18. apríl 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Sævar Birgisson (SB) formaður
- Jóna Guðrún Kristinsdóttir (JGK) varaformaður
- Davíð Örn Guðnason (DÖG) aðalmaður
- Rúnar Már Jónatansson (RMJ) aðalmaður
- Brynja Hlíf Hjaltadóttir (BHH) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Atvinnu- og nýsköpunarstefna202211413
Drög að áherslum atvinnu- og nýsköpunarstefnu Mosfellsbæjar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar Birni H. Reynissyni fyrir kynningu á drögum að áherslum í atvinnu- og nýsköpunarstefnu Mosfellsbæjar og fagnar því að vinna við undirbúning stefnumótunarinnar sé í góðum farvegi og miði vel áfram.
Gestir
- Björn H. Reynisson
2. Dagskrá íbúafundar um atvinnu- og nýsköpunarstefnu202304238
Drög að dagskrá íbúafundar vegna undirbúnings atvinnu- og nýsköpunarstefnu Mosfellsbæjar.
Atvinnu- og nýsköpunarefnd þakkar Birni H. Reynissyni fyrir kynningu á drögum að dagskrá íbúafundar um atvinnu- og nýsköpunarmál sem haldinn verður þriðjudaginn 16. maí í Hlégarði. Íbúafundurinn er mikilvægur liður í vinnu við undirbúning mótunar atvinnu- og nýsköpunarstefnu og allt kapp verði lagt á að tryggja að þverskurður íbúa taki þátt í störfum fundarins og hann verði vel sóttur. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að hefja undirbúning kynningarefnis fyrir íbúafund í samræmi við umræður á þessum 5. fundi nefndarinnar.
Gestir
- Björn H Reynisson