12. nóvember 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Elías Pétursson formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Breytingar á svæðisskipulagi 2013 vegna endurskoðunar aðalskipulags Rvíkur o.fl.201304385
Tillögur að breytingum á svæðisskipulagi voru auglýstar skv. 24. gr. skipulagslaga 9. ágúst 2013 með athugasemdafresti til 20. september 2013. Athugasemdir bárust frá 14 aðilum. Á fundi sínum 18. október 2013 samþykkti svæðisskipulagsnefnd að leggja tillögurnar fyrir sveitarfélögin til samþykktar skv. 25. gr. skipulagslaga og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana, með þeim breytingum sem fagráð svæðisskipulagsnefndar lagði til. Frestað á 352. fundi.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillögurnar verði samþykktar.
2. Leirvogstunga, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi201305195
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi á lóðum við Voga-, Laxa- og Leirvogstungu, unnin af Teiknistofu arkitekta fyrir LT lóðir ehf. Frestað á 352. fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og formanni nefndarinnar nánari skoðun málsins með skipulagshönnuði í samræmi við umræður á fundinum.
3. Landnúmer 125620 Þormóðsdal, ósk um byggingu frístundahúss201309155
Kristín Karólína Harðardóttir óskar eftir að samþykkt verði leyfi til að byggja frístundahús á landinu skv. meðfylgjandi teikningum, portbyggt með nýtanlegri rishæð, í stað eldra húss sem brann. Húsið er að ytra útliti og formi alveg eins og hús sem nefndin hafnaði á 350. fundi. Frestað á 352. fundi.
Skipulagsnefnd fellst á að grenndarkynna teikningar af 90 m2 sumarbústað sem er hæð og ris, þegar fyrir liggja fullnægjandi hönnunargögn.
4. Háeyri, ósk um að húsið verði skráð sem íbúðarhús.201310333
Sigurður IB Guðmundsson og Ólöf G Skúladóttir óska 22.10.2013 eftir að hús þeirra að Háeyri, sem skráð er sem frístundahús, verði skráð sem íbúðarhús. Meðfylgjandi eru teikningar af húsinu og afstöðumynd. Frestað á 352. fundi.
Umsækjendum er bent á að breyting á skilgreiningu hússins og skráning þess sem íbúðarhúss heyrir ekki undir skipulagsnefnd, heldur er hún háð samþykki byggingarfulltrúa. Þar sem lóð hússins er í nýju aðalskipulagi skilgreind sem íbúðarsvæði stendur aðalskipulag ekki lengur í vegi fyrir því að húsið verði samþykkt sem íbúðarhús, að öðrum skilyrðum uppfylltum.
5. Lækjartangi í landi Miðdals, umsókn um byggingarleyfi201310136
Tómas Gunnarsson Bleikjukvísl 1 Reykjavík sækir um leyfi til að rífa núverandi sumarbústað landnr. 125186 í Miðdalslandi og byggja á sama stað nýjan bústað úr timbri samkvæmt framlögðum gögnum. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar á því hvort umsóknin samræmist gildandi skipulagi. Frestað á 352. fundi.
Nefndin samþykkir að erindið verði grenndarkynnt, þar sem fyrirhugaður bústaður er að stærð og formi áþekkur þeim sem nú stendur.
6. Deiliskipulag Varmárskólasvæðis200803137
Tillaga að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga 30. september 2013 með athugasemdafresti til 11. nóvember 2013.
Frestað.
7. Tunguvegur, breyting á deiliskipulagi við Skólabraut2013082104
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi Skeiðholts-Tunguvegar var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga 30. september 2013 með athugasemdafresti til 11. nóvember 2013.
Frestað.
8. Frístundalóð við Silungatjörn, athugasemd við aðalskipulag.201311081
Guðmundur Bjarnason spyrst með tölvupósti 30.10.2013 fyrir um afdrif athugasemdar við tillögu að aðalskipulagi, sem hann sendi með tölvupósti 18.3.2013. Skipulagsfulltrúi upplýsir að athugasemdin misfórst og var ekki bókuð inn í málakerfi bæjarins, þannig að hún kom ekki til meðferðar við afgreiðslu aðalskipulagsins.
