8. febrúar 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
- Ólöf Kristín Sívertsen varamaður
- Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Elín Árnadóttir (EÁ) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) áheyrnarfulltrúi
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) áheyrnarfulltrúi
- Hildur Pétursdóttir (HP) áheyrnarfulltrúi
- Steinunn Bára Ægisdóttir (SBÆ) áheyrnarfulltrúi
- Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir Verkefnastjóri grunnskólamála
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Tillaga B, C og S lista um hinsegin fræðslu í Mosfellsbæ202211093
Tillaga að samningi við Samtökin 78
Fræðslunefnd samþykkir tillögu Fræðslu- og frístundasviðs um að leita eftir samningi við Samtökin 78 um fræðslu og ráðgjöf um hinsegin málefni. Markmið með samningnum er að skóla- og frístundasamfélagið öðlist þekkingu á hinsegin málefnum og taki frumkvæði að því að ræða fjölbreytileikann í sinni víðustu mynd. Samþykkt með fimm atkvæðum.
Gestir
- Ragnheiður Axelsdóttir verkefnastjóri skólaþjónustu Mosfellsbæjar
2. Klörusjóður 2023202301225
Þema Klörusjóðs 2023
Fræðslunefnd samþykkir að áhersluatriði Klörusjóðs 2023 verði vöxtur, fjölbreytni og samvinna sem eru stoðir nýrrar Menntastefnu Mosfellsbæjar. Umsóknarfrestur er til 15. apríl.
3. Vettvangs- og kynnisferðir fræðslunefndar 2022 - 2026202208563
Heimsókn í leikskólana Hlaðhamra og Hlíð
Fræðslunefnd þakkar skólastjórnendum Hlaðhamra og Hlíðar kærlega góðar móttökur og kynningu á leikskólunum.