10. nóvember 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Tillaga B, C og S lista um styrki til lýðheilsuverkefna fyrir eldra fólk í Mosfellsbæ202210580
Tillaga fulltrúa B, C og S lista um að nýta ágóðahlutagreiðslu frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands til að styrkja verkefnin Karlar í skúrum og Heilsa og hugur.
Málsmeðferðartillaga bæjarráðsfulltrúa D lista:
Fulltrúar D-lista í bæjarráði leggja til að styrkur til Karla í skúrum sem lagður er til í þessu máli verði samþykktur, en verði ekki notaður til niðurgreiðslu á húsaleigu.Félagsskapurinn Karlar í skúrum eiga ekki að þurfa að greiða húsaleigu úr eigin vasa af sínu félagsstarfi frekar en annað félagsstarf í Mosfellsbæ.
Leggjum við til að styrkurinn verði nýttur t.d. til tækja- og vélakaupa og/eða námskeiðshalda og að Mosfellsbær greiði áfram húsaleigu að fullu fyrir þetta mikilvæga félagsstarf eins og kemur fram í tillögu fulltrúa D-lista undir öðru máli á þessum sama fundi bæjarráðs.
Tillögunni synjað með þremur atkvæðum B, C og S lista gegn tveimur atkvæðum D lista.
***
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum B, C og S lista að veita verkefnunum Karlar í skúrum styrk að upphæð kr. 782.000 og Heilsa og hugur kr. 300.000 í samræmi við samþykkt bæjarráðs frá 27. október síðastliðinn þar sem ákveðið var að nýta ágóðahlutagreiðslu frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands 2022, kr. 1.082.500 til góðra verkefna í Mosfellsbæ. Bæjarráðsfulltrúar D lista greiddu atkvæði gegn málinu.***
Bókun D lista:
Fulltrúar D lista í bæjarráði geta ekki samþykkt tillöguna þar sem að skilyrt er í henni að styrkurinn fari upp í geiðslu á húsaleigu fyrir Karla í skúrum sem þeir þurfa svo að greiða afganginn af úr eigin vasa.Karlar í skúrum eiga ekki að greiða húsaleigu af sínu félagsstarfi frekar en annað félagsstarf í Mosfellsbæ og þess vegna liggur tillaga fyrir þessum fundi þess efnis að Mosfellbær greiði að fullu húsaleigu fyrir Karla í skúrum, eins og annað félagsstarf í bænum.
Bókun B, C og S lista:
Óumdeilt er að verkefnið, Karlar í skúrum, er gríðarlega mikilvægt lýðheilsuverkefni sem meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar vill styðja við enda hefur verið mjög vel staðið að því hingað til af þeim sem fyrir því standa.Verkefnið er enn ekki orðið sjálfbært þó stefnt sé að því til framtíðar. Til þess að tryggja framhald verkefnisins viljum við bregðast við óskum karlanna og styrkja verkefnið um þá fjárhæð sem upp á vantar samkvæmt upplýsingum frá forsvarsmönnum verkefnisins.
Rétt er að taka það fram að félagskapurinn Karlar í skúrum hefur aldrei óskað þess að starf þeirra falli undir félagsstarf aldraðra auk þess sem þátttakan í starfi þeirra er ekki háð því að félagar hafi náð ákveðnum aldri.2. Tillaga D lista um greiðslu húsaleigu fyrir starfsemina Karlar í skúrum árið 2023202210557
Tillaga D lista um að við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2023 verði gert ráð fyrir að Mosfellsbær greiði húsaleigu fyrir starfsemina Karlar í skúrum sem fram fer í húsnæði Skálatúns.
Bæjarráð synjar tillögunni með þremur atkvæðum B, C og S lista. Bæjarráðsfulltrúar D lista greiddu atkvæði með tillögunni.
***
Bókun D lista:
Fulltrúar D lista í bæjarráði lýsa vonbrigðum með að tillaga um greiðslu á húsaleigu fyrir félagsstarfið Karlar í skúrum sé felld af meirihlutanum.
