5. september 2023 kl. 16:45,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Sævar Birgisson (SB) formaður
- Rúnar Þór Guðbrandsson (RÞG) varamaður
- Davíð Örn Guðnason (DÖG) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
- Rúnar Már Jónatansson (RMJ) áheyrnarfulltrúi
- Arnar Jónsson
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Atvinnu- og nýsköpunarstefna202211413
Drög að atvinnustefnu Mosfellsbæjar lögð fram til umfjöllunar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkir með fimm atkvæðum drög að atvinnustefnu Mosfellsbæjar með áorðnum breytingum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar. Jafnframt felur nefndin starfsmönnum Mosfellsbæjar að ljúka vinnu við hönnun á útliti skjalsins til samræmis við aðrar stefnur Mosfellsbæjar og að undirbúa tillögur að mælikvörðum. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd mun árlega leggja mat á framkvæmd innleiðingarinnar.
Gestir
- Björn H. Reynisson
2. Fjárhags- og fjárfestingaráætlun 2024 - undirbúningur með atvinnu- og nýsköpunarnefnd202306525
Vinna atvinnu- og nýsköpunarnefndar við fjárhags- og fjárfestingaáætlun 2024.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fór yfir undirbúning að fjárhags- og fjárfestingaáætlun 2024-2027 og samþykkti tillögur um áherslu verkefni á næsta ári.
Lagt er til að atvinnu- og nýsköpunarnefnd hafi til ráðstöfunar fjármuni til að styðja vel við innleiðingu atvinnustefnu Mosfellsbæjar. Jafnframt er lagt til að fjárhæð verðlaunafjár þróunar- og nýsköpunarviðurkenningar verði hækkuð.