Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

26. febrúar 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Snædal Júlíusson lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Kots yl­rækt­ar varð­andi hol­ræ­sa­gjald201501809

    Ósk íbúa við Æsustaðaveg 6 um niðurfellingu rotþróargjalda. Beiðnin er lögð fyrir bæjarráð að ósk málshefjanda.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar um­hverf­is­sviðs.

    • 2. Er­indi Lax­nes - Gjald á rot­þró201501810

      Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi frá Laxnesi ehf þar sem óskað er eftir endurskoðun á rotþróargjöldum.

      Jó­hanna Björgn Han­sen, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, mæt­ir á fund­inn und­ir þess­um lið.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að af­greiða er­ind­ið á grund­velli fram­lagðs minn­is­blaðs.

      • 3. Hús­fél.Brekku­tangi 1-15 - Ósk um breikk­un á inn­keyrslu201501683

        Umsögn umhverfissviðs vegna erindis frá íbúum við Brekkutanga 1-15 þar sem óskað er eftir breikkun innkeyrslubotnlanga svo hægt verði að leggja þar bílum langsum. Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar umhverfissviðs á 1197. fundi sínum þann 29. janúar 2015.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um ósk íbúa við Brekku­tanga 1-15 um breikk­un inn­keyrslu­botn­langa að því til­skyldu að það ná­ist sam­komulag við þá um kostn­að og fram­kvæmd verks­ins að öðru leyti. Er fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs fal­ið að leita sam­komu­lags við íbúa um þau at­riði sem til­greind eru í fyr­ir­liggj­andi um­sögn.

        • 4. Samn­ing­ar við Eld­ingu lík­ams­rækt201412010

          Óskað eftir heimild til að ganga frá samningum við Eldingu líkamsrækt á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að ganga til samn­inga við Eld­ingu lík­ams­rækt á grund­velli fram­lagðra samn­ings­draga. Jafn­framt ósk­ar bæj­ar­ráð eft­ir að fá frá fræðslu­sviði ár­lega upp­lýs­ing­ar um fram­kvæmd greina 3.-8. í þjón­ustu­samn­ingi.

          • 5. Um­sókn um lóð við Desja­mýri 2 í Mos­fells­bæ201502366

            Umsókn um lóð við Desjamýri 2 lögð fram.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að ræða við um­sækj­anda.

            • 6. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um með­ferð elds og varn­ir gegn gróð­ureld­um201502193

              Umbeðin umsögn um erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum fylgir erindinu.

              Lagt fram.

              • 7. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um stjórn vatna­mála201502189

                Umbeðin umsögn um frumvarp til laga um stjórn vatnamála.

                Haf­steinn Páls­son vík­ur af fundi und­ir þess­um lið.

                Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um að gera um­sögn Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga að okk­ar og fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að koma því á fram­færi.

                Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:
                Íbúa­hreyf­ing­in tek­ur und­ir það sjón­ar­mið Um­hverf­is­ráðu­neyt­is­ins að rök­rétt sé að leggja gjald á þá sem hafa tekj­ur af því að nýta eða eft­ir at­vik­um spilla vatns­auð­lind­inni og inn­leiða í því skyni sér­stakt ákvæði um end­ur­heimt kostn­að­ar vegna vatns­þjón­ustu. Lög um stjórn vatna­mála hafa að mark­miði að "vernda vatn og vist­kerfi þess, hindra frek­ari rýrn­un vatns­gæða og bæta ástand vatna- vist­kerfa, vot­lend­is og vist­kerfa sem beint eru háð vatni til að stuðla að því að vatn njóti heild­stæðr­ar vernd­ar." Skv. vatna­til­skip­un ESB ber að­ild­ar­ríkj­um "að sjá til þess að stefna í verð­lagn­ingu vatns verði not­end­um nægi­leg hvöt til þess að nýta vatns­auð­lind­ir á hag­kvæm­an hátt og styðja þann­ig við um­hverf­is­markmið til­skip­un­ar­inn­ar."

                Mos­fells­bær hef­ur sjálf­bæra þró­un að leið­ar­ljósi og því sæm­andi að taka und­ir með ráðu­neyt­inu. Íbúa­hreyf­ing­in vill stuðla að vernd vatns­auð­lind­ar­inn­ar og sjálf­bærri nýt­ingu henn­ar og styð­ur því frum­varp­ið.

                • 8. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um að­bún­að, holl­ustu­hætti og ör­yggi á vinnu­stöð­um fatl­aðs fólks201502187

                  Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum fatlaðs fólks. Umsögn fjölskyldusviðs lögð fram.

                  Lagt fram.

                  • 9. Hækk­un á gjaldskrá til sjálf­stætt starf­andi leik­skóla201502374

                    Hækkun á rekstrarstyrk til sjálfstætt starfandi leikskóla.

                    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um nýja gjaldskrá til sjálf­stætt starf­andi leik­skóla og að hún taki gildi frá 1. mars 2015.

                    • 10. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um farm­flutn­inga á landi 503. mál201502342

                      Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um farmflutninga á landi.

                      Lagt fram.

                      • 11. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um far­þega­flutn­inga á landi í at­vinnu­skyni201502344

                        Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni.

                        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar um­hverf­is­sviðs.

                        • 12. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til­laga um or­lof hús­mæðra201502351

                          Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp tillaga um orlof húsmæðra.

                          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

                          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.