Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. júlí 2017 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) vara áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Reykja­hvoll 4 - ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi - fjölg­un lóða að Reykja­hvol 4.201702312

    Á 432. fundi skipulagsnefndar 13. mars. 2017 var gerð eftifarandi bókun: "Skipulagsnefnd er jákvæð og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.

    Skipu­lags­nefnd fellst ekki á lóð c en fel­ur skipu­lags­full­trúa að ræða við hönn­uð um deili­skipu­lags­breyt­ing­ar­inn­ar.

  • 2. Bíla­stæð­is­mál við Trölla­teig201707003

    Borist hefur erindi frá Línu Dagbjörtu Friðriksdóttur dags. 27. júní 2017 varðandi bílastæðismál við Tröllateig.

    Skipu­lags­nefnd vís­ar í 18. gr. lög­reglu­sam­þykkt­ar Mos­fells­bæj­ar sem sam­þykkt var á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar 31. ág­úst 2016 þar sem m.a. er fjallað um bann við stöðu eft­ir­vagna og tengi­vagna á göt­um og al­menn­um bif­reiða­stæð­um.

  • 3. Huldu­hóla­svæði í Mos­fells­bæ - til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi201611227

    Á 439. fundi skipulagsnefndar 23. júní 2017 var gerð eftifarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ganga frá tillögu að breytingu á áður augýstri deiliskipulagstillögu." Lögð fram breyting á áður auglýstri deiliskipulagstillögu.

    Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að svara fram­komn­um at­huga­semd­um og ann­ast gildis­töku­ferl­ið þeg­ar full­nægj­andi gögn hafa borist.
    Full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar tel­ur það slæma nýt­ingu á landi Mos­fells­bæj­ar og inn­við­um sveit­ar­fé­lags­ins að sam­þykkja það deili­skipu­lag sem lagt er til. Rétt væri að að gera nýtt deili­skipu­lag þar sem allt svæð­ið upp að Vest­ur­lands­vegi og aust­ur að Langa­tanga væri tek­ið fyr­ir.

  • 4. Deili­skipu­lag Mið­bæj­ar - breyt­ing á deili­skipu­lagi Mið­bæj­ar Há­holt 16-24201703118

    Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar - Háholt 16-24.

    Nefnd­in sam­þykkt­ir að til­lag­an verði augýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga og fel­ur skipu­lags­full­trúa að láta lag­færa upp­drátt í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um áður en til­lag­an verð­ur aug­lýst.

  • 5. Ung­menna­fé­lag­ið Aft­ur­eld­ing -Aug­lýs­inga­skilti við Vest­ur­landsveg - við­hald og end­ur­bæt­ur201705112

    Á 437. fundi skipulagsnefndar 26. maí 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn umhverfissviðs á málinu." Lagt fram minnisblað Billboard LED umhverfisauglýsinga.

    Skipu­lags­nefnd tel­ur ekki tíma­bært að af­stöðu til er­ind­is­ins þar sem í bíg­erð er að móta sam­ræmd­ar regl­ur um LED-aug­lýs­inga­skilti hjá Vega­gerð­inni. Nefnd­in mun taka er­ind­ið til um­fjöll­unn­ar að nýju þeg­ar Vega­gerð­in hef­ur lok­ið vinnu við gerð þeirra reglna.

  • 6. Sölkugata lok­un við Varmár­veg201705243

    Á 438. fundi skipulagsnefndar 9. júní 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin felur umhverfissviði að skoða málið frekar." Frestað á 439.fundi. Lagður fram undirskriftalisti íbúa við Sölkugötu 22-28.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur um­hverf­is­sviði að ann­ast brágða­birgða­lok­un í sum­ar.

  • 7. Að­al­skipu­lag Blá­skóga­byggð­ar 2015-2027 - sam­ein­ing þriggja svæða201706307

    Borist hefur erindi frá Bláskógabyggð dags. 26. júní 2017 varðandi endurskoðun á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027.

    Frestað.

  • 8. Æs­ustað­ir 2 - breyt­ing á bæj­ar­heiti Æs­ustað­ir 2 í Víði­hlíð201706320

    Borist hefur erindi frá Guðnýju Rögnu Jónsdóttur dags. 26. júní 2017 varðandi breytingu á bæjarheiti.

    Skipu­lags­nefnd tel­ur að nafna­breyt­ing þessi sé í sam­ræmi við lög um ör­nefni nr. 22/2015 og ger­ir þar af leið­andi ekki at­huga­semd við breyt­ing­una.

  • 9. Efsta­land 5 - breyt­ing á skil­mál­um vegna auka­í­búð­ar201706321

    Borist hefur erindi frá Elíasi Víðissyni dags. 28. júní 2017 varðandi breytingu á skilmálum vegna aukaíbúðar að Efstalandi 5.

    Skipu­lags­nefnd synj­ar er­ind­inu.

  • 10. Bakka­sel í Ell­iða­kotslandi - breyt­ing á deili­skipu­lagi201702207

    Borist hefur erindi frá Hákoni Árnasyni dags. 1. júní 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi/umsókn um byggingarleyfi.

    Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að ræða við um­sækj­anda.

  • 11. Tjalda­nes, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201705224

    Á 438. fundi skipulagsnefndar 9. júní 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin synjar erindinu þar sem fyrirhuguð byggingaráform eru ekki í samræmi við gildandi Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030." Lagt fram nýtt erindi.

    Sipu­lags­nefnd fel­ur formanni, vara­formanni og skipu­lags­full­trús að ræða við um­sækj­end­ur.

Fundargerðir til staðfestingar

  • 12. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 312201706019F

    Lagt fram.

    • 12.1. Selvang­ur, 124945, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201705265

      Logi Þ Jóns­son Selvangi Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri 30 m2 smá­hýsi að Selvangi í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15