12. maí 2017 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðsson Byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ljósleiðari frá Glúfrasteini á Skálafell - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara.201705006
Borist hefur erindi frá Mílu og Neyðarlínu dags. 26. apríl 2017 varðandi lagningu ljósleiðara frá Glúfrasteini á Skálafell.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits kjósasvæðis á framkvæmdinni sökum þess að fyrirhuguð lagnaleið ljósleiðara liggur um vatnsverndarsvæði.
2. Háholt 13-15, ósk um deiliskipulagsbreytingu vegna sjálfsafgreiðslustöðvar201604339
Á 431.fundi skipulagsnefndar 27. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Umsögn heilbrigðisfulltrúa lögð fram og rædd. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn samkeppniseftirlitsins. " Lögð fram umsögn Samkeppniseftirlitsins.
Lagt fram.
Fullltrúi samfylkingar leggur fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Samfylkingarinnar telur ekki ástæðu til að gefa leyfi fyrir sjálfsafgreiðslustöð á bílastæði við Krónuna í Mosfellsbæ. Stöð á þessum stað getur skapað hættu á svæðinu (mengun, umferð, sprengihætta ofl.) auk þess yrði of þröngt um hana þarna sérstaklega m.t.t. þess að áætlað er uppbygging nokkuð þétt við á lóðinni við hliðina. Stöðin mun jafnframt geta hindrað frekari uppbyggingu á planinu, uppbygging sem gæti gert svæðið manneskjulegra og meira í takt við það sem við viljum í miðbænum okkar.
Ekki er þörf á bensínstöð á þessum stað þar sem nú þegar eru þrjá bensínstöðvar í miðbæjarsvæðinu sem teljast verður umtalsverður þéttleiki stöðva. Ein þeirra stöðva, N1, er við hliðina á umræddri lóð. Sjálfafgreiðslustöðvar sem þessar munu hugsanlega auka samkeppni þó draga megi það í efa í ljósi sögunnar og en ein sér gerir þessi stöð það ekki.Áheyrnarfulltrúi M-lista íbúahreyfingarinnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggst eindregið gegn því að gerð verði rafhleðslu- og bensínstöð á lóðinni Háholt 13-15. Nægt framboð er af bensínstöðvum í Mosfellsbæ.
Af slíkri stöð yrði hugsanleg hætta af sprengingum, mengun yfirborðsvatns og lyktarmengun. Ónæði yrði fyrir íbúa fyrihugaðrar íbúðablokkar á næstu lóð, sem ekki er á bætandi þar sem þeir munu búa ofan við lágvöruverðsverslun í svalgangsblokk.
Auk þess sem þessi ráðstöfun Krónunnar myndi géfa fordæmi fyrir samsvarandi leyfi Bónuss.
Og jafnframt yrði þetta á skjön við yfirlýsta stefnu bæjarins um skipulag miðbæjarins, sem er lifandi, grænn miðbær, framsækin byggingarlist og hlýlegt umhverfi.
Hlutverk skipulagsnefndar hlýtur ávalt að vera að verja hagsmuni og lífsgæði íbúa Mosfellsbæjar framyfir fjárhagslega hagsmuni einstakra fyrirtækja eða einstaklinga.3. Kerfisáætlun 2017-2026 - matslýsing201705030
Borist hefur erindi frá Landsneti dags. 3. maí 2017 varðandi kerfisáætlun yfir þróun flutningskerfis raforku á næstu árum.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn umhverfissviðs á málinu.
4. Okkar Mosó201701209
Lagðar fram til kynningar hugmyndir íbúa úr lýðræðisverkefninu Okkar Mosó sem fóru ekki í íbúakosningu.
Lagt fram og kynnt.
5. Gerplustræti 17-19 og 21-23, breyting á deiliskipulagi.201703364
Á 434. fundi skipulagsnefndar 7. apríl 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa falið að ræða við bréfritara vegna málsins." Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi hafa átt fund með bréfritara. Lögð fram ný tillaga.
Skipulagsnefnd fellst ekki á umbeðna fjölgun ibúða og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur i samræmi við umræður á fundinum.
6. Hesthúsalóð á Varmárbökkum201701072
Á 433. fundi skipulagsnefndar 27. mars 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur formanni og skipulagsfulltrúa að ræða við stjórn hestamannafélagsins." Formaður skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúi hafa átt fund með stjórn hestamannafélagsins.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða málið nánar í samráði við deiliskipulagshöfund og fulltrúa hestamannafélagsins.
