13. júlí 2017 kl. 07:30,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varamaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Samþykkt með þremur atkvæðum að taka fundargerðir skipulagsnefndar og afgreiðslufundar byggingarfulltrúa á dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Athugasemdir íbúa Akurholts vegna göngustígs milli Akurholts og Arnartanga201707022
Bréf íbúa lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
2. Umsögn um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 438. mál.201707024
Umsagnar er óskað um frumvarpið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
3. Umsögn um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, 439. mál.201707025
Umsagnar er óskað um frumvarpið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
4. Hitaveita Helgadal - Beiðni um heitt vatn fyrir frístundahús í Helgadal201707055
Erindi frá sumarhúsaeigendum í Helgadal þar sem óskað er eftir þátttöku Mosfellsbæjar við lagningu hitaveitu á svæðið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
5. Áhættumat vegna flóða í Mosfellsbæ201707075
Lögð er fyrir bæjarráð til kynningar skýrsla um áhættumat vegna flóða í Mosfellsbæ, ásamt tillögum að úrbótum á meðfylgjandi yfirlitsteikningum.
Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa skýrslu um áhættumat vegna flóða til umhverfissviðs til frekari úrvinnslu.
6. Framkvæmdir 2017201707081
Yfirlit framkvæmda hjá Mosfellsbæ árið 2017 lagt fyrir bæjarráð til kynningar
Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti framkvæmdir 2017. Umræður fóru fram.
7. Fjárveitingar og framkvæmdir við gatnagerð í landi Vogatungu201707005
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi MótX lögð fyrir bæjarráð
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara bréfriturum í samræmi við framlagt minnisblað.
8. Lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ201604031
Farið yfir stöðu mála vegna innleiðingar nýrrar lögreglusamþykktar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að breyta 5. mgr. 18. gr. í frumvarpi að lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ í samræmi við tillögu dómsmálaráðuneytisins.
9. Skeiðholt, gatnagerð - Hliðrun & Hljóðveggur201702045
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að bjóða út hliðrun götustæðis Skeiðholts í samræmi við áfangaskiptingu í minnisblaði. Fyrir utan hliðrun götustæðis er áætlað að setja bifreiðastæði milli Brattholts og Byggðaholts ásamt biðstöð strætisvagna. Göngustígur austan Skeiðholts er færður fjær götustæði og því orðin sértæk framkvæmd ásamt því að göngustígur vestan Skeiðholts tengist undirgöngum.
Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti framkvæmdir 2017.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bjóða út hliðrun götustæðis Skeiðholts í samræmi við áfangaskiptingu í framlögðu minnisblaði.
10. Plastlaus september201706308
Umbeðin umsögn vegna plastlauss septembers lögð fyrir bæjarráð
Samþykkt með þremur atkvæðum að styrkja verkefnið Plastlaus september um kr. 75.000.
11. Innkaup á skólavörum2015082225
Tillaga um að grunnskólabörnum verður veittur hluti námsgagna þeim að kostnaðarlausu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að frá og með hausti 2017 verði öllum börnum í grunnskólum Mosfellsbæjar veittur hluti nauðsynlegra námsgagna þeim að kostnaðarlausu (s.s. ritföng, reikningsbækur, stílabækur, límstifti, skæri, plast/teygjumöppur og einfaldir vasareiknar). Jafnframt að tekið verði þátt í örútboði á vegum Ríkiskaupa um innkaup þessara gagna.
12. Beiðni um afstöðu Mosfellsbæjar til forkaupsréttar201706339
Minnisblað lögmanns lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að nýta ekki boðinn forkaupsrétt á spildu úr landi Blikastaða.