Frestað.
9. Erindi Landssamtaka hjólreiðamanna vegna skiptingar stíga í svæði gangandi og hjólandi201310250
Erindi Landssamtaka hjólreiðamanna þar sem hvatt er til þess að stígum sé ekki skipt í svæði gangandi og hjólandi, heldur sé notast við hefðbundna hægrireglu á stígum. Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar og afgreiðslu.
Frestað.
10. Engjavegur 21, ósk um breytingu á deiliskipulagi201310339
Erindi Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram dags. 28.10.2013, þar sem þau óska eftir heimild til að láta vinna og leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð sína, þar sem henni yrði skipt upp í 6 einbýlislóðir, sbr. meðf. tillöguuppdrátt.
Frestað.
11. Kvíslartunga 108-112 og 120-124, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi.201311078
Ístak hf. leitar með bréfi dags. 4.11.2013 eftir afstöðu nefndarinnar til hugmynda um öðruvísi húsgerð á lóðunum en deiliskipulag gerir ráð fyrir, sbr. meðf. teikningar Konsepts ehf.
Frestað.
12. Samræming á deiliskipulagi "Frá Reykjalundarvegi að Húsadal"2013082018
Framhaldsumfjöllun frá 352. fundi, þar sem lagðar voru fram nánari upplýsingar um lóðarstærðir og nýtingarhlutföll.
Frestað.
13. Leirvogstunga, breyting á deiliskipulagi - stækkun til austurs201311089
Tillaga Teiknistofu arkitekta að stækkun hverfisins í átt að Vesturlandsvegi.
Frestað.
14. Varmárbakkar, stækkun félagsheimilis - umsókn um byggingarleyfi201311028
Hestamannafélagið Hörður hefur sótt um leyfi til að byggja við félagsheimili sitt á Varmárbökkum samkvæmt meðf. gögnum. Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsnefndar, þar sem ekki er gert ráð fyrir viðbyggingunni í gildandi deiliskipulagi.
Nefndin heimilar hestamannafélaginu að láta vinna og leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi, þar sem gert verði ráð fyrir byggingarreit fyrir stækkun félagsheimilisins.
15. Reykjamelur 7, fyrirspurn um breytingu á húsgerð201305201
Lögð fram ný tillaga Eggerts Guðmundssonar f.h. lóðareiganda að parhúsum í stað einbýlishúss á lóðinni. Fyrri tillögu um einnar hæðar parhús var hafnað á 344. fundi en ný tillaga gerir ráð fyrir húsum á einni og hálfri hæð.
Frestað.
16. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014 - 2017201302269
Bæjarverkfræðingur kynnti tillögu að fjárhagsáætlun fyrir 2014 vegna skipulags og byggingarmála.
Umræður um málið, lagt fram.
Fundargerðir til kynningar
17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 236201311008F
Lögð fram fundargerð 236. afgreiðslufundar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
17.1. Innri Miðdalur, umsókn um byggingarleyfi 201310364
Baldur Baldursson Suðurhlíð 38 B Reykjavík sækir um leyfi til að breyta byggingarefni áðursamþykkts sumarbústaðs í landi Miðdals, landnr. 125198 úr staðsteyptu í forsteyptar einingar samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærðir bústaðs breytast ekki.17.2. Varmárbakkar, stækkun félagsheimilis - umsókn um byggingarleyfi 201311028
Hestamannafélagið Hörður Varmárbökkum Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri félagsheimili sitt á Varmárbökkum samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun: 115,5 m2, 398,0 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Nefndin heimilar hestamannafélaginu að láta vinna og leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi, þar sem gert verði ráð fyrir byggingarreit fyrir stækkun félagsheimilisins.
17.3. Í þormóðsdalslandi 125623, umsókn um byggingarleyfi 201310345
Reynir G Hjálmtýsson Dvergholti 3 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta útliti, hurð, gluggum og innra fyrirkomulagi sumarbústaðs úr timbri í landi Þormóðsdals, landnr. 125623 samkvæmt framlögðum gögnum.
Heildarstærðir bústaðs breytast ekki.