7. nóvember 2013 kl. 15:10,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Innri Miðdalur, umsókn um byggingarleyfi201310364
Baldur Baldursson Suðurhlíð 38 B Reykjavík sækir um leyfi til að breyta byggingarefni áðursamþykkts sumarbústaðs í landi Miðdals, landnr. 125198 úr staðsteyptu í forsteyptar einingar samkvæmt framlögðum gögnum. Stærðir bústaðs breytast ekki.
Samþykkt.
2. Varmárbakkar, stækkun félagsheimilis - umsókn um byggingarleyfi201311028
Hestamannafélagið Hörður Varmárbökkum Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri félagsheimili sitt á Varmárbökkum samkvæmt framlögðum gögnum. Stækkun: 115,5 m2, 398,0 m3.
Byggingafulltrúi vísar málinu til meðferðar hjá skipulagsnefnd, þar sem gildandi deiliskipulag gerir ekki ráð fyrir stækkun hússins.
3. Í þormóðsdalslandi 125623, umsókn um byggingarleyfi201310345
Reynir G Hjálmtýsson Dvergholti 3 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta útliti, hurð, gluggum og innra fyrirkomulagi sumarbústaðs úr timbri í landi Þormóðsdals, landnr. 125623 samkvæmt framlögðum gögnum. Heildarstærðir bústaðs breytast ekki.
Samþykkt.