9. maí 2018 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) vara áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heiðarhvammur, Umsókn um byggingarleyfi201804238
Ágúst Hálfdánarson Heiðarhvammi Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri efri hæð á áður samþykkta einnar hæðar bílgeymslu að Heiðarhvammi í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: Stærð efri hæðar 78,8 m2, 236,4 m3. Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 460. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir að meðhöndla erindið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
2. Sölkugata 19/Umsókn um byggingarleyfi201804241
Arnar Hauksson Litlakrika 42 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir stækkun, útlits- og fyrirkomulagsbreytingum á áður samþykktu einbýlishúsi við Sölkugötu 19 í samræmi við framlögð gögn. Stækkun húss 55,4 m2, 205,9 m3. Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem sótt er um leyfi fyrir stækkun sem er 30 m2 umfram leyfilegt nýtingarhlutfall. Leyfilegt nýtingarhlutfall er 0,5 en samkvæmt beiðni um stækkun yrði það 0,536. Frestað á 460. fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir áliti lögmanns bæjarins og Skipulagsstofnunar á umbeðinni hækkun nýtingarhlutfalls.
3. Bugðufljót 4, Umsókn um byggingarleyfi201804071
LL39 ehf. Túngötu 5 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja tvær einnar hæðar einingar af geymslurýmum úr timbureiningum á lóðinni nr. 4 við Bugðufljót í samræmi við framlögð gögn. Stærð matshluta 01, 1016,0 m2, 4272,0 m3. Matshluti 02, 995,9 m2, 3390,9 m3. Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið en sótt er um leyfi fyrir geymslurýmum sem eru 490 cm há en í deiliskipulagi er gert ráð fyrir allt að 10 metra háu atvinnuhúsnæði. Frestað á 460. fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa, formanni og varaformanni nefndarinnar að funda með fulltrúa LL39 ehf.
4. Laxatunga 119, Umsókn um byggingarleyfi201804258
Fagverk verktakar Spóahöfða 18 Mosfellsbæ spyr hvort leyft verði að byggja einnar hæðar einbýlishús úr steinsteypu á lóðinni nr 119 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn. Um er að raeða 288,0 m2 hús sem nær út fyrir byggingarreit. Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir nýtingarhlutfalli á lóðinni sem er 0,4 en byggingarreiturinn er aðeins 247,8 m2 sem er nýtingarhlutfall 0,32. Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 460. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
5. Umferðaröryggi á Þingvallavegi.201804308
Lagt fram minnisblað Verkfræðistofunnar Eflu varðandi umferðaröryggismál á Þingvallavegi.Frestað á 460. fundi
Skipulagsnefnd ítrekar mikilvægi þess að ráðist verði í úrbætur á umferðaröryggi í samræmi við framlagðar tillögur á Þingvallavegi án tafar. Umhverfissviði er falið að koma athugasemdum nefndarinnar til Vegagerðarinnar.
6. Reykjahvoll 23a - fyrirspurn varðandi breytingu á byggingarreit.201802116
Á 456. fundi skipulagsnefndar 6. mars 108 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að erindið verði grenndarkynnt." Erindið var grenndarkynnt frá 4. apríl til og með 3. maí 2018. Athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd synjar beiðni eiganda lóðar að Reykjahvol 23A um breytingu á deiliskipulagi í ljósi athugasemda sem bárust við grenndarkynningu erindisins.
7. Sölkugata 9 - ósk um breytingu á aðkomu að Sölkugötu 9201804386
Borist hefur erindi frá Ómar Ingþórssyni dags. 24. apríl 2018 varðandi breytingu á aðkomu að Sölkugötu 9.
Skipulagsnefnd samþykkir að meðhöndla erindið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
8. Mosfellskirkja - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna bílastæðis og aðkeyrslu að kirkju.201804387
Borist hefur erindi frá Hreiðari Stefánssyni framkvæmdastjóra Lágafellssóknar dags. 26. apríl 2018 varðandi framkvæmdaleyfi vegna bílastæðis og aðkeyrslu að kirkju í Mosfelli.
Skipulagsnefnd leggur áherslu á góðan og vandaðan frágang við hönnun og útfærslu bílastæða við Mosfellskirkju. Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdaleyfisumsókn í samræmi við 8.gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi er lýtur að gerð bílastæða.Jafnframt leggur nefndin áherslu á að deiliskipulag fyrir svæðið í heild verði klárað hið fyrsta.
9. Kennslustofur við Varmárskóla201805044
Borist hefur erindi frá Lindu Udengaard framkvæmdastjóra fræðslusviðs dags. 4. maí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna færanlegra kennslustofa við Varmárskóla.
Skipulagsnefnd samþykkir að meðhöndla málið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
11. Bjargslundur 17- ósk um stækkun á núv. húsi og bygging bílskúrs.201805046
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni ark. fh. Atla Bjarnasonar dags. 4. maí 2018. varðandi stækkur á núv. húsi og byggingu bílskúrs.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjendum að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Ítrekað að sérstaklega verði tekið tillit til verndarsvæðis Varmár.
12. Athafnasvæði í Mosfellsbæ möguleg breyting á svæðisskipulagi.201612069
Á fundinn mættu Stefán Gunnar Thors og Hlynur Torfi Torfason og kynntu breytingu á aðalskipulagi á Hólmsheiði.
Á fundinn mættu Stefán Gunnar Thors og Hlynur Torfason frá VSÓ-Ráðgjöf og kynntu tillögu að mögulegri breytingu á aðalskipulagi á Hólmsheiði.
Gestir
- Stefán Gunnar Thors og Hlynur Torfason
Fundargerð
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 331201805007F
Lagt fram.