18. október 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Sölkugata 6, breyting á deiliskipulagi201610012
Borist hefur erindi frá Pétri Kjartani Krisinssyni dags. 3. okt. 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Sölkugata 6.
Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
- FylgiskjalVarðandi Sölkugötu 6.pdfFylgiskjalGrunnmynd - ny? tillaga 2.10.2016 - 3D a.pdfFylgiskjalGrunnmynd - ny? tillaga 2.10.2016 - 3D b.pdfFylgiskjalGrunnmynd - ny? tillaga 2.10.2016 - 3D c.pdfFylgiskjalGrunnmynd - ny? tillaga 2.10.2016 - 3D.pdfFylgiskjalGrunnmynd - ny? tillaga 2.10.2016 grunnmynd...pdf
2. Helgafellshverfi 3. áfangi - breyting á deiliskipulagi Sölkugata 1-5201607043
Á 420.fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur embættismönnum að ræða við umsækjendur í samræmi við umræður á fundinum."
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og vísar umfjöllun um kostnaðarauka sem fellur til vegna breytingarinnar til bæjarráðs.
3. Tillaga Samsons Bjarnars Harðarsonar um "grænt skipulag" fyrir Mosfellsbæ.201502411
Á 396. fundi skipulagsnefndar 15. september 2015 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur umhverfissviði að vinna að skilgreiningu á grænu skipulagi í Mosfellsbæ."
Skipulagsfulltrúa og verkefnisstjóra garðyrkjudeildar falið að gera samantekt á stöðunni og leggja fram á næstunni.
4. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Norðlingaholt-Elliðabraut - drög til kynningar201610029
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 4. október 2016 varðandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.
Lagt fram. Ekki er gerð athugasemd við erindið.
5. Deiliskipulag Hrafnhólum Kjalarnesi201610060
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 6. okt. 2016 varðandi gerð deiliskipulags fyrir hluta jarðarinnar Hrafnhólar á Kjalarnesi.
Lagt fram. Ekki er gerð athugasemd við erindið.
6. Framkvæmdaleyfi - reiðgötur í hesthúsahverfi á Varmárbökkum201609031
Á 420 fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur og óska eftir frekari gögnum. Jafnframt verði framkvæmdaleyfisumsóknin kynnt fyrir umhverfisnefnd."
Framkvæmdaleyfisumsókn var kynnt fyrir umhverfisnefnd á fundi nefndarinnar 13. október 2016 og gerði nefndin eftirfarandi bókun: “Gerð verði krafa um lagningu ræsis í skurð meðfram friðlandi og girðing til að tryggja að friðlandið verði áfram óraskað. Þá verði fyllsta öryggis gætt við framkvæmd reiðstígs meðfram Varmá. Skipulagnefnd tekur undir bókun umhverfisnefndar og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið.
7. Sunnuhlíð 2/Umsókn um byggingarleyfi201608074
Á 418. fundi skipulagsnefdar var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga."
Umsókn um byggingarleyfi var grenndarkynnt frá 8. september til og með 6. október 2016, ein athugasemd barst. Í ljósi framkominnar athugasemdar synjar skipulagsnefnd erindinu.
8. Reykjahvoll 12, breyting á deiliskipulagi201610100
Borist hefur erindi frá Gunnlaugi Jónassyni ark. fh. lóðareiganda Reykjahvols 12 dags. 10. okt. 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Reykjahvoll 12.
Nefndin samþykkir að genndarkynna erindið þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
9. Lækjartún 1, fyrirspurn varðandi byggingu húss á lóðinni við Lækjartún 12016081959
Á 419. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi."
Nefnin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
10. Tengivirki Landsnets á Sandskeiði - ósk um gerð deiliskipulags201610030
Borist hefur erindi frá Landsneti ehf. dags. 3. okt. 2016 varðandi gerð deiliskipulags fyrir tengivirki Landnets á Sandskeiði.
Skipulagsnefnd óskar eftir að umsækjendur ásamt svæðisskipulagsstjóra kynni erindið á næsta fundi.
11. Hraðastaðir 1, fyrirspurn um byggingu tveggja húsa201602044
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 27.maí til 8. júlí 2016. Engar athugasemdir bárust. Tillaga var send Skipulagsstofnun sem óskaði eftir að umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis og Minnjastofnun Íslands.
Bjarki Bjarnason vék af fundi undir þessum lið.
Umsagnir Heilbrigðiseftirlits Kjósasvæðis og Minjastofnunar hafa nú borist. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að gera breytingar á deiliskipulagstillögu í samræmi við umsagnirnar og annast gildistökuferlið.12. Uglugata 70/Umsókn um byggingarleyfi201609063
Arna Þrándardóttir Sölkugötu 8 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með aukaíbúð og innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 70 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn. Stærð: 1. hæð aukaíbúð 71,9 m2, geymsla og hobbyrými 44,7 m2, íbúð efri hæð 201,1 m2, bílgeymsla 61,6 m2, 1292,3 m3.Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umsóknina þar sem umsóknin er í samræmi við ákvæði deiliskipulags þar sem m.a. kemur fram að skipulags- og byggingarnefnd geti heimilað gerð aukaíbúðar í einbýlishúsum ef aðstæður á lóð leyfa. Hámarksstærð íbúðar er 80 fm. og skal gera ráð fyrir einu bílastæði á lóð fyrir hverja íbúð. Sú eign skal ekki vera séreign.
