Mál númer 201805046
- 29. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #740
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 22. janúar 2019 til og með 5. mars 2019. Engar athugasemdir bárust.
Afgreiðsla 33. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 740. fundi bæjarstjórnar.
- 24. maí 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #485
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 22. janúar 2019 til og með 5. mars 2019. Engar athugasemdir bárust.
- 12. desember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #730
Á 471. fundi skipulagsnefndar 9. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að koma athugasemdum Skipulagsstofnunar á framfæri við skipulagshöfund með ósk um lagfæringu í samræmi við athugasemdir stofnunarinnar, þannig að hægt verði að auglýsa tillöguna að nýju." Lögð fram ný tillaga.
Afgreiðsla 473. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 730. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. desember 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #473
Á 471. fundi skipulagsnefndar 9. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að koma athugasemdum Skipulagsstofnunar á framfæri við skipulagshöfund með ósk um lagfæringu í samræmi við athugasemdir stofnunarinnar, þannig að hægt verði að auglýsa tillöguna að nýju." Lögð fram ný tillaga.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
- 14. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #728
Á 29. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. september 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Þar sem engar athugsemdir bárust við tillöguna og með vísan í 41. gr. skipulagslaga skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku hennar." Afgreiðsla 29. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa var lögð fram á 725. fundi bæjarstjórnar 3. október 2018. Málið var sent Skipulagsstofnun 4. október 2018. Athugasemd barst frá Skipulagsstofnun.
Afgreiðsla 471. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 728. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. nóvember 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #471
Á 29. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. september 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Þar sem engar athugsemdir bárust við tillöguna og með vísan í 41. gr. skipulagslaga skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku hennar." Afgreiðsla 29. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa var lögð fram á 725. fundi bæjarstjórnar 3. október 2018. Málið var sent Skipulagsstofnun 4. október 2018. Athugasemd barst frá Skipulagsstofnun.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að koma athugasemdum Skipulagsstofnunar á framfæri við skipulagshöfund með ósk um lagfæringu í samræmi við athugsemdir stofnunarinnar, þannig að hægt verði að auglýsa tillöguna að nýju.
- 3. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #725
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 21. júlí til og með 5. september 2018. Engin athugasemd barst.
Afgreiðsla 29. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 725. fundi bæjarstjórnar.
- 21. september 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #468
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 21. júlí til og með 5. september 2018. Engin athugasemd barst.
- 12. júlí 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1360
Á 461. fundi skipulagsnefndar 16. maí 2018 var gerð eftirfarandi bókun:"Skipulagsnefnd heimilar umsækjendum að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Ítrekað að sérstaklega verði tekið tillit til verndarsvæðis Varmár." Lagður fram deiliskipulagsbreytingaruppdráttur.
Afgreiðsla 463. fundar Skipulagsnefndar samþykkt með 3 atkvæðum á 1360. fundi bæjarráðs.
- 6. júlí 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #463
Á 461. fundi skipulagsnefndar 16. maí 2018 var gerð eftirfarandi bókun:"Skipulagsnefnd heimilar umsækjendum að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Ítrekað að sérstaklega verði tekið tillit til verndarsvæðis Varmár." Lagður fram deiliskipulagsbreytingaruppdráttur.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
- 16. maí 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #717
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni ark. fh. Atla Bjarnasonar dags. 4. maí 2018. varðandi stækkur á núv. húsi og byggingu bílskúrs.
Afgreiðsla 461. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 717. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. maí 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #461
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni ark. fh. Atla Bjarnasonar dags. 4. maí 2018. varðandi stækkur á núv. húsi og byggingu bílskúrs.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjendum að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Ítrekað að sérstaklega verði tekið tillit til verndarsvæðis Varmár.