Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. september 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
 • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varamaður
 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Styrk­beiðni201709292

  Neytendasamtökin - beiðni um styrk

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að synja er­ind­inu.

 • 2. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2018-2021201705191

  Dagskrá við gerð fjárhagsáætlunar kynnt.

  Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um efl­ingu nefnda
  Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að sá hátt­ur verði fram­veg­is hafð­ur á að fag­nefnd­ir Mos­fells­bæj­ar beri sam­an bæk­ur sín­ar um val á verk­efn­um næsta árs áður en til 1. um­ræðu kem­ur um fjár­hags­áætlun í bæj­ar­stjórn. Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur mik­il­vægt að nefnd­irn­ar eigi virka hlut­deild í fjár­hags­áætlun hvers árs og lít­ur á það sem skref í átt til efl­ing­ar lýð­ræð­is að ákveð­in frum­kvæð­is­vinna fari fram í nefnd­un­um áður en til 1. um­ræðu kem­ur.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa til­lög­unni til skoð­un­ar hjá bæj­ar­stjóra.

  Drög að dagskrá að vinnu við fjár­hags­áætlun sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

 • 3. Helga­fells­skóli, Ný­fram­kvæmd201503558

  Framvinduskýrsla vegna Helgafellsskóla kynnt.

  Jó­hanna B. Han­sen (JBH), fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, mætti á fund­inn und­ir þess­um lið og kynnti fram­vindu­skýrslu vegna bygg­ing­ar Helga­fells­skóla.

  • 4. Ósk um út­hlut­un lóða við Sunnukrika 3-7201609340

   Farið yfir stöðu vegna úthlutunar lóða við Sunnukrika 5-7. Viðaukasamningur kynntur.

   Fram­lagð­ur við­auki við sam­komulag Sunnu­bæj­ar og Mos­fells­bæj­ar frá 15. nóv­em­ber 2016 sam­þykkt­ur með þrem­ur at­kvæð­um.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:52