Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. maí 2017 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
  • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðsson Byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ljós­leið­ari frá Glúfra­steini á Skála­fell - um­sókn um fram­kvæmda­leyfi vegna lagn­ingu ljós­leið­ara.201705006

    Borist hefur erindi frá Mílu og Neyðarlínu dags. 26. apríl 2017 varðandi lagningu ljósleiðara frá Glúfrasteini á Skálafell.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að óska eft­ir um­sögn Heil­brigðis­eft­ir­lits kjósa­svæð­is á fram­kvæmd­inni sök­um þess að fyr­ir­hug­uð lagna­leið ljós­leið­ara ligg­ur um vatns­vernd­ar­svæði.

  • 2. Há­holt 13-15, ósk um deili­skipu­lags­breyt­ingu vegna sjálfsaf­greiðslu­stöðv­ar201604339

    Á 431.fundi skipulagsnefndar 27. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Umsögn heilbrigðisfulltrúa lögð fram og rædd. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn samkeppniseftirlitsins. " Lögð fram umsögn Samkeppniseftirlitsins.

    Lagt fram.

    Fulll­trúi sam­fylk­ing­ar legg­ur fram eft­ir­far­andi bók­un:
    Full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar tel­ur ekki ástæðu til að gefa leyfi fyr­ir sjálfsaf­greiðslu­stöð á bíla­stæði við Krón­una í Mos­fells­bæ. Stöð á þess­um stað get­ur skap­að hættu á svæð­inu (meng­un, um­ferð, sprengi­hætta ofl.) auk þess yrði of þröngt um hana þarna sér­stak­lega m.t.t. þess að áætlað er upp­bygg­ing nokk­uð þétt við á lóð­inni við hlið­ina. Stöðin mun jafn­framt geta hindrað frek­ari upp­bygg­ingu á plan­inu, upp­bygg­ing sem gæti gert svæð­ið mann­eskju­legra og meira í takt við það sem við vilj­um í mið­bæn­um okk­ar.
    Ekki er þörf á bens­ín­stöð á þess­um stað þar sem nú þeg­ar eru þrjá bens­ín­stöðv­ar í mið­bæj­ar­svæð­inu sem teljast verð­ur um­tals­verð­ur þétt­leiki stöðva. Ein þeirra stöðva, N1, er við hlið­ina á um­ræddri lóð. Sjálf­af­greiðslu­stöðv­ar sem þess­ar munu hugs­an­lega auka sam­keppni þó draga megi það í efa í ljósi sög­unn­ar og en ein sér ger­ir þessi stöð það ekki.

    Áheyrn­ar­full­trúi M-lista íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar legg­ur fram eft­ir­far­andi bók­un:
    Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar leggst ein­dreg­ið gegn því að gerð verði raf­hleðslu- og bens­ín­stöð á lóð­inni Há­holt 13-15. Nægt fram­boð er af bens­ín­stöðv­um í Mos­fells­bæ.
    Af slíkri stöð yrði hugs­an­leg hætta af spreng­ing­um, meng­un yf­ir­borð­s­vatns og lykt­ar­meng­un. Ónæði yrði fyr­ir íbúa fyri­hug­aðr­ar íbúða­blokk­ar á næstu lóð, sem ekki er á bæt­andi þar sem þeir munu búa ofan við lág­vöru­verð­sverslun í sval­gangs­blokk.
    Auk þess sem þessi ráð­stöf­un Krón­unn­ar myndi géfa for­dæmi fyr­ir sam­svar­andi leyfi Bón­uss.
    Og jafn­framt yrði þetta á skjön við yf­ir­lýsta stefnu bæj­ar­ins um skipu­lag mið­bæj­ar­ins, sem er lif­andi, grænn mið­bær, fram­sækin bygg­ing­ar­list og hlý­legt um­hverfi.
    Hlut­verk skipu­lags­nefnd­ar hlýt­ur ávalt að vera að verja hags­muni og lífs­gæði íbúa Mos­fells­bæj­ar framyf­ir fjár­hags­lega hags­muni ein­stakra fyr­ir­tækja eða ein­stak­linga.

  • 3. Kerf­isáætlun 2017-2026 - mats­lýs­ing201705030

    Borist hefur erindi frá Landsneti dags. 3. maí 2017 varðandi kerfisáætlun yfir þróun flutningskerfis raforku á næstu árum.

    Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir um­sögn um­hverf­is­sviðs á mál­inu.

  • 4. Okk­ar Mosó201701209

    Lagðar fram til kynningar hugmyndir íbúa úr lýðræðisverkefninu Okkar Mosó sem fóru ekki í íbúakosningu.

    Lagt fram og kynnt.

  • 5. Gerplustræti 17-19 og 21-23, breyt­ing á deili­skipu­lagi.201703364

    Á 434. fundi skipulagsnefndar 7. apríl 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa falið að ræða við bréfritara vegna málsins." Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi hafa átt fund með bréfritara. Lögð fram ný tillaga.

