11. október 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Sigurður B Guðmundsson varamaður
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ólafur Melsted Skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ævintýragarður - deiliskipulag201710251
Á 486. fundi skipulagsnefndar 28. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd stefnir að íbúasamráði til að að kalla eftir tillögum um nýtingu, umhverfi og útfærslu Ævintýragarðsins t.d í tengslum við bæjarhátíðina í Túninu heima." Kynning var haldin á bæjarhátíðinni í Túninu heima. Lögð fram samantekt kynningarinnar. Frestað vegna tímaskorts á 496. fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulagsins.
2. Engjavegur 6 - breyting á deiliskipulagi201908526
Á 492. fundi skipulagsnefndar 30. ágúst 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að funda með húseiganda." Skipulagsfulltrúi hefur fundað með húseiganda. Frestað vegna tímaskorts á 496. fundi.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
3. Kvíslartunga 5 - breyting á deiliskipulagi201909368
Borist hefur erindi frá Sigurði B. Guðmundssyni og Kristni Sigurðssyni dags. 22. september 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Kvíslartungu 5. Frestað vegna tímaskorts á 496. fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við lóðarhafa um frekari útfærslu tillögunnar. Fulltrúi M lista situr hjá.
4. Laxatunga, Leirvogstunguhverfi - stýrilinur á götu.201909318
Borist hefur erindi frá Björgvini Andra Garðarssyni verkefnastjóra umhverfissviðs dags. 19. september 2019 varðandi stýrilínur fyrir umferð í Laxatungu. Frestað vegna tímaskorts á 496. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og felur umhverfissviði úrvinnslu hennar.
5. Hlíðarás 9 - hljóðmengun frá Vesturlandsvegi201909256
Borist hefur erindi frá Kristínu Valgerði Ólafsdóttur dags. 12. september 2019 varðandi umferðarhávaða frá Vesturlandsvegi í húsinu að Hliðarás 9. Frestað vegna tímaskorts á 496. fundi.
Skipulagsnefnd vísar málinu til athugunar og umsagnar hjá framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
6. Óskað eftir samþykki á sameiningu lóða,201909387
Borist hefur erindi frá Ríkiseignum dags. 18. september 2019 varðandi sameiningu lands Jónstóftar í Mosfellsdal lnr. 123665 og lóðar með lnr. 215452. Frestað vegna tímaskorts á 496. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir sameiningu lands og felur byggingarfulltrúa úrvinnslu og afgreiðslu málsins.
7. Fossatunga 8-12 - breyting á deiliskipulagi201909399
Borist hefur erindi frá Arnari Ingólfssyni fh. lóðareiganda að Fossatungu 8-12 dags. 23. september 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Frestað vegna tímaskorts á 496. fundi.
Frestað.
8. Umferðarskilti í Leirvogstunguhverfi201909418
Borist hefur erindi frá umhverfissviði dags. 2. október 2019 varðandi umferðarskilti í Leirvogstunguhverfi.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leiti skipulag umferðarskilta í Leirvogstunguhverfi og felur umhverfissviði framkvæmd málsins.
9. Aðalskipulag Reykavíkur - Korpulína, verklýsing til kynningar201905089
Á 485. fundi skipulagsnefndar 24. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindið." Borist hefur framhaldserindi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugsemdir við erindið.
10. Sveitarfélagið Ölfus - breyting á Aðalskipulag Ölfuss 2010-2022201910030
Borist hefur erindi frá Sveitarfélaginu Ölfus dags. 2. október 2019 varðandi breytingu á aðalskipulagi Ölfuss.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugsemdir við erindið.
11. Í Suður Reykjalandi lnr. 125425 - Deiliskipulag201802083
Á 488. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til skoðunar og upplýsingar hvað innviði svæðisins svo sem aðkomu og vegagerð, veitumál o.fl varðar." Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Frestað vegna tímaskorts.
12. Umsókn um framkvæmdaleyfi - Helgadalsvegur 4,6,8 og 10 vegagerð201910093
Borist hefur erindi frá Einari Hermannssyni dags. 7. október 2019 varðandi framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð við Helgadalsveg 4,6,8 og 10.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi skv. 15. gr. skipulagslaga.
13. Umsókn um framkvæmdaleyfi - gatnagerð að vatnstanki í Úlfarsfellshlíðum201909428
Borist hefur erindi frá umhverfissviði dags. 25. september 2019 varðandi gatnagerð að vatnstanki í Úlfarsfellshlíðum.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi skv. 15. gr. skipulagslaga.
14. Álafossvegur 21 - bygging á vegg við Varmá201910100
Borist hefur erindi frá Aleksöndru Hladum dags. 7. október 2010 varðandi vegg/girðingu við Álafossveg 21/Varmá.
Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar umhverfisnefndar.
- FylgiskjalFW: Vegg/girðing við ánna Álafossvegg 21.pdfFylgiskjalreceived_740389026389562.pdfFylgiskjalreceived_2365849876965443.pdfFylgiskjalreceived_490329405143697.pdfFylgiskjal20191007_104558.pdfFylgiskjalreceived_483630378890966.pdfFylgiskjalreceived_395351651384506.pdfFylgiskjal20191007_104616.pdfFylgiskjalmyndir álafossvegur 21.pdf
15. Umsókn um framkvæmdaleyfi - gatnagerð í Desjamýri201909427
Borist hefur erindi frá umhverfissviði dags. 25. september 2019 varðandi framkvæmdaleyfi fyrir gatnargerð í Desjamýri.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi skv. 15. gr. skipulagslaga. Áheyrnarfulltrúi S lista vék af fundi kl. 8:30.
16. Úr Minna Mosfelli (Sigtún) - deiliskipulagsósk201910056
Borist hefur erindi frá Sigurði Skarphéðinssyni dags. 3. október 2019 varðandi deiliskipulag lóðarinnar Sigtúns úr Minna Mosfelli.
Frestað vegna tímaskorts.
17. Ástu-Sólliljugata 2-12 - breyting á deiliskipulagi201909431
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni fh. lóðarhafa Ástu-Sólliljugötu 2-12 dags. 26. september 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Ástu-Sólliljugötu 2-12.
Frestað vegna tímaskorts.
18. Reykjavegur 51 - skipting á lóð.201910061
Borist hefur erindi frá Gunnlaugi Jónassyni ark. fh. lóðarhafa dags. 3. október 2019 varðandi skiptingu lóðar.
Frestað vegna tímaskorts.
19. Helgafellsland - umsókn um breytingu á aðalskipulagi201907230
Á 491. fundi skipulagsnefndar 16. ágúst 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu á málinu." Á fundinn mæta fulltrúar ASK arkitekta.
Kynning, umræður um málið.
20. Teigsland - breyting/endurskoðun á aðalskipulagi201812045
Á 473. fundi skipulagsnefndar 7. desember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu á málinu." Á fundinn mæta fulltrúar Teigslands ehf.
Kynning, umræður um málið
Fundargerðir til kynningar
21. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 377201909038F
Lagt fram.
21.1. Bjarkarholt 11-29, Umsókn um byggingarleyfi. 201710129
NMM Garðastræti 37 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta 36 íbúða fjöleignahúss nr. 25, 27 og 29 og 1. áfanga bílakjallara á lóðinni nr. 11-29 við Bjarkarholt í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.