20. maí 2020 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
- Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
- Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir (ÓDÁ) varamaður
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) áheyrnarfulltrúi
- Rósa Ingvarsdóttir (RI) áheyrnarfulltrúi
- Kristín Ásta Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Björg Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Elín María Jónsdóttir (EMJ) áheyrnarfulltrúi
- Unnur Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi
- Sævar Örn Guðjónsson (SÖG) vara áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir Skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Innleiðing á nýjum persónuverndarlögum2018084656
Lagðar fram til kynningar reglur um hvernig starfsmenn í skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ skulu haga ljósmyndatökum, myndbandsupptökum og hljóðupptökum af börnum við dagleg störf sín. Þá fjalla reglurnar einnig um notkun á mynd- og hljóðefni þar sem börnin koma fyrir. Reglurnar verða kynntar í skólum og frekari verklagsreglur unnar í samstarfi við skólastjórnendur.
Kynning á leiðbeiningum um myndatökur og birtingu myndefnis í starfsemi skóla og frístundastarfi í Mosfellsbæ.
Gestir
- Hólmar Örn Finnsson persónuverndarfulltrúi Mosfellsbæjar
2. Viðmiðunarreglur um ástundun í grunnskólum Mosfellsbæjar202005170
Lagt fram til umræðu og samþykktar
Fræðslunefnd samþykkir viðmiðunarreglur um ástundun í grunnskólum Mosfellsbæjar. Reglurnar gilda fyrir næsta skólaár, 2020-2021 og verða teknar til endurskoðunar í maí 2021.
Gestir
- Jóhanna Magnúsdóttir og Ragnheiður Axelsdóttir, verkefnastjórar á fræðslusviði
3. Innritun í leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar haustið 2020202005082
Lagðar fram upplýsingar um stöðuna á innritun í leik- og grunnskóla í Mosfellsbæjar fyrir haustið 2020.
Fræðslunefnd þakkar greinagóðar upplýsingar um innritun í leik- og grunnskóla vorið 2020.
4. Ytra mat á Krikaskóla, 2020202005221
Boðunarbréf - ytra mat á Krikaskóla haustið 2002
Lagt fram til kynningar boðun frá Menntamálastofnun um ytra mat á Krikaskóla sem fram fer haustið 2020.
5. Klörusjóður202001138
Lagt fram til upplýsinga
Auglýsing og reglur um nýstofnaðan þróunarsjóð fyrir skóla- og frístundastarf í Mosfellsbæ lagðar fram til kynningar.
6. Ungbarnadeild í Leirvogstunguskóla202005222
Kynning á nýrri ungbarnadeild í Leirvogstunguskóla og heimsókn í skólann að kynningu lokinni
Leikskólastjóri Leirvogstunguskóla kynnti nýtt húsnæði við leikskólann sem verið er að taka í notkun um þessar mundir. Alls munu bætast við 30 pláss í leikskólann og þar af 15 pláss fyrir yngsta árganginn.