Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

10. nóvember 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Til­laga B, C og S lista um styrki til lýð­heilsu­verk­efna fyr­ir eldra fólk í Mos­fells­bæ202210580

    Tillaga fulltrúa B, C og S lista um að nýta ágóðahlutagreiðslu frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands til að styrkja verkefnin Karlar í skúrum og Heilsa og hugur.

    Máls­með­ferð­ar­til­laga bæj­ar­ráðs­full­trúa D lista:
    Full­trú­ar D-lista í bæj­ar­ráði leggja til að styrk­ur til Karla í skúr­um sem lagð­ur er til í þessu máli verði sam­þykkt­ur, en verði ekki not­að­ur til nið­ur­greiðslu á húsa­leigu.

    Fé­lags­skap­ur­inn Karl­ar í skúr­um eiga ekki að þurfa að greiða húsa­leigu úr eig­in vasa af sínu fé­lags­starfi frek­ar en ann­að fé­lags­st­arf í Mos­fells­bæ.

    Leggj­um við til að styrk­ur­inn verði nýtt­ur t.d. til tækja- og véla­kaupa og/eða nám­skeiðs­halda og að Mos­fells­bær greiði áfram húsa­leigu að fullu fyr­ir þetta mik­il­væga fé­lags­st­arf eins og kem­ur fram í til­lögu full­trúa D-lista und­ir öðru máli á þess­um sama fundi bæj­ar­ráðs.

    Til­lög­unni synjað með þrem­ur at­kvæð­um B, C og S lista gegn tveim­ur at­kvæð­um D lista.

    ***
    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um B, C og S lista að veita verk­efn­un­um Karl­ar í skúr­um styrk að upp­hæð kr. 782.000 og Heilsa og hug­ur kr. 300.000 í sam­ræmi við sam­þykkt bæj­ar­ráðs frá 27. októ­ber síð­ast­lið­inn þar sem ákveð­ið var að nýta ágóða­hluta­greiðslu frá Eign­ar­halds­fé­lagi Bruna­bóta­fé­lags Ís­lands 2022, kr. 1.082.500 til góðra verk­efna í Mos­fells­bæ. Bæj­ar­ráðs­full­trú­ar D lista greiddu at­kvæði gegn mál­inu.

    ***
    Bók­un D lista:
    Full­trú­ar D lista í bæj­ar­ráði geta ekki sam­þykkt til­lög­una þar sem að skil­yrt er í henni að styrk­ur­inn fari upp í geiðslu á húsa­leigu fyr­ir Karla í skúr­um sem þeir þurfa svo að greiða af­gang­inn af úr eig­in vasa.

    Karl­ar í skúr­um eiga ekki að greiða húsa­leigu af sínu fé­lags­starfi frek­ar en ann­að fé­lags­st­arf í Mos­fells­bæ og þess vegna ligg­ur til­laga fyr­ir þess­um fundi þess efn­is að Mos­fell­bær greiði að fullu húsa­leigu fyr­ir Karla í skúr­um, eins og ann­að fé­lags­st­arf í bæn­um.

    Bók­un B, C og S lista:
    Óum­deilt er að verk­efn­ið, Karl­ar í skúr­um, er gríð­ar­lega mik­il­vægt lýð­heilsu­verk­efni sem meiri­hluti Fram­sókn­ar, Sam­fylk­ing­ar og Við­reisn­ar vill styðja við enda hef­ur ver­ið mjög vel stað­ið að því hing­að til af þeim sem fyr­ir því standa.

    Verk­efn­ið er enn ekki orð­ið sjálf­bært þó stefnt sé að því til fram­tíð­ar. Til þess að tryggja fram­hald verk­efn­is­ins vilj­um við bregð­ast við ósk­um karl­anna og styrkja verk­efn­ið um þá fjár­hæð sem upp á vant­ar sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá for­svars­mönn­um verk­efn­is­ins.

    Rétt er að taka það fram að fé­lag­skap­ur­inn Karl­ar í skúr­um hef­ur aldrei óskað þess að starf þeirra falli und­ir fé­lags­st­arf aldr­aðra auk þess sem þátt­tak­an í starfi þeirra er ekki háð því að fé­lag­ar hafi náð ákveðn­um aldri.

  • 2. Til­laga D lista um greiðslu húsa­leigu fyr­ir starf­sem­ina Karl­ar í skúr­um árið 2023202210557

    Tillaga D lista um að við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2023 verði gert ráð fyrir að Mosfellsbær greiði húsaleigu fyrir starfsemina Karlar í skúrum sem fram fer í húsnæði Skálatúns.

    Bæj­ar­ráð synj­ar til­lög­unni með þrem­ur at­kvæð­um B, C og S lista. Bæj­ar­ráðs­full­trú­ar D lista greiddu at­kvæði með til­lög­unni.