    Skipu­lags­nefnd fellst ekki á um­beðna fjölg­un ibúða og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ræða við um­sækj­end­ur i sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

  • 6. Hest­húsalóð á Varmár­bökk­um201701072

    Á 433. fundi skipulagsnefndar 27. mars 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur formanni og skipulagsfulltrúa að ræða við stjórn hestamannafélagsins." Formaður skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúi hafa átt fund með stjórn hestamannafélagsins.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að skoða mál­ið nán­ar í sam­ráði við deili­skipu­lags­höf­und og full­trúa hesta­manna­fé­lags­ins.

  • 7. Desja­mýri at­hafna­svæði - breyt­ing á deili­skipu­lagi201612204

    Á 431. fundi skipulagsnefndar 27. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við breytingar deiliskipulags og aðalskipulags fyrir svæðið." Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­rúa að vinna mál­ið áfram og leggja fram til­lögu að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi og deili­skipu­lagi en hug­að skal sér­stak­lega að að­komu að íbúða­svæð­inu.

  • 8. Reykja­hvoll 20-30, breyt­ing­ar á aðal- og deili­skipu­lagi2014082083

    Á 430 fundi skipulagsnefndar 13. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillöguna sem óverulega breytingu á aðalskipulagi og sendi hana ásamt rökstuðningi til Skipulagsstofnunar, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga." Breyting aðalskipulags hefur verið auglýst í B-deild stjórnartíðinda og tekið gildi. Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.

    Nefnd­in sam­þykk­ir að til­lag­an verði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

  • 9. Að­al­skipu­lag Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 - breyt­ing vegna borg­ar­línu201702147

    Á 431. fundi skipulagsnefndar 27. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir verklýsinguna sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram." Á fundinn mættu Hrafnkell Proppe svæðisskipulagsstjóri og Andrea Kristinsdóttir frá VSÓ Ráðgjöf og kynntu tillögu að breytingu aðalskipulags.

    Kynn­ing og um­ræð­ur.Jafn­framt legg­ur nefnd­in til ad hald­inn verði sam­eig­in­leg­ur fund­ur skipu­lags­nefnd­ar og bæj­ar­stjórn­ar um mál­ið.

  • 10. Engja­veg­ur 14a (Kvenna­brekka), Um­sókn/fyr­ir­spurn um bygg­ing­ar­leyfi201705036

    Sævar Geirsson Hamraborg 10 Kópavogi fh. Stefáns Friðfinnssonar, sækir um leyfi til að stækka úr timbri sumarbústað á lóðinni nr. 14A við Engjaveg ( Kvennabrekku) auk þess að byggja bílskúr úr timbri í samræmi við framlögð gögn. Stækkun sumarbústaðs 44,2 m2 159,0 m3. Bílskúr 45,3 m2, 149,5 m3.Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar þar sem sumarbústaðurinn stendur utan samþykkts byggingarreits í deiliskipulagi fyrir einbýlishús.

    Frestað.

  • 11. Lág­holt 2a, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201705022

    Guðbjörg Pétursdóttir Lágholti 2A Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta bílskúr hússins nr. 2 við Lágholt í snyrtistofu í rekstri einstaklings í samræmi við framlögð gögn. Stærðir húss breytast ekki.Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.

    Frestað.

  • 12. Skýja­borg­ir v/Króka­tjörn, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi/fyr­ir­spurn201705021

    Kristján Gissurarson Akraseli 18 Reykjavík sækir um leyfi til að flytja og staðsetja áður byggt timburhús á landsspildu við Krókatjörn, landnr. 125143 í samræmi við framlögð gögn. Á landinu sem er ódeiliskipulagt er frístundahús. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem landi er ódeiliskipulagt.

    Frestað.

  • 13. Sölkugata 7, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201704050

    Anna B Guðbergsdóttir Bakkastöðum 161 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einbýlishús með aukaíbúð og bílgeymslu á lóðinni nr. 7 við Sölkugötu í samræmi við gramlögð gögn. Stærð: íbúð 1. hæð 106,0 m2, bílgeymsla 31,2 m2, aukaíbúð 65,0 m2, 2. hæð 125,8 m2, 1208,1 m3. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar vegna aukaíbúar.

    Frestað.

  • 14. Áform um fram­leiðslu raf­orku - ósk um trún­að201611179

    Á 435. fundi skipulagsnefndar 28. apríl 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd ítrekar fyrri ósk sína um frekari gögn varðandi málið." Borist hafa frekari gögn.

    Frestað.

    • 15. Leir­vogstunga 47-49, ósk um sam­ein­ingu lóða.201604343

      Á 434. fundi skipulagsnefndar 7. apríl 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt að visa athugasemd til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa." Lögð fram drög að svari skipulagsfulltrúa.

