16. mars 2023 kl. 12:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásdís Halla Helgadóttir aðalmaður
- Eyrún Birna Bragadóttir aðalmaður
- Harri Halldórsson aðalmaður
- Edda Steinunn Erlendsd Scheving aðalmaður
- Guðni Geir Örnólfsson aðalmaður
- Viðja Sóllilja Ágústsdóttir aðalmaður
- Karen Hanna Vestm. Ágústsdóttir varamaður
- Katrín Vala Arnarsd v d Linden aðalmaður
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslusvið
- Gabríela Gunnarsdóttir fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Farsældarhringur202303477
Á fund ráðsins mætir Íris Dögg Verkefnastýra Farsældarhringsins
íris Dögg verkefnastýra Farsældarhringsins kynnti farsældarlögin og vinnu farsældarhringsins í Mosfellsbæ. Íris óskar eftir aðstoð ráðsins við að yfirfara og hafa skoðanir á spurningarlistum sem að verið er að vinna fyrir börn.
Hún mætir aftur á næsta fund ráðsins.2. Tillaga B, C og S lista um hinsegin fræðslu í Mosfellsbæ202211093
Ákvörðun bæjarráðs um hinsegin fræðslu i Mosfellsbæ lögð fram til kynningar.
Ungmennaráð fagnar tillögunni og þeirri vinnu sem að þegar er farin í gang til að tryggja fræðslu til allra starfsmanna og nemenda í Mosfellsbæ.
Ungmennaráð bendir á, í því samhengi að bæta þarf fræðslu um fordóma gagnvart minnihlutahópum almennt.3. Sumar 2022 Vinnuskóli og frístundir202303129
Kynning og umræður um sumarstarf í Mosfellbæ.
Lagt fram.
Meðal annars ræddar hugmyndir sem að ungmennaráð hefur um verkefni ráðsins í sumar í samvinnu við Vinnuskólann.
4. Þjónusta sveitarfélaga 2022 - Gallup202302063
Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir Mosfellsbæ á árinu 2022 lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
5. Undirbúningur fyrir fund Ungmennaráðs með Bæjarstjórn202301457
Undirbúningur fyrir fund ráðsins með Bæjarstjórn.
Áfram unnið að undirbúningi.