Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. júní 2020 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
  • Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
  • Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
  • Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
  • Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
  • Steinunn Dögg Steinsen (SDS) áheyrnarfulltrúi
  • Rósa Ingvarsdóttir (RI) áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Ásta Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Björg Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Elín María Jónsdóttir (EMJ) áheyrnarfulltrúi
  • Unnur Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi

Fundargerð ritaði

Gunnhildur María Sæmundsdóttir Skólafulltrúi

Til­laga frá full­trúa L lista. Full­trúi L list­ans ósk­ar eft­ir því að á dagskrá fund­ar­ins verði tek­ið með af­brigð­um mál nr. 201906059, "Ytra mat á grunn­skól­um, Varmár­skóla" en mál­inu var vísað til fræðslu­nefnd­ar til kynn­ing­ar á 1446. fundi bæj­ar­ráðs 4. júní sl. Til­lag­an felld með fjór­um at­kvæð­um D, V og C lista.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Nið­ur­stöð­ur út­tekt­ar - Lága­fells­skóli201605326

    Lágafellskóli - Ytra mat 2016 Lagt fram til kynningar beiðni MMR frá 12. maí 2020 um upplýsingar um framkvæmd umbóta skólársins 2019-2020 í kjölfar ytra mats frá 2016.

    Ytra mat Mennta­mála­stofn­un­ar var gert í janú­ar 2016. Um­bóta­áætlun er fylgt eft­ir af MMS. Fram­lögð til kynn­ing­ar skýrsla frá Lága­fells­skóla um fram­kvæmd um­bóta­áæt­un­ar.

  • 2. Les­fimi­mæl­ing­ar og sam­ræmd próf vor­ið 2020202005384

    Skólstjórar kynna niðurstöður lesfimimælinga og samræmdra prófa

    Skóla­stjór­ar Helga­fells­skóla, Krika­skóla, Lága­fells­skóla og Varmár­skóla kynntu nið­ur­stöð­ur les­fimi­mæl­inga allra ár­ganga og sam­ræmdra könn­un­ar­prófa í 4. 7. og 9. bekk. Nið­ur­stöð­ur prófa er eitt af þeim mæli­tækj­um sem not­uð eru í innra mati skól­anna. Starfs­menn skól­anna hafa þeg­ar mótað áherslu­at­riði í kennslu með til­liti til nið­ur­staðna. Fræðslu­nefnd þakk­ar fyr­ir grein­ar­góða kynn­ingu.

    Gestir
    • Þrúður Hjelm, Anna Greta Ólafsdóttir, Þórhildur Elvarsdóttir og Lísa Greipsdóttir
    • 3. Tölu­leg­ar upp­lýs­ing­ar fræðslu­svið 2020202001155

      Lagt fram til upplýsinga.

      Lagð­ar fram til kynn­ing­ar tölu­leg­ar upp­lýs­ing­ar um fjölda nem­enda í leik-og grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar og þró­un síð­ustu árin.

    • 4. Klöru­sjóð­ur202001138

      Lagðar fram reglur til samþykktar.

      Fræðslu­nefnd sam­þykk­ir regl­ur um Klöru­sjóð með öll­um greidd­um at­kvæð­um.

    • 5. Ungt fólk 2020202005117

      Niðurstöður rannsóknar frá Rannsókn og greiningu sem gerð var meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2020

      Lagð­ar fram til kynn­ing­ar nið­ur­stöð­ur úr rann­sókn­inni „Ungt fólk nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar með­al nem­enda í 8,.9. og 10. bekk árið 2020". Nið­ur­stöð­ur verða kynnt­ar á veg­um Rann­sókn­ar og Grein­ing­ar fyr­ir nefnd­um og ráð­um, starfs­fólki skóla og fé­lags­mið­stöðv­ar, for­eldr­um, íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög­um á ra­f­ræn­um kynn­ing­ar­fundi þann 15.júní nk. kl.17:30. Sam­þykkt til­laga frá full­trúa for­eldra grunn­skóla­barna um að nið­ur­stöð­urn­ar verði jafn­framt kynnt­ar á að­al­fund­um for­eldra­fé­laga í haust.

    • 6. Um­sókn í end­ur­mennt­un­ar­sjóð grunn­skóla 2020202006061

      Úthlutun úr endurmenntunarsjóð grunnskóla skólaárið 2020 - 2021

      Lagt fram til upp­lýs­ing­ar út­hlut­un styrkja úr end­ur­mennt­un­ar­sjóði grunn­skóla fyr­ir árið 2020-2021.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00