Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. febrúar 2016 kl. 15:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hamra­brekk­ur 5/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201602048

    Hafsteinn Halldórsson Granaskjóli 15 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarbústað úr timbri og steinsteypu á lóðinni nr. 5 við Hamrabrekkur í samræmi við framlögð gögn. Stærð bústaðs: 1. hæð 79,2 m2, 2. hæð 50,3 m2.

    Bygg­inga­full­trúi ósk­ar eft­ir um­sögn skipu­lags­nefnd­ar um er­ind­ið en í deili­skipu­lagi svæð­is­ins er gert ráð fyr­ir einn­ar hæð­ar húsi með mæn­is­þaki að há­marki 50,0 m2.

    • 2. Gerplustræti 6-12/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201601566

      Upp-sláttur ehf. Skógarási 4 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu þriggja hæða 30 íbúða fjölbýlishús með bílakjallara á lóðinni nr. 6-12 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Bílakjallari og geymslur 902,4 m2, 1. hæð 938,5 m2, 2. hæð 938,5 m2, 2. hæð 938,7 m2, 3. hæð 938,7 m2, 10946,8 m3.

      Bygg­inga­full­trúi ósk­ar eft­ir um­fjöllun skipu­lags­nefnd­ar um er­ind­ið þar sem gert er ráð fyr­ir ann­ars­kon­ar stöllun húss í deili­skipu­lagi en fram kem­ur í um­sókn­inni.

      • 3. Skála­hlíð 21/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201602043

        Ólafur Ingimarsson Skálahlíð 21 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja baðhús úr steinsteypu og timbri á suðurhluta lóðarinnar nr. 21 við Skálahlíð í samræmi við framlögð gögn. Stærð 10,8 m2, 27,3 m3.

        Sam­þykkt.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00