Mál númer 201804256
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Óskað er eftir því að leigulóðinni Völuteig 8 verði breytt úr athafnasvæði í miðsvæði fyrir íbúðir, verslun- og þjónustu. Máli frestað á 577. fundi vegna tímaskorts.
Afgreiðsla 580. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. desember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #580
Óskað er eftir því að leigulóðinni Völuteig 8 verði breytt úr athafnasvæði í miðsvæði fyrir íbúðir, verslun- og þjónustu. Máli frestað á 577. fundi vegna tímaskorts.
Eftir rýni og yfirlegu ráðgjafa og skipulags ákveður nefndin að erindi og ósk um breytingu lóðar Völuteigs 8 út athafnasvæði í miðsvæði verði synjað. Til samræmis við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði verði lóðin þó skilgreind innan nýs þróunarsvæðis þar sem áætlað er að skoða frekar með hvaða hætti mögulegar breytingar og uppbygging á svæðinu geti átt samleið með aðliggjandi reitum. Þannig verði í heild litið til framtíðarsýnar Álafosskvosar, óbyggðra skógræktarsvæða og túna milli Álafossvegar og Varmár.
Skipulagsnefnd synjar hugmyndum og tillögum málsaðila um deiliskipulag og uppbyggingu þá er fram kemur í erindi.
Afgreitt með fimm samhljóða atkvæðum. - 23. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #816
Óskað er eftir því að leigulóðinni Völuteig 8 verði breytt úr athafnasvæði í miðsvæði fyrir íbúðir, verslun- og þjónustu.
Afgreiðsla 577. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 816. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 15. nóvember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #577
Óskað er eftir því að leigulóðinni Völuteig 8 verði breytt úr athafnasvæði í miðsvæði fyrir íbúðir, verslun- og þjónustu.
Frestað vegna tímaskorts.
- 5. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #782
Ósk um að breyta nýtingu lands L-178280 í atvinnu og íbúðarsvæði.
Afgreiðsla 540. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 782. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. apríl 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #540
Ósk um að breyta nýtingu lands L-178280 í atvinnu og íbúðarsvæði.
Lagt fram og kynnt.
- 15. ágúst 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1408
Á 489. fundi skipulagsnefndar 5. júlí 2019 mættu Orri Árnason og Gréta Björnsdóttir frá Zeppelín arkitektum og Hjalti Gylfason frá Mannverki á fundinn og kynntu tillögu að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi lóðar við Völuteig 8. Umræður urðu um tillöguna.
Afgreiðsla 490. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1408. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
- 19. júlí 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #490
Á 489. fundi skipulagsnefndar 5. júlí 2019 mættu Orri Árnason og Gréta Björnsdóttir frá Zeppelín arkitektum og Hjalti Gylfason frá Mannverki á fundinn og kynntu tillögu að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi lóðar við Völuteig 8. Umræður urðu um tillöguna.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til endurskoðunar aðalskipulags.
- 11. júlí 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1406
Á 460. fundi skipulagsnefndar 27. apríl 2018 urðu umræðum um erindi Zeppelin arkitekta varðandi breytingar á deiliskipulagi og aðalskipulagi að Völuteig 8. Borist hefur viðbótarerindi. Fulltrúar Zeppelin arkitekta mættu á fundinn.
Afgreiðsla 489. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1406. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
- 5. júlí 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #489
Á 460. fundi skipulagsnefndar 27. apríl 2018 urðu umræðum um erindi Zeppelin arkitekta varðandi breytingar á deiliskipulagi og aðalskipulagi að Völuteig 8. Borist hefur viðbótarerindi. Fulltrúar Zeppelin arkitekta mættu á fundinn.
Orri Árnason og Gréta Björnsson frá Zeppelín arkitektum og Hjalti Gylfason frá Mannverki mættu á fundinn og kynnti tillögu að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi lóðar við Völuteig 8.
Umræður um tillöguna. - 2. maí 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #716
Borist hefur erindi frá Zeppelin arkitekum fh. eigenda lóðar að Völuteig 8 varðandi breytingu á deiliskipulagi og aðalskipulagi.
Afgreiðsla 460. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 716. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. maí 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #716
Borist hefur erindi frá Zeppelin arkitekum fh. eigenda lóðar að Völuteig 8 varðandi breytingu á deiliskipulagi og aðalskipulagi.
Afgreiðsla 460. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 716. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. apríl 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #460
Borist hefur erindi frá Zeppelin arkitekum fh. eigenda lóðar að Völuteig 8 varðandi breytingu á deiliskipulagi og aðalskipulagi.
Umræður um málið.