07:23Tillaga velferðarsviðs um flutning á félagsstarfi lögð fram til samþykktar.
Velferðarnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að félagsstarf Mosfellsbæjar verði flutt frá Eirhömrum í Brúarland og leggur til við bæjarráð að það veiti samþykki sitt fyrir því að félagsstarfinu verði komið fyrir í Brúarlandi.
Jafnframt samþykkt með 5 atkvæðum að vísa til bæjarráðs endurskoðun núverandi samninga þess húsnæðis sem félagsstarfið hefur til afnota samkvæmt fyrirliggjandi tillögu.
Þá óskar velferðarnefnd eftir því að bæjarráð heimili að farið sé í áfangaskiptar endurbætur á Brúarlandi samkvæmt tillögu umhverfissviðs þar að lútandi.
Velferðarnefnd vísar afgreiðslu þessa máls til kynningar í öldungaráði Mosfellsbæjar.