    ***
    Bók­un D lista:
    Full­trú­ar D lista í bæj­ar­ráði lýsa von­brigð­um með að til­laga um greiðslu á húsa­leigu fyr­ir fé­lags­starf­ið Karl­ar í skúr­um sé felld af meiri­hlut­an­um.
    Til­lag­an er sett fram til að festa hið mik­il­væga verk­efni Karl­ar í skúr­um í sessi og styðja við fram­gang og þró­un þess í Mos­fells­bæ. Það er mis­ræmi í því að not­end­ur þessa fé­lags­starfs þurfi að greiða húsa­leigu und­ir starf­sem­ina úr eig­in vasa en þann­ig er því ekki hag­að í öðru fé­lags­starfi aldr­aðra í Mos­fells­bæ.´

    Bók­un B, C og S lista:
    Það er eðli­legt að Mos­fells­bær greiði húsa­leigu fyr­ir fé­lags­st­arf eldri borg­ara sem er á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins. Hins veg­ar eru Karl­ar í skúr­um sjálf­stæð­ur fé­lags­skap­ur sem hef­ur ekki óskað eft­ir því að Mos­fells­bær taki yfir for­sjá verk­efn­is­ins.

  • 3. Til­laga B, C og S lista um hinseg­in fræðslu í Mos­fells­bæ202211093

    Tillaga B, C og S lista um hinsegin fræðslu í Mosfellsbæ.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra í sam­vinnu við fram­kvæmda­stjóra, skóla­stjórn­end­ur og aðra for­stöðu­menn að leggja fram áætlun þar sem lögð verði áhersla á fjöl­breytta hinseg­in fræðslu í Mos­fells­bæ í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu. Jafn­framt að fram­an­greind ákvörð­un verði kynnt í fræðslu- og frí­stunda­nefnd, ung­mennaráð og íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar.

  • 4. Beiðni Veitna varð­andi lagn­ingu lagna á lóð­inni Há­holt 9202210170

    Lögð fyrir bæjarráð umbeðin umsögn um erindi Veitna ohf. um kvaðir og mannvirki á lóðinni Háholt 9, ásamt tillögu um afstöðu til erindis.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að fela um­hverf­is­sviði að fara í við­ræð­ur við Veit­ur ohf. og eft­ir at­vik­um gerð sam­komu­lags um þau mann­virki sem fyr­ir­tæk­ið áform­ar að koma fyr­ir á lóð Há­holts 9 í sam­ræmi við til­lögu í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði.

    Gestir
    • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • 5. Götu­lýs­ing­ar­þjón­usta ON202210034

    Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um götulýsingarþjónustu ON, ásamt tillögu um afstöðu til erindis.

    Bæj­ar­ráð synj­ar með fjór­um at­kvæð­um ósk ON um að götu­lýs­ing­ar­þjón­usta verði framseld til mögu­legs nýs kaup­anda götu­lýs­ing­arein­ing­ar ON. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir jafn­framt með fjór­um at­kvæð­um að fela um­hverf­is­sviði að segja upp sam­komu­lagi við ON um götu­lýs­ingu og að haf­inn verði und­ir­bún­ing­ur að út­boði á hönn­un, ný­fram­kvæmd og rekstri götu­lýs­ing­ar­þjón­ustu.

    Gestir
    • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • 6. Frá­gang­ur á lóð­ar­mörk­um við Voga­tungu 18-32202210471

    Erindi íbúa við Vogatungu 18-32 varðandi frágang á lóðamörkum.

    Bæj­ar­ráð synj­ar með fjór­um at­kvæð­um ósk máls­hefj­anda um að­komu Mos­fells­bæj­ar að frá­gangi á lóða­mörk­um. Fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs er fal­ið að upp­lýsa máls­hefjend­ur um þá nið­ur­stöðu með vís­an til fyr­ir­liggj­andi gagna.

    Gestir
    • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • 7. Áhersl­ur svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á kjör­tíma­bil­inu 2022-2026202211002

    Áherslur svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins á kjörtímabilinu 2022-2026 lagðar fram til kynningar.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til kynn­ing­ar í skipu­lags­nefnd.

  • 8. Frum­varp til breyt­inga á lög­um um Inn­heimtu­stofn­un Sveit­ar­fé­laga birt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda202211060

    Erindi frá innviðaráðuneyti þar sem vakin er athygli á því að frumvarp til breytinga á lögum um Innheimtustofnun Sveitafélaga hafi verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 14. nóvember 2022.

    Lagt fram.

    • 9. Áform um laga­breyt­ing­ar um Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga birt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda202211094

      Erindi frá innviðaráðuneyti þar sem vakin er athygli á að áform um breytingar á regluverki um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga hafi verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 23. nóvember 2022.

      Lagt fram.

      Ás­geir Sveins­son vék af fundi kl. 08:25

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:10