7. júlí 2017 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) vara áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Reykjahvoll 4 - ósk um breytingu á deiliskipulagi - fjölgun lóða að Reykjahvol 4.201702312
Á 432. fundi skipulagsnefndar 13. mars. 2017 var gerð eftifarandi bókun: "Skipulagsnefnd er jákvæð og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd fellst ekki á lóð c en felur skipulagsfulltrúa að ræða við hönnuð um deiliskipulagsbreytingarinnar.
2. Bílastæðismál við Tröllateig201707003
Borist hefur erindi frá Línu Dagbjörtu Friðriksdóttur dags. 27. júní 2017 varðandi bílastæðismál við Tröllateig.
Skipulagsnefnd vísar í 18. gr. lögreglusamþykktar Mosfellsbæjar sem samþykkt var á 677. fundi bæjarstjórnar 31. ágúst 2016 þar sem m.a. er fjallað um bann við stöðu eftirvagna og tengivagna á götum og almennum bifreiðastæðum.
3. Hulduhólasvæði í Mosfellsbæ - tillaga að breytingu á deiliskipulagi201611227
Á 439. fundi skipulagsnefndar 23. júní 2017 var gerð eftifarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ganga frá tillögu að breytingu á áður augýstri deiliskipulagstillögu." Lögð fram breyting á áður auglýstri deiliskipulagstillögu.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum og annast gildistökuferlið þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Fulltrúi Samfylkingarinnar telur það slæma nýtingu á landi Mosfellsbæjar og innviðum sveitarfélagsins að samþykkja það deiliskipulag sem lagt er til. Rétt væri að að gera nýtt deiliskipulag þar sem allt svæðið upp að Vesturlandsvegi og austur að Langatanga væri tekið fyrir.4. Deiliskipulag Miðbæjar - breyting á deiliskipulagi Miðbæjar Háholt 16-24201703118
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar - Háholt 16-24.
Nefndin samþykktir að tillagan verði augýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa að láta lagfæra uppdrátt í samræmi við umræður á fundinum áður en tillagan verður auglýst.
5. Ungmennafélagið Afturelding -Auglýsingaskilti við Vesturlandsveg - viðhald og endurbætur201705112
Á 437. fundi skipulagsnefndar 26. maí 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn umhverfissviðs á málinu." Lagt fram minnisblað Billboard LED umhverfisauglýsinga.
Skipulagsnefnd telur ekki tímabært að afstöðu til erindisins þar sem í bígerð er að móta samræmdar reglur um LED-auglýsingaskilti hjá Vegagerðinni. Nefndin mun taka erindið til umfjöllunnar að nýju þegar Vegagerðin hefur lokið vinnu við gerð þeirra reglna.
6. Sölkugata lokun við Varmárveg201705243
Á 438. fundi skipulagsnefndar 9. júní 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin felur umhverfissviði að skoða málið frekar." Frestað á 439.fundi. Lagður fram undirskriftalisti íbúa við Sölkugötu 22-28.
Skipulagsnefnd felur umhverfissviði að annast brágðabirgðalokun í sumar.
7. Aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015-2027 - sameining þriggja svæða201706307
Borist hefur erindi frá Bláskógabyggð dags. 26. júní 2017 varðandi endurskoðun á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027.
Frestað.
8. Æsustaðir 2 - breyting á bæjarheiti Æsustaðir 2 í Víðihlíð201706320
Borist hefur erindi frá Guðnýju Rögnu Jónsdóttur dags. 26. júní 2017 varðandi breytingu á bæjarheiti.
Skipulagsnefnd telur að nafnabreyting þessi sé í samræmi við lög um örnefni nr. 22/2015 og gerir þar af leiðandi ekki athugasemd við breytinguna.
9. Efstaland 5 - breyting á skilmálum vegna aukaíbúðar201706321
Borist hefur erindi frá Elíasi Víðissyni dags. 28. júní 2017 varðandi breytingu á skilmálum vegna aukaíbúðar að Efstalandi 5.
Skipulagsnefnd synjar erindinu.
10. Bakkasel í Elliðakotslandi - breyting á deiliskipulagi201702207
Borist hefur erindi frá Hákoni Árnasyni dags. 1. júní 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi/umsókn um byggingarleyfi.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda.
11. Tjaldanes, Umsókn um byggingarleyfi201705224
Á 438. fundi skipulagsnefndar 9. júní 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin synjar erindinu þar sem fyrirhuguð byggingaráform eru ekki í samræmi við gildandi Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030." Lagt fram nýtt erindi.
Sipulagsnefnd felur formanni, varaformanni og skipulagsfulltrús að ræða við umsækjendur.
Fundargerðir til staðfestingar
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 312201706019F
Lagt fram.
12.1. Selvangur, 124945, Umsókn um byggingarleyfi 201705265
Logi Þ Jónsson Selvangi Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri 30 m2 smáhýsi að Selvangi í samræmi við framlögð gögn.