20. október 2021 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
- Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
- Sveinbjörg Davíðsdóttir (SD) áheyrnarfulltrúi
- Linda Hersteinsdóttir (LH) áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Í upphafi fundar var samþykkt með öllum atkvæðum að taka dagskrármálið, Klörusjóður, á dagskrá fundarins sem verður dagskrár liður nr. 3
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ytra mat á Krikaskóla202005221
Kynning á framkvæmda ytra mats Krikaskóla, haustið 2021
Skólastjóri Krikaskóla lagði fram og kynnti starfsáætlun skólans, sjálfsmatsskýrslu og skólanámskrá. Jafnframt var kynnt framkvæmd og verklag Menntamálastofnunar við ytra mat á skólanum sem fór fram dagana 18. - 20. október. Niðurstöður matsins og umbótaráætlun verða kynntar fræðslunefnd þegar þær liggja fyrir.
Gestir
- Þrúður Hjelm, skólastjóri Krikaskóla
- Fylgiskjal210707 Sjálfsmatsskýrsla Krikaskóla 2020-21.pdfFylgiskjal210919 Skólanámskrá Krikaskóla - almennur hluti.pdfFylgiskjalSkólanámskrá Krikaskóla árgangar 1-4 bekkur útg1.pdfFylgiskjalSkólanámskrá Krikaskóla námssvið og námsgreinar 1-4 bekkur útg1.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Krikaskóla 2021-2022 - útg1.pdf
2. Leikskólinn Hlíð- skólanámskrá 2021202110300
Kynning á nýrri skólanámskrá ungbarnaleikskólans Hlíðar
Fræðslunefnd þakkar góða kynningu á nýrri námskrá ungbarnaleikskólans. Námskráin er metnaðarfull og gefur góða innsýn í daglegt starf.
Gestir
- Ása Jakobsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri Hlíð
3. Skólaskylda grunnskólabarna í Mosfellsbæ 2021-22202110219
Lagt fram til upplýsinga
Samkvæmt grunnskólalögum frá 2008 ber skólanefndum sveitarfélaga að fylgjast með því að öll börn á aldrinum 6 - 16 ára í sveitarfélaginu njóti skólavistar/lögbundinnar fræðslu. Lagðar voru fram upplýsingar um börn með lögheimili í Mosfellsbæ í október 2021 (tölur frá 2010 fylgja með til fróðleiks).
Gestir
- Magnea Steinunn Ingimundardóttir, verkefnastjóri fræðslusviðs
4. Klörusjóður202001138
Styrkþegi frá 2020, Kristín Einarsdóttir kynnir verkefnið lestrarkortsapp.
Fræðslunefnd þakkar Kristínu Einarsdóttur, kennara í Helgafellsskóla fyrir mjög áhugaverða og upplýsandi kynningu á verkefni um lestrarkortsapp sem hlaut styrk úr Klörusjóði vorið 2020. Verkefnið er enn í þróun. Markmið Klörusjóðs er að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ.
Gestir
- Kristín Einarsdóttir, kennari