      Frestað.

    Fundargerðir til staðfestingar

    • 16. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 18201705006F

      Lagt fram.

      • 17. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 308201705005F

        Lagt fram.

        • 17.1. Ála­foss­veg­ur 23/um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi f. and­dyri 201601125

          Hús­fé­lag­ið Ála­foss­vegi 23 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu and­dyri við aust­ur­hlið húss­ins nr. 23 við Ála­fossveg.
          Stærð 26,3 m2, 68,8 m3.

        • 17.2. Ásland 9/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201701245

          Andrés Gunn­ars­son Breiða­gerði 8 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða ein­býl­is­hús með auka­í­búð og bíl­geymslu á lóð­inni nr. 9 við Ásland í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð: 1. hæð 98,8 m2, auka­í­búð 77,5 m2, 2. hæð 147,4 m2, bíl­geymsla 29,0 m2, 1119,4 m3.

        • 17.3. Engja­veg­ur 14a (Kvenna­brekka), Um­sókn/fyr­ir­spurn um bygg­ing­ar­leyfi 201705036

          Sæv­ar Geirs­son Hamra­borg 10 Kópa­vogi fh. Stefáns Frið­finns­son­ar, sæk­ir um leyfi til að stækka úr timbri sum­ar­bú­stað á lóð­inni nr. 14A við Engja­veg ( Kvenna­brekku) auk þess að byggja bíl­skúr úr timbri í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stækk­un sum­ar­bú­staðs 44,2 m2 159,0 m3.
          Bíl­skúr 45,3 m2, 149,5 m3.

        • 17.4. Laxa­tunga 140,Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201704076

          Car­los Gam­bos Nausta­bryggju 36 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að breyta innra fyr­ir­komu­lagi húss­ins nr. 140 við Laxa­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Heild­ar stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

        • 17.5. Lág­holt 2a, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201705022

          Guð­björg Pét­urs­dótt­ir Lág­holti 2A Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að breyta bíl­skúr húss­ins nr. 2 við Lág­holt í snyrti­stofu í rekstri ein­stak­lings í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð­ir húss breyt­ast ekki.

        • 17.6. Skýja­borg­ir v/Króka­tjörn, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi/fyr­ir­spurn 201705021

          Kristján Giss­ur­ar­son Akra­seli 18 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að flytja og stað­setja áður byggt timb­ur­hús á lands­spildu við Króka­tjörn, landnr. 125143 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Á land­inu sem er ódeili­skipu­lagt er frí­stunda­hús. Landi

        • 17.7. Snæfríð­argata 1, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201704096

          Bygg­inga­fé­lag­ið Bakki ehf. Þver­holti 2 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu 5 íbúða tveggja hæða fjöleigna­hús nr. 1 við Snæfríð­ar­götu.
          Stærð: 1. hæð 261,3 m2, 2. hæð 261,3 m2, 1615,4 m3.

        • 17.8. Snæfríð­argata 5, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201704097

          Bygg­inga­fé­lag­ið Bakki ehf. Þver­holti 2 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu 5 íbúða tveggja hæða fjöleigna­hús nr. 5 við Snæfríð­ar­götu.
          Stærð: 1. hæð 261,3 m2, 2. hæð 261,3 m2, 1615,4 m3.

        • 17.9. Stórikriki 37, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201704025

          ingi B. Kára­son Litlakrika 39 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 37 við Stórakrika í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð húss: Íbúð 196,9 m2, bíl­geymsla 46,9 m2, 1076,0 m3.
          Áður sam­þykkt­ir upp­drætt­ir á lóð­inni falli úr gildi.

        • 17.10. Sölkugata 7, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201704050

          Anna B Guð­bergs­dótt­ir Bakka­stöð­um 161 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða ein­býl­is­hús með auka­í­búð og bíl­geymslu á lóð­inni nr. 7 við Sölku­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð: íbúð 1. hæð 106,0 m2, bíl­geymsla 31,2 m2, auka­í­búð 65,0 m2, 2. hæð 125,8 m2, 1208,1 m3.

        • 17.11. Sölkugata 1-3, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201703363

          HJS Bygg ehf. Reykja­byggð 22 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu par­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um nr. 1 og 3 við Sölku­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð nr. 1, íbúð 178,0 m2, 789,6 m3.
          Stærð nr. 3, íbúð 178,0 m2, 789,6 m3.

        • 17.12. Sölkugata 5, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201703369

          HJS Bygg ehf. Reykja­byggð 22 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 5 við Sölku­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð : íbúð 195,8 m2, 852,0 m3

        • 17.13. Voga­tunga 17,Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201704053

          Marteinn Jóns­son Vindakór 5 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi fyr­ir til­færslu um 100 cm. til aust­urs á áður sam­þykktu ein­býl­is­húsi við Voga­tungu 17 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
          Stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15