4. desember 2014 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Ólafur Snorri Rafnsson (ÓSR) varaformaður
- Karen Anna Sævarsdóttir aðalmaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda R. Davíðdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. íþróttamaður og kona Mosfellsbæjar 2014201412008
Íþróttafulltrúi kynnir fyrirkomulag kjörsins, reglur, kjörseðla og önnur gögn sem varðar kjörið.
Íþróttafulltrúi kynnti reglur og fyrirkomulag kjörsins. Rætt um fyrirkomulagið á hátíðinni sem mun fara fram við í íþróttamiðstöðinni að Varmá þann 22 janúar 2014. kl. 19:00.
2. Opin leiksvæði í Mosfellsbæ201409230
lögð fram skýrsla um útekt á leiksvæðum MOsfellsbæjar 2014.
Lögð fram og kynnt skýrsla Umhverfisstjóra, úttekt 2014 á opnum leiksvæðum Mosfellsbæjar. Nefndin lýsir ánægju sinni með skýrsluna og leggur til að skýrslunni verði fylgt eftir með því að gera þær endurbætur sem til þarf.
3. Útivistarsvæði við Hafravatn201409231
Lögð verða fram á fundinum gögn um skipulag og merktar gönguleiðir við Hafravatn.
Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir því að vera upplýst um framvindun mála í framtíðarskipulagi við Hafravatn.
4. samningar við Elding líkamsrækt201412010
endurnýjun á samningum við Eldingu kynnt
Kynnig á endurnýjun húsaleigusamnings við Eldingu
Tillaga nefndarmanns Samfylkingarinnar um að áður en samningurinn við Eldingu verði samþykktur verði leitað eftir umsögn aðalstjórnar Aftureldingar. Tillagan felld með 4 atkvæðum gegn 1.
Samþykkt að fela íþróttafulltrúa að gera drög að leigusamingi/þjónustusamningi í samráði við bæjarstjóra sem lagður verði fyrir bæjarráð til samþykkar.
5. Frístundaávísanir - nýting201004217
Nýting frístundaávísana 2013-2014
Tómstundafulltrúi kynnir nýtingu frístundaávísunarinnar 2010-2014.
Tómstundafulltrúa falið að skoða leiðir til að auka enn frekar nýtingu frístundaávísunarinnar.