12. september 2014 kl. 10:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Álmholt 2 , umsókn um byggingarleyfi201409090
Kristján Jósson Álmholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að endurbyggja og stækka sólstofu úr timbri og gleri við húsið nr. 2 við Álmholt samkvæmt framlögðum gögnum. Stækkun 6,1 m2, 14,6 m3.
Samþykkt.
2. Egilsmói 5, umsókn um byggingarleyfi201405023
Maríanna Gunnarsdóttir Egilsmóa 5 (Brávöllum) sækir um leyfi til að breyta notkun bílgeymslu í íbúðarrými og stækka íbúðarhúsið að Egilsmóa 5 samkvæmt framlögðum gögnum. Stækkun húss 37,1 m2, 104,0 m3.
Samþykkt.
3. Hlíðartún 2,umsókn um byggingarleyfi201407163
Pétur R Sveinsson Hlíðartúni 2 sækir um leyfi til að byggja sólstofu úr timbri og gleri og stækka úr steinsteypu bílskúr hússins nr. 2 við Hlíðartún samkvæmt framlögðum gögnum. Særð sólstofu: 12,1 m2, 34,0 m3, Stækkun bílskúrs: 14,7 m2, 43,6 m3.
Samþykkt.
4. Litlikriki 37, umsókn um byggingarleyfi201409213
Óskar J Sigurðsson Litlakrika 45 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta útitröppum, fyrirkomulagi og gluggum á neðri hæð hússins nr. 37 við Litlakrika í samræmi við framlögð gögn. Stærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.
5. Varmárbakkar, umsókn um byggingarleyfi, stækkun félagsheimilis201311028
Hestamannafélagið Hörður Varmárbökkum Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri félagsheimilið Harðarból samkvæmt framlögðum gögnum. Stækkun húss 115,5 m2 399,0 m3.
Samþykkt.