4. febrúar 2016 kl. 15:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hamrabrekkur 5/Umsókn um byggingarleyfi201602048
Hafsteinn Halldórsson Granaskjóli 15 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarbústað úr timbri og steinsteypu á lóðinni nr. 5 við Hamrabrekkur í samræmi við framlögð gögn. Stærð bústaðs: 1. hæð 79,2 m2, 2. hæð 50,3 m2.
Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið en í deiliskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir einnar hæðar húsi með mænisþaki að hámarki 50,0 m2.
2. Gerplustræti 6-12/Umsókn um byggingarleyfi201601566
Upp-sláttur ehf. Skógarási 4 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu þriggja hæða 30 íbúða fjölbýlishús með bílakjallara á lóðinni nr. 6-12 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Bílakjallari og geymslur 902,4 m2, 1. hæð 938,5 m2, 2. hæð 938,5 m2, 2. hæð 938,7 m2, 3. hæð 938,7 m2, 10946,8 m3.
Byggingafulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið þar sem gert er ráð fyrir annarskonar stöllun húss í deiliskipulagi en fram kemur í umsókninni.
3. Skálahlíð 21/Umsókn um byggingarleyfi201602043
Ólafur Ingimarsson Skálahlíð 21 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja baðhús úr steinsteypu og timbri á suðurhluta lóðarinnar nr. 21 við Skálahlíð í samræmi við framlögð gögn. Stærð 10,8 m2, 27,3 m3.
Samþykkt.