26. febrúar 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Kots ylræktar varðandi holræsagjald201501809
Ósk íbúa við Æsustaðaveg 6 um niðurfellingu rotþróargjalda. Beiðnin er lögð fyrir bæjarráð að ósk málshefjanda.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfissviðs.
2. Erindi Laxnes - Gjald á rotþró201501810
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi frá Laxnesi ehf þar sem óskað er eftir endurskoðun á rotþróargjöldum.
Jóhanna Björgn Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætir á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að afgreiða erindið á grundvelli framlagðs minnisblaðs.
3. Húsfél.Brekkutangi 1-15 - Ósk um breikkun á innkeyrslu201501683
Umsögn umhverfissviðs vegna erindis frá íbúum við Brekkutanga 1-15 þar sem óskað er eftir breikkun innkeyrslubotnlanga svo hægt verði að leggja þar bílum langsum. Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar umhverfissviðs á 1197. fundi sínum þann 29. janúar 2015.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum ósk íbúa við Brekkutanga 1-15 um breikkun innkeyrslubotnlanga að því tilskyldu að það náist samkomulag við þá um kostnað og framkvæmd verksins að öðru leyti. Er framkvæmdastjóra umhverfissviðs falið að leita samkomulags við íbúa um þau atriði sem tilgreind eru í fyrirliggjandi umsögn.
4. Samningar við Eldingu líkamsrækt201412010
Óskað eftir heimild til að ganga frá samningum við Eldingu líkamsrækt á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Eldingu líkamsrækt á grundvelli framlagðra samningsdraga. Jafnframt óskar bæjarráð eftir að fá frá fræðslusviði árlega upplýsingar um framkvæmd greina 3.-8. í þjónustusamningi.
5. Umsókn um lóð við Desjamýri 2 í Mosfellsbæ201502366
Umsókn um lóð við Desjamýri 2 lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við umsækjanda.
6. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum201502193
Umbeðin umsögn um erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum fylgir erindinu.
Lagt fram.
7. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um stjórn vatnamála201502189
Umbeðin umsögn um frumvarp til laga um stjórn vatnamála.
Hafsteinn Pálsson víkur af fundi undir þessum lið.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að gera umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga að okkar og fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að koma því á framfæri.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Íbúahreyfingin tekur undir það sjónarmið Umhverfisráðuneytisins að rökrétt sé að leggja gjald á þá sem hafa tekjur af því að nýta eða eftir atvikum spilla vatnsauðlindinni og innleiða í því skyni sérstakt ákvæði um endurheimt kostnaðar vegna vatnsþjónustu. Lög um stjórn vatnamála hafa að markmiði að "vernda vatn og vistkerfi þess, hindra frekari rýrnun vatnsgæða og bæta ástand vatna- vistkerfa, votlendis og vistkerfa sem beint eru háð vatni til að stuðla að því að vatn njóti heildstæðrar verndar." Skv. vatnatilskipun ESB ber aðildarríkjum "að sjá til þess að stefna í verðlagningu vatns verði notendum nægileg hvöt til þess að nýta vatnsauðlindir á hagkvæman hátt og styðja þannig við umhverfismarkmið tilskipunarinnar."Mosfellsbær hefur sjálfbæra þróun að leiðarljósi og því sæmandi að taka undir með ráðuneytinu. Íbúahreyfingin vill stuðla að vernd vatnsauðlindarinnar og sjálfbærri nýtingu hennar og styður því frumvarpið.
8. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum fatlaðs fólks201502187
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum fatlaðs fólks. Umsögn fjölskyldusviðs lögð fram.
Lagt fram.
9. Hækkun á gjaldskrá til sjálfstætt starfandi leikskóla201502374
Hækkun á rekstrarstyrk til sjálfstætt starfandi leikskóla.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum nýja gjaldskrá til sjálfstætt starfandi leikskóla og að hún taki gildi frá 1. mars 2015.
10. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um farmflutninga á landi 503. mál201502342
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um farmflutninga á landi.
Lagt fram.
11. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni201502344
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfissviðs.
12. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp tillaga um orlof húsmæðra201502351
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp tillaga um orlof húsmæðra.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.