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 294201610009F
Lagt fram.
13.1. Desjamýri 1/Umsókn um byggingarleyfi 201609378
Mótandi Jónsgeisla 11 Reykjavík sækir um leyfi fyrir efnis- og einangrunarbreytingum í iðnaðarhúsnæði að Desjamýri 1 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir húss breytast ekki.13.2. Laxatunga 41/Umsókn um byggingarleyfi 201609400
Herdís Sigurðardóttir Súluhöfða 21 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir útlits og fyrirkomulagsbreytingum að Laxatungu 41 í samræmi við framlögð gögn.
Heildar stærðir hússins breytast ekki.13.3. Laxatunga 82-88/Umsókn um byggingarleyfi 201609370
Akrafell ehf. Breiðagerði 8 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðunum nr. 82, 84, 86 og 88 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð. Nr. 82 íbúð 125,4 m2, bílgeymsla/geymsla 34,6 m2, 684,9 m3.
Nr. 84 íbúð 125,4 m2, bílgeymsla/geymsla 34,6 m2, 684,9 m3.
Nr. 86 íbúð 125,4 m2, bílgeymsla/geymsla 34,6 m2, 684,9 m3.
Nr. 88 íbúð 125,4 m2, bílgeymsla/geymsla 34,6 m2, 684,9 m3.13.4. Leirvogstunga 41/Umsókn um byggingarleyfi 201609446
Óskar J Sigurðsson Litlakrika 37 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 41 við Leirvogstungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð íbúðar 174,6 m2, 745,7 m3.13.5. Reykjadalur 2 / Umsókn um byggingarleyfi vegna niðurrifs 201605057
Reykjadalur ehf. Þverárseli 22 Reykjavík sækir um leyfi til að rífa og endubyggja úr timbri einbýlishús að Reykjadal 2 lnr. 123745 í samræmi við meðfylgjandi gögn.
Stærð húss sem verður rifið er 189,0 m2 542,9 m3.
Nýtt íbúðarhús. 1. hæð 213,6 m2, 2. hæð 42,9 m2, 1294,5 m3.
Fyrir liggur skriflegt samþykki veðhafa vegna niðurrifs hússins.13.6. Skuggabakki 2/Umsókn um byggingarleyfi 201609263
Kristín Norland Safamýri 43 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja turn úr timbri í einingu 01.01 að Skuggabakka 2 í samræmi við framlögð gögn.
Stærð efri hæðar 27,0 m2.
Fyrir liggur skriflegt samþykki meðeigenda í húsinu.13.7. Uglugata 70/Umsókn um byggingarleyfi 201609063
Arna Þrándardóttir Sölkugötu 8 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með aukaíbúð og innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 70 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: 1. hæð aukaíbúð 71,9 m2, geymsla og hobbyrými 44,7 m2, íbúð efri hæð 201,1 m2, bílgeymsla 61,6 m2, 1292,3 m3.13.8. Vefarastræti 24-30/Umsókn um byggingarleyfi 201609343
Mótex ehf. Hlíðarsmára 19 Kópavogi sækir um leyfi fyrir útlits - og innri fyrirkomulagsbreytingum á matshlutum 01 og 02 að Vefarastræti 24-30 í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir mannvirkja breytast ekki.13.9. Vogatunga 95-97/Umsókn um byggingarleyfi 201609281
BH bygg ehf. Hrauntungu 18 Hveragerði sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 95 og 97 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Nr. 95, íbúð 130,0 m2, bílgeymsla 23,1 m2, 699,5 m3.
Nr. 97, íbúð 130,0 m2, bílgeymsla 23,1 m2, 699,5 m3.13.10. Vefarastræti 40-44/Umsókn um byggingarleyfi 201607083
LL06 ehf Garðastræti 37 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu þriggja hæða 32 íbúða fjöleignahús með geymslu og bílakjallara á lóðinni nr. 40-44 við Vefarastræti í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss: Geymslur/ bílakjallari 908,8 m2, 1. hæð 1057,2 m2, 2. hæð 1057,2 m2, 3. hæð 1057,2 m2, 12.170,5 m3.13.11. Þormóðsst.land/Umsókn um byggingarleyfi 201610079
Margrét Pála Ólafsdóttir Þrastarhöfða 45 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja sólpall í samræmi við framlögð gögn. Undir palli myndast opið geymslurými.
Á fundi skipulagsnefndar þann 23.08.2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn enda verði rými undir sólpalli ekki lokað".