7. Desjamýri athafnasvæði - breyting á deiliskipulagi201612204
Á 431. fundi skipulagsnefndar 27. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við breytingar deiliskipulags og aðalskipulags fyrir svæðið." Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfullrúa að vinna málið áfram og leggja fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi en hugað skal sérstaklega að aðkomu að íbúðasvæðinu.
8. Reykjahvoll 20-30, breytingar á aðal- og deiliskipulagi2014082083
Á 430 fundi skipulagsnefndar 13. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillöguna sem óverulega breytingu á aðalskipulagi og sendi hana ásamt rökstuðningi til Skipulagsstofnunar, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga." Breyting aðalskipulags hefur verið auglýst í B-deild stjórnartíðinda og tekið gildi. Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
9. Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 - breyting vegna borgarlínu201702147
Á 431. fundi skipulagsnefndar 27. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir verklýsinguna sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram." Á fundinn mættu Hrafnkell Proppe svæðisskipulagsstjóri og Andrea Kristinsdóttir frá VSÓ Ráðgjöf og kynntu tillögu að breytingu aðalskipulags.
Kynning og umræður.Jafnframt leggur nefndin til ad haldinn verði sameiginlegur fundur skipulagsnefndar og bæjarstjórnar um málið.
- FylgiskjalDrög af breytingartillögu Mosfellsbæjar - vegna Borgarlínu.pdfFylgiskjal17129_17050902_mos.pdfFylgiskjalUmsagnir um verkefnislýsingar skipulagsbreytinga vegna Borgarlínu.pdfFylgiskjal170302 skipulagsrad Kopavogs.pdfFylgiskjal170330 samgongustofa.pdfFylgiskjal170331 skipulagsstofnun adalskipulag.pdfFylgiskjalFramvinduskýrsla COWI - valkostagreining Borgarlínu.pdfFylgiskjalBorgarlina MCA Progress report.pdfFylgiskjal17129_170510_mos.pdfFylgiskjal17129_170511_drög_Mosfellsbær.pdf
10. Engjavegur 14a (Kvennabrekka), Umsókn/fyrirspurn um byggingarleyfi201705036
Sævar Geirsson Hamraborg 10 Kópavogi fh. Stefáns Friðfinnssonar, sækir um leyfi til að stækka úr timbri sumarbústað á lóðinni nr. 14A við Engjaveg ( Kvennabrekku) auk þess að byggja bílskúr úr timbri í samræmi við framlögð gögn. Stækkun sumarbústaðs 44,2 m2 159,0 m3. Bílskúr 45,3 m2, 149,5 m3.Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar þar sem sumarbústaðurinn stendur utan samþykkts byggingarreits í deiliskipulagi fyrir einbýlishús.
Frestað.
11. Lágholt 2a, Umsókn um byggingarleyfi201705022
Guðbjörg Pétursdóttir Lágholti 2A Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta bílskúr hússins nr. 2 við Lágholt í snyrtistofu í rekstri einstaklings í samræmi við framlögð gögn. Stærðir húss breytast ekki.Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.
Frestað.
12. Skýjaborgir v/Krókatjörn, Umsókn um byggingarleyfi/fyrirspurn201705021
Kristján Gissurarson Akraseli 18 Reykjavík sækir um leyfi til að flytja og staðsetja áður byggt timburhús á landsspildu við Krókatjörn, landnr. 125143 í samræmi við framlögð gögn. Á landinu sem er ódeiliskipulagt er frístundahús. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem landi er ódeiliskipulagt.
Frestað.
13. Sölkugata 7, Umsókn um byggingarleyfi201704050
Anna B Guðbergsdóttir Bakkastöðum 161 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einbýlishús með aukaíbúð og bílgeymslu á lóðinni nr. 7 við Sölkugötu í samræmi við gramlögð gögn. Stærð: íbúð 1. hæð 106,0 m2, bílgeymsla 31,2 m2, aukaíbúð 65,0 m2, 2. hæð 125,8 m2, 1208,1 m3. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar vegna aukaíbúar.
Frestað.
14. Áform um framleiðslu raforku - ósk um trúnað201611179
Á 435. fundi skipulagsnefndar 28. apríl 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd ítrekar fyrri ósk sína um frekari gögn varðandi málið." Borist hafa frekari gögn.
Frestað.
15. Leirvogstunga 47-49, ósk um sameiningu lóða.201604343
Á 434. fundi skipulagsnefndar 7. apríl 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt að visa athugasemd til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa." Lögð fram drög að svari skipulagsfulltrúa.
