9. júní 2020 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) áheyrnarfulltrúi
- Rósa Ingvarsdóttir (RI) áheyrnarfulltrúi
- Kristín Ásta Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Björg Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Elín María Jónsdóttir (EMJ) áheyrnarfulltrúi
- Unnur Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir Skólafulltrúi
Tillaga frá fulltrúa L lista. Fulltrúi L listans óskar eftir því að á dagskrá fundarins verði tekið með afbrigðum mál nr. 201906059, "Ytra mat á grunnskólum, Varmárskóla" en málinu var vísað til fræðslunefndar til kynningar á 1446. fundi bæjarráðs 4. júní sl. Tillagan felld með fjórum atkvæðum D, V og C lista.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Niðurstöður úttektar - Lágafellsskóli201605326
Lágafellskóli - Ytra mat 2016 Lagt fram til kynningar beiðni MMR frá 12. maí 2020 um upplýsingar um framkvæmd umbóta skólársins 2019-2020 í kjölfar ytra mats frá 2016.
Ytra mat Menntamálastofnunar var gert í janúar 2016. Umbótaáætlun er fylgt eftir af MMS. Framlögð til kynningar skýrsla frá Lágafellsskóla um framkvæmd umbótaáætunar.
2. Lesfimimælingar og samræmd próf vorið 2020202005384
Skólstjórar kynna niðurstöður lesfimimælinga og samræmdra prófa
Skólastjórar Helgafellsskóla, Krikaskóla, Lágafellsskóla og Varmárskóla kynntu niðurstöður lesfimimælinga allra árganga og samræmdra könnunarprófa í 4. 7. og 9. bekk. Niðurstöður prófa er eitt af þeim mælitækjum sem notuð eru í innra mati skólanna. Starfsmenn skólanna hafa þegar mótað áhersluatriði í kennslu með tilliti til niðurstaðna. Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu.
Gestir
- Þrúður Hjelm, Anna Greta Ólafsdóttir, Þórhildur Elvarsdóttir og Lísa Greipsdóttir
3. Tölulegar upplýsingar fræðslusvið 2020202001155
Lagt fram til upplýsinga.
Lagðar fram til kynningar tölulegar upplýsingar um fjölda nemenda í leik-og grunnskólum Mosfellsbæjar og þróun síðustu árin.
4. Klörusjóður202001138
Lagðar fram reglur til samþykktar.
Fræðslunefnd samþykkir reglur um Klörusjóð með öllum greiddum atkvæðum.
5. Ungt fólk 2020202005117
Niðurstöður rannsóknar frá Rannsókn og greiningu sem gerð var meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2020
Lagðar fram til kynningar niðurstöður úr rannsókninni „Ungt fólk niðurstöður rannsóknar meðal nemenda í 8,.9. og 10. bekk árið 2020". Niðurstöður verða kynntar á vegum Rannsóknar og Greiningar fyrir nefndum og ráðum, starfsfólki skóla og félagsmiðstöðvar, foreldrum, íþrótta- og tómstundafélögum á rafrænum kynningarfundi þann 15.júní nk. kl.17:30. Samþykkt tillaga frá fulltrúa foreldra grunnskólabarna um að niðurstöðurnar verði jafnframt kynntar á aðalfundum foreldrafélaga í haust.
6. Umsókn í endurmenntunarsjóð grunnskóla 2020202006061
Úthlutun úr endurmenntunarsjóð grunnskóla skólaárið 2020 - 2021
Lagt fram til upplýsingar úthlutun styrkja úr endurmenntunarsjóði grunnskóla fyrir árið 2020-2021.