Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. desember 2014 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
  • Ólafur Snorri Rafnsson (ÓSR) varaformaður
  • Karen Anna Sævarsdóttir aðalmaður
  • Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
  • Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið

Fundargerð ritaði

Edda R. Davíðdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. íþrótta­mað­ur og kona Mos­fells­bæj­ar 2014201412008

    Íþróttafulltrúi kynnir fyrirkomulag kjörsins, reglur, kjörseðla og önnur gögn sem varðar kjörið.

    Íþrótta­full­trúi kynnti regl­ur og fyr­ir­komulag kjörs­ins. Rætt um fyr­ir­komu­lag­ið á há­tíð­inni sem mun fara fram við í íþróttamið­stöð­inni að Varmá þann 22 janú­ar 2014. kl. 19:00.

    • 2. Opin leik­svæði í Mos­fells­bæ201409230

      lögð fram skýrsla um útekt á leiksvæðum MOsfellsbæjar 2014.

      Lögð fram og kynnt skýrsla Um­hverf­is­stjóra, út­tekt 2014 á opn­um leik­svæð­um Mos­fells­bæj­ar. Nefnd­in lýs­ir ánægju sinni með skýrsl­una og legg­ur til að skýrsl­unni verði fylgt eft­ir með því að gera þær end­ur­bæt­ur sem til þarf.

      • 3. Úti­vist­ar­svæði við Hafra­vatn201409231

        Lögð verða fram á fundinum gögn um skipulag og merktar gönguleiðir við Hafravatn.

        Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd ósk­ar eft­ir því að vera upp­lýst um fram­vind­un mála í fram­tíð­ar­skipu­lagi við Hafra­vatn.

        • 4. samn­ing­ar við Eld­ing lík­ams­rækt201412010

          endurnýjun á samningum við Eldingu kynnt

          Kynn­ig á end­ur­nýj­un húsa­leigu­samn­ings við Eld­ingu

          Til­laga nefnd­ar­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um að áður en samn­ing­ur­inn við Eld­ingu verði sam­þykkt­ur verði leitað eft­ir um­sögn að­al­stjórn­ar Aft­ur­eld­ing­ar. Til­lag­an felld með 4 at­kvæð­um gegn 1.

          Sam­þykkt að fela íþrótta­full­trúa að gera drög að leigu­sam­ingi/þjón­ustu­samn­ingi í sam­ráði við bæj­ar­stjóra sem lagð­ur verði fyr­ir bæj­ar­ráð til sam­þykk­ar.

          • 5. Frí­stunda­á­vís­an­ir - nýt­ing201004217

            Nýting frístundaávísana 2013-2014

            Tóm­stunda­full­trúi kynn­ir nýt­ingu frí­stunda­á­vís­un­ar­inn­ar 2010-2014.
            Tóm­stunda­full­trúa fal­ið að skoða leið­ir til að auka enn frek­ar nýt­ingu frí­stunda­á­vís­un­ar­inn­ar.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.