Frestað.
Fundargerðir til staðfestingar
16. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 18201705006F
Lagt fram.
17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 308201705005F
Lagt fram.
17.1. Álafossvegur 23/umsókn um byggingarleyfi f. anddyri 201601125
Húsfélagið Álafossvegi 23 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu anddyri við austurhlið hússins nr. 23 við Álafossveg.
Stærð 26,3 m2, 68,8 m3.17.2. Ásland 9/Umsókn um byggingarleyfi 201701245
Andrés Gunnarsson Breiðagerði 8 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einbýlishús með aukaíbúð og bílgeymslu á lóðinni nr. 9 við Ásland í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: 1. hæð 98,8 m2, aukaíbúð 77,5 m2, 2. hæð 147,4 m2, bílgeymsla 29,0 m2, 1119,4 m3.17.3. Engjavegur 14a (Kvennabrekka), Umsókn/fyrirspurn um byggingarleyfi 201705036
Sævar Geirsson Hamraborg 10 Kópavogi fh. Stefáns Friðfinnssonar, sækir um leyfi til að stækka úr timbri sumarbústað á lóðinni nr. 14A við Engjaveg ( Kvennabrekku) auk þess að byggja bílskúr úr timbri í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun sumarbústaðs 44,2 m2 159,0 m3.
Bílskúr 45,3 m2, 149,5 m3.17.4. Laxatunga 140,Umsókn um byggingarleyfi 201704076
Carlos Gambos Naustabryggju 36 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi hússins nr. 140 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Heildar stærðir hússins breytast ekki.17.5. Lágholt 2a, Umsókn um byggingarleyfi 201705022
Guðbjörg Pétursdóttir Lágholti 2A Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta bílskúr hússins nr. 2 við Lágholt í snyrtistofu í rekstri einstaklings í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir húss breytast ekki.17.6. Skýjaborgir v/Krókatjörn, Umsókn um byggingarleyfi/fyrirspurn 201705021
Kristján Gissurarson Akraseli 18 Reykjavík sækir um leyfi til að flytja og staðsetja áður byggt timburhús á landsspildu við Krókatjörn, landnr. 125143 í samræmi við framlögð gögn.
Á landinu sem er ódeiliskipulagt er frístundahús. Landi17.7. Snæfríðargata 1, Umsókn um byggingarleyfi 201704096
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 5 íbúða tveggja hæða fjöleignahús nr. 1 við Snæfríðargötu.
Stærð: 1. hæð 261,3 m2, 2. hæð 261,3 m2, 1615,4 m3.17.8. Snæfríðargata 5, Umsókn um byggingarleyfi 201704097
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 5 íbúða tveggja hæða fjöleignahús nr. 5 við Snæfríðargötu.
Stærð: 1. hæð 261,3 m2, 2. hæð 261,3 m2, 1615,4 m3.17.9. Stórikriki 37, Umsókn um byggingarleyfi 201704025
ingi B. Kárason Litlakrika 39 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 37 við Stórakrika í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss: Íbúð 196,9 m2, bílgeymsla 46,9 m2, 1076,0 m3.
Áður samþykktir uppdrættir á lóðinni falli úr gildi.17.10. Sölkugata 7, Umsókn um byggingarleyfi 201704050
Anna B Guðbergsdóttir Bakkastöðum 161 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einbýlishús með aukaíbúð og bílgeymslu á lóðinni nr. 7 við Sölkugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: íbúð 1. hæð 106,0 m2, bílgeymsla 31,2 m2, aukaíbúð 65,0 m2, 2. hæð 125,8 m2, 1208,1 m3.17.11. Sölkugata 1-3, Umsókn um byggingarleyfi 201703363
HJS Bygg ehf. Reykjabyggð 22 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 1 og 3 við Sölkugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð nr. 1, íbúð 178,0 m2, 789,6 m3.
Stærð nr. 3, íbúð 178,0 m2, 789,6 m3.17.12. Sölkugata 5, Umsókn um byggingarleyfi 201703369
HJS Bygg ehf. Reykjabyggð 22 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 5 við Sölkugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð : íbúð 195,8 m2, 852,0 m317.13. Vogatunga 17,Umsókn um byggingarleyfi 201704053
Marteinn Jónsson Vindakór 5 Kópavogi sækir um leyfi fyrir tilfærslu um 100 cm. til austurs á áður samþykktu einbýlishúsi við Vogatungu 17 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.