Fundargerðir til staðfestingar
13. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 440201707004F
Fundargerð 440. fundar Skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 1314. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
13.1. Reykjahvoll 4 - ósk um breytingu á deiliskipulagi - fjölgun lóða að Reykjahvol 4. 201702312
Á 432. fundi skipulagsnefndar 13. mars. 2017 var gerð eftifarandi bókun: "Skipulagsnefnd er jákvæð og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 440. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1314. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
13.2. Bílastæðismál við Tröllateig 201707003
Borist hefur erindi frá Línu Dagbjörtu Friðriksdóttur dags. 27. júní 2017 varðandi bílastæðismál við Tröllateig.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 440. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1314. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
13.3. Hulduhólasvæði í Mosfellsbæ - tillaga að breytingu á deiliskipulagi 201611227
Á 439. fundi skipulagsnefndar 23. júní 2017 var gerð eftifarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ganga frá tillögu að breytingu á áður augýstri deiliskipulagstillögu." Lögð fram breyting á áður auglýstri deiliskipulagstillögu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 440. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1314. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
13.4. Deiliskipulag Miðbæjar - breyting á deiliskipulagi Miðbæjar Háholt 16-24 201703118
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar - Háholt 16-24.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 440. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1314. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur að miðbær Mosfellsbæjar beri illa 5 hæða byggingar. Vindur er þar oft sterkur og líklegt að skipulag með svo háum byggingum magni vind í stað þess að draga úr honum. Í tillögu að deiliskipulagi er það sagt vera meginmarkmið skipulagsins að “móta skjólsæla, þétta og sólríka íbúðarbyggð." Hæð húsanna stríðir gegn því.
Holtið nýtur hverfisverndar og telur Íbúahreyfingin mikilvægt að um það sé fjallað í greinargerð. 5 hæða byggingar liggja að holtinu annars vegar og áætlaðri kirkju og menningarhúsi hins vegar. Skuggavarp verður þar mikið og gæti það m.a. haft hamlandi áhrif á hönnunarmöguleika húsanna.
Íbúahreyfingin telur að skoða þurfi ný skipulagssvæði í miðbænum í einu heildarsamhengi og kallar eftir að það verði gert.13.5. Ungmennafélagið Afturelding -Auglýsingaskilti við Vesturlandsveg - viðhald og endurbætur 201705112
Á 437. fundi skipulagsnefndar 26. maí 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn umhverfissviðs á málinu." Lagt fram minnisblað Billboard LED umhverfisauglýsinga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 440. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1314. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
13.6. Sölkugata lokun við Varmárveg 201705243
Á 438. fundi skipulagsnefndar 9. júní 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin felur umhverfissviði að skoða málið frekar." Frestað á 439.fundi. Lagður fram undirskriftalisti íbúa við Sölkugötu 22-28.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 440. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1314. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
13.7. Aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015-2027 - sameining þriggja svæða 201706307
Borist hefur erindi frá Bláskógabyggð dags. 26. júní 2017 varðandi endurskoðun á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 440. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1314. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
13.8. Æsustaðir 2 - breyting á bæjarheiti Æsustaðir 2 í Víðihlíð 201706320
Borist hefur erindi frá Guðnýju Rögnu Jónsdóttur dags. 26. júní 2017 varðandi breytingu á bæjarheiti.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 440. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1314. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
13.9. Efstaland 5 - breyting á skilmálum vegna aukaíbúðar 201706321
Borist hefur erindi frá Elíasi Víðissyni dags. 28. júní 2017 varðandi breytingu á skilmálum vegna aukaíbúðar að Efstalandi 5.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 440. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1314. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
13.10. Bakkasel í Elliðakotslandi - breyting á deiliskipulagi 201702207
Borist hefur erindi frá Hákoni Árnasyni dags. 1. júní 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi/umsókn um byggingarleyfi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 440. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1314. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
13.11. Tjaldanes, Umsókn um byggingarleyfi 201705224
Á 438. fundi skipulagsnefndar 9. júní 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin synjar erindinu þar sem fyrirhuguð byggingaráform eru ekki í samræmi við gildandi Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030." Lagt fram nýtt erindi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 440. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1314. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
13.12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 312 201706019F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 440. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1314. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 313201707003F
Fundargerð 313. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar eins og einstök erindi bera með sér.
14.1. Álafossvegur 29-31, Umsókn um byggingarleyfi 201705136
Jóhannes B Edvaldsson og Álafossvegur 29 ehf. Álafossvegi 31 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja sólpall og svalir við norð- austur hlið húsanna nr. 29 og 31 við Álafossveg í samræmi við framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 313. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1314. fundi bæjarráðs.
14.2. Ástu-Sólliljugata 18-20/Umsókn um byggingarleyfi 201701246
JP capital Ármúla 38 Reykjavík sækir um leyfi fyrir útlits og fyrirkomulagsbreytingum á húsinu nr. 18-20 við Ástu-Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 313. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1314. fundi bæjarráðs.
14.3. Bergrúnargata 7-9, Umsókn um byggingarleyfi 201706274
JP capital ehf. Ármúla 38 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu parhús með innbyggðum bílageymslum á lóðinni nr. 7-9 við Bergrúnargötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: 1. hæð 197,0 m2, 2. hæð íbúðir 144,6 m2, bílageymslur 52,4 m2, 1248,0 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 313. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1314. fundi bæjarráðs.
