14. desember 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Samþykkt að taka mál um breytingar á 3. hæð í Kjarna á dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Selholt l.nr. 204589 - ósk Veitna eftir lóð undir smádreifistöð201711226
Borist hefur erindi frá Veitum dags. 20. nóvember 2017 varðandi lóð undir smádreifistöð í landi Selholts lnr. 204589.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
2. Hitaveita Helgadal - Beiðni um heitt vatn fyrir frístundahús í Helgadal201707055
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóa umhverfissviðs um mögulega hitaveitu sumarhúsa í Helgadal.
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu þar sem ekki eru forsendur til að ráðast í að leggja hitaveitu til sumarhúsa í Helgadal á meðan allir eigendur eru ekki tilbúnir að tengjast henni.
3. Ósk um úthlutun lóða við Sunnukrika 3-7201609340
Drög að viðaukasamningi við Sunnubæ ehf. og lóðarleigusamningum vegna lóða nr. 3 og 5 við Sunnukrika lögð fram til samþykktar.
Tillaga Íbúahreyfingarinnar um samráð og gegnsæi í samningum vegna Sunnukrika 3 og 5
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar ítrekar mikilvægi þess að eignarhald á félögum sem fá úthlutað lóðum í Mosfellsbæ sé gegnsætt. Fjárfestar í verkefninu Sunnubær ehf., sem Fjárfestingarauður V hýsir og íslenskur fjárfestingabanki annast rekstur á, eru óþekktir. Eðli málsins samkvæmt er bankinn einungis milliliður og Fasteignaauður V bara sjóður fyrir óþekkta fjárfesta. Donald Trump gæti jafnvel verið stærsti fjárfestirinn í þeirra hópi, án þess að hér sé lagt mat á hvort það væri gott eða slæmt.
Röð mistaka í skipulagsmálum fyrir og eftir hrun gerir kröfu til þess að fulltrúar í sveitarstjórnum vandi til verka. Íbúahreyfingin telur þess vegna brýnt að bæjarfulltrúar meðhöndli lóðir í miðbæ Mosfellsbæjar sem framtíðarverðmæti, þess minnugir að uppbygging þar eigi eftir að setja mark sitt á bæjarlífið um ókomin ár. Það þarf að hafa biðlund til að standa faglega að verki og leyfa hugmyndum um landnýtingu að þróast í frjálsu flæði skoðanaskipta og tillagna fagaðila og íbúa og á grundvelli samkeppni, ekki einhliða ákvarðana skuggafjárfesta.
Á grundvelli skorts á samráði og ógegnsæis varðandi fjármögnun og fjárfesta leggur Íbúahreyfingin til að bæjarráð samþykki að svo stöddu ekki viðauka- og lóðarleigusamninga við Sunnubæ.Tillagan er felld með þremur atkvæðum.
Framlagður viðauki við samkomulag við Sunnubæ ehf. um úthlutun og uppbyggingu atvinnulóða við Sunnukrika og lóðarleigusamningar um Sunnukrika 3 og 5 samþykktir með þremur atkvæðum.
4. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Framvinduskýrsla vegna Helgafellsskóla lögð fram til kynningar
Lagt fram.
5. Framkvæmdir í Ævintýragarði201206253
Lögð fram skýrsla umhverfisstjóra um framkvæmdir í Ævintýragarði.
Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, fór yfir stöðu vinnu við gerð deiliskipulags og framkvæmdir í Ævintýragarði.
6. Breytingar á 3. hæð í Kjarna201709133
Upplýst um stöðu mála vegna breytinga á 3. hæð.
Lagt fram.