20. desember 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Þórunn Magnea Jónsdóttir (ÞMJ) 3. varamaður
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Samþykkt einróma í upphafi fundar að taka málið: Umsókn um framkvæmdaleyfi - breikkun á reiðstíg frá Tunguvegi að athafnasvæði við nýtt knatthúss við Varmá á dagskrá sem 1. lið.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsókn um framkvæmdaleyfi - breikkun á reiðstíg frá Tunguvegi að athafnasvæði við nýtt knatthúss við Varmá.201812176
Framkvæmdaleyfi við hesthúsastíg við Varmá.
1380. fundur bæjarráðs samþykkir með 3 atkvæðum að veita framkvæmdaleyfi fyrir breikkun hesthúsastígs við Varmá í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
2. Tillaga til þingsályktunar um áætlun árin 2019-2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess201812137
Tillaga til þingsályktunar um áætlun árin 2019-2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess
Bæjarráð Mosfellsbæjar fagnar framkominni þingsályktunartillögu einróma.
3. Kolefnisbinding á Mosfellsheiði201812139
Kolefnisbinding á Mosfellsheiði
Samþykkt með 3 atkvæðum 1380. fundar bæjarráðs að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við bréfritara um samstarf í samræmi við fyrirliggjandi erindi um kolviðar/loftlagsskóg á Mosfellsheiði.
4. Kæra vegna úthlutunar lóða til búsetu í Brekkukotslandi201812187
Kæra vegna úthlutunar lóða til búsetu í Brekkukotslandi - frestur til að gera athugasemdir er til 11. janúar 2019
Samþykkt með 3 atkvæðum á 1380. fundi bæjarráðs að fela lögmanni Mosfellsbæjar að svara framkominni stjórnsýslukæru.
5. Fyrirspurn um fjárframlög sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka201812190
Fyrirspurn um fjárframlög sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka - svar óskast eigi síðar en 19. des.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1380. fundar bæjarráðs að fela forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar að svara fyrirspurninni.
6. Tillaga til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi201812200
Tillaga til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi - umsögn berist fyrir 14. janúar
Bæjarráð Mosfellsbæjar fagnar einróma framkominni tillögu til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi.
7. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun 2019-2033201810168
Lögð er fram umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um Samgönguáætlun fyrir tímabilið 2019-2023
Samþykkt með 3 atkvæðum 1380. fundar bæjarráðs að fela framkvæmdastjóra Umhverfissviðs að skila umsögn f.h. Mosfellsbæjar í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
8. Frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs201812201
Frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs
Frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs lagt fram á 1380. fundi bæjarráðs.
9. Samningar við Eldingu líkamsrækt201412010
Tillaga um framlengingu á samstarfssamning við Eldingu um eitt ár
Samþykkt með 3 atkvæðum 1380. fundar bæjarráðs að framlengja samning við Eldingu án breytinga um eitt ár frá 1.1.2018 til 31.12.2018.
10. Málefni Skálatúns201811033
Erindi Skálatúns varðandi fjármál.
Bókun fulltrúa M-lista: Málefni Skálatúns gagnvart Mosfellsbæ hafa verið óleyst um langa hríð. Viðhorf fulltrúa Miðflokksins til málsins eru þau að Mosfellsbær standi í skuld við Skálatún og fyrir liggur krafa frá lögmanni Skálatúns sem ekki hefur verið samið um að hluta til eða heild. Fulltrúi Miðflokksins telur rétt að mynduð verði samninganefnd af hálfu Mosfellsbæjar sem gangi til samninga við stjórn Skáltúns um þá útistandandi kröfu sem lögð hefur verið fram. Að sinni mun fulltrúi Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu mála vegna Skálatúns og vill samhliða mótmæla seinagangi bæjarins varðandi málið, aðgerðarleysi og áhugaleysi á að leita leiða til að ná sátt í málið.
Bókun D- og V- lista: Mosfellsbær uppfyllir alla samninga um greiðslur til Skálatúns og er samningur i gildi milli Mosfellsbæjar og Skálatúns um þær greiðslur. Skálatún á hins vegar i rekstrarerfiðleikum sem þarf að finna lausn á og er sú vinna i gangi.