14.4. Desjamýri 2, Umsókn um byggingarleyfi 201704113
Matthías ehf. Vesturfold 40 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum atvinnuhúsnæði á lóðinni nr. 2 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: 1. hæð 900,0 m2, 2. hæð 462,6 m2, 6908,1 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 313. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1314. fundi bæjarráðs.
14.5. Desjamýri 6,bil 0102, Umsókn um byggingarleyfi 201702232
Húsasteinn Dalhúsum 54 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka úr steinsteypu og stáli áður samþykkt iðnaðarhúsnæði á lóðinni nr. 6 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun húss 608,0 m2, 7042,1 m3.
Stærð eftir breytingu: 1239,3 m2 10175,3 m3Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 313. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1314. fundi bæjarráðs.
14.6. Kvíslartunga 40 / Umsókn um byggingarleyfi 201705126
Arkamon ehf. Kvíslartungu 4 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir útlits og fyrirkomulagsbreytingum á húsinu nr. 40 við Kvíslartungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúð 1. hæð 257,8 m2, bílgeymsla 58,5 m2, 2. hæð 185,1 m2, 1659,8 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 313. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1314. fundi bæjarráðs.
14.7. Laxatunga 5, Umsókn um byggingarleyfi 201706217
Guðmundur Thoroddssen Laxatungu 5 sækir um leyfi fyrir útlits- og fyrirkomulagsbreytingum á húsinu nr. 5 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 313. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1314. fundi bæjarráðs.
14.8. Laxatunga 111-115, Umsókn um byggingarleyfi 201706347
X-jb ehf. Tjarnarbrekku 2 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 111,113 og 115 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Nr.111 1. hæðíbúð 146,0 m2, bílg.32,4 m2, 744,6 m3.
Nr.113 1. hæð íbúð 146,0 m2, bílg.32,4 m2, 744,6 m3.
Nr.115 1. hæð íbúð 146,0 m2, bílg.32,4 m2, 744,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 313. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1314. fundi bæjarráðs.
14.9. Leirvogstunga 33, Umsókn um byggingarleyfi 201706346
Sigurður Hansen Esjugrund 26 Reykjavík sækir um leyfi fyrir smávægilegum fyrirkomulagsbreytingum á húsinu nr. 33 við Leirvogstungu í samræmi við framlögð gögn. Stærðir hússins breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 313. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1314. fundi bæjarráðs.
14.10. Suður Reykir 5, Umsókn um byggingarleyfi geymslu við enda byggingar (mhl 06) 201701402
Jón Magnús Jónsson Suður Reykjum 1 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að rífa núverandi geymslu, mhl. 06 og endurbyggja úr steinsteypu á lóðinni Suður Reykir 5 í samræmi við framlögð gögn.
Stærð 85,0 m2 365,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 313. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1314. fundi bæjarráðs.
14.11. Uglugata13 og 13a, Umsókn um byggingarleyfi 201705043
BH Bygg ehf. Hrauntungu 18 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 13 og 13A við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Nr. 13 1. hæð íbúð 84,9 m2, bílgeymsla 21,1 m2, 2. hæð 106,0 m2, 732,6 m3.
Nr. 13A 1. hæð íbúð 80,4 m2, bílgeymsla 23,2 m2,
2. hæð 103,6 m2, 732,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 313. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1314. fundi bæjarráðs.
14.12. Vogatunga 50-54, Umsókn um byggingarleyfi 201706341
Akrafell Breiðagerði 8 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi hússins nr. 54 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Heildar stærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 313. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1314. fundi bæjarráðs.
14.13. Vogatunga 87-93, Umsókn um byggingarleyfi 201706314
Akrafell ehf. Breiðagerði 108 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 87, 89, 91 og 93 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Nr.87 1. hæð íbúð 83,8 m2, bílgeymsla 37,8 m2, 855,2 m3.
Nr.89 1. hæð íbúð 83,8 m2, bílgeymsla 37,8 m2, 855,2 m3.
Nr.91 1. hæð íbúð 83,8 m2, bílgeymsla 37,8 m2, 855,2 m3.
Nr.93 1. hæð íbúð 83,8 m2, bílgeymsla 37,8 m2, 855,2 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 313. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 1314. fundi bæjarráðs.