11. júní 2020 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) áheyrnarfulltrúi
- Kolbeinn Helgi Kristjánsson (KHK) varamaður
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir Skólafulltrúi
Vinnufundur
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Klörusjóður202001138
Úrvinnsla umsókna í Klörusjóð
Alls bárust 10 styrkumsóknir í Klörusjóð frá leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar. Fræðslunefnd þakkar umsækjendum fyrir áhugaverðar og metnaðarfullar umsóknir.
Umsóknir voru lagðar fram, ræddar og metnar. Lagt er til við bæjarstjórn að eftirfarandi umsóknir hljóti styrk úr Klörusjóði árið 2020:Útikennsla kr. 250.000 - Alfa Regína Jóhannsdóttir
Stærðfræði og forritunarkennsla kr.750.000 - Málfríður Bjarnadóttir og Tanja Stefanía Rúnarsdóttir
Íslenska í Classroom kr. 250.000 - Árni Pétur Reynisson
Lestrarkortsapp - smáforrit kr.750.000 - Kristín Einarsdóttir
Fulltrúi C lista vék af fundi vegna vanhæfis þegar ein umsókn var metin.