28. september 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varamaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Styrkbeiðni201709292
Neytendasamtökin - beiðni um styrk
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu.
2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021201705191
Dagskrá við gerð fjárhagsáætlunar kynnt.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um eflingu nefnda
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að sá háttur verði framvegis hafður á að fagnefndir Mosfellsbæjar beri saman bækur sínar um val á verkefnum næsta árs áður en til 1. umræðu kemur um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn. Íbúahreyfingin telur mikilvægt að nefndirnar eigi virka hlutdeild í fjárhagsáætlun hvers árs og lítur á það sem skref í átt til eflingar lýðræðis að ákveðin frumkvæðisvinna fari fram í nefndunum áður en til 1. umræðu kemur.Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa tillögunni til skoðunar hjá bæjarstjóra.
Drög að dagskrá að vinnu við fjárhagsáætlun samþykkt með þremur atkvæðum.
3. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Framvinduskýrsla vegna Helgafellsskóla kynnt.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti framvinduskýrslu vegna byggingar Helgafellsskóla.
4. Ósk um úthlutun lóða við Sunnukrika 3-7201609340
Farið yfir stöðu vegna úthlutunar lóða við Sunnukrika 5-7. Viðaukasamningur kynntur.
Framlagður viðauki við samkomulag Sunnubæjar og Mosfellsbæjar frá 15. nóvember 2016 samþykktur með þremur atkvæðum.