Tillagan er sett fram til að festa hið mikilvæga verkefni Karlar í skúrum í sessi og styðja við framgang og þróun þess í Mosfellsbæ. Það er misræmi í því að notendur þessa félagsstarfs þurfi að greiða húsaleigu undir starfsemina úr eigin vasa en þannig er því ekki hagað í öðru félagsstarfi aldraðra í Mosfellsbæ.´Bókun B, C og S lista:
Það er eðlilegt að Mosfellsbær greiði húsaleigu fyrir félagsstarf eldri borgara sem er á vegum sveitarfélagsins. Hins vegar eru Karlar í skúrum sjálfstæður félagsskapur sem hefur ekki óskað eftir því að Mosfellsbær taki yfir forsjá verkefnisins.3. Tillaga B, C og S lista um hinsegin fræðslu í Mosfellsbæ202211093
Tillaga B, C og S lista um hinsegin fræðslu í Mosfellsbæ.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að fela bæjarstjóra í samvinnu við framkvæmdastjóra, skólastjórnendur og aðra forstöðumenn að leggja fram áætlun þar sem lögð verði áhersla á fjölbreytta hinsegin fræðslu í Mosfellsbæ í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Jafnframt að framangreind ákvörðun verði kynnt í fræðslu- og frístundanefnd, ungmennaráð og íþrótta- og tómstundanefndar.
4. Beiðni Veitna varðandi lagningu lagna á lóðinni Háholt 9202210170
Lögð fyrir bæjarráð umbeðin umsögn um erindi Veitna ohf. um kvaðir og mannvirki á lóðinni Háholt 9, ásamt tillögu um afstöðu til erindis.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að fela umhverfissviði að fara í viðræður við Veitur ohf. og eftir atvikum gerð samkomulags um þau mannvirki sem fyrirtækið áformar að koma fyrir á lóð Háholts 9 í samræmi við tillögu í fyrirliggjandi minnisblaði.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
5. Götulýsingarþjónusta ON202210034
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um götulýsingarþjónustu ON, ásamt tillögu um afstöðu til erindis.
Bæjarráð synjar með fjórum atkvæðum ósk ON um að götulýsingarþjónusta verði framseld til mögulegs nýs kaupanda götulýsingareiningar ON. Bæjarráð samþykkir jafnframt með fjórum atkvæðum að fela umhverfissviði að segja upp samkomulagi við ON um götulýsingu og að hafinn verði undirbúningur að útboði á hönnun, nýframkvæmd og rekstri götulýsingarþjónustu.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
6. Frágangur á lóðarmörkum við Vogatungu 18-32202210471
Erindi íbúa við Vogatungu 18-32 varðandi frágang á lóðamörkum.
Bæjarráð synjar með fjórum atkvæðum ósk málshefjanda um aðkomu Mosfellsbæjar að frágangi á lóðamörkum. Framkvæmdastjóra umhverfissviðs er falið að upplýsa málshefjendur um þá niðurstöðu með vísan til fyrirliggjandi gagna.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
7. Áherslur svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins á kjörtímabilinu 2022-2026202211002
Áherslur svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins á kjörtímabilinu 2022-2026 lagðar fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að vísa erindinu til kynningar í skipulagsnefnd.
8. Frumvarp til breytinga á lögum um Innheimtustofnun Sveitarfélaga birt í samráðsgátt stjórnvalda202211060
Erindi frá innviðaráðuneyti þar sem vakin er athygli á því að frumvarp til breytinga á lögum um Innheimtustofnun Sveitafélaga hafi verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 14. nóvember 2022.
Lagt fram.
9. Áform um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga birt í samráðsgátt stjórnvalda202211094
Erindi frá innviðaráðuneyti þar sem vakin er athygli á að áform um breytingar á regluverki um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga hafi verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 23. nóvember 2022.
Lagt fram.
Ásgeir Sveinsson vék af fundi kl. 08:25