12. nóvember 2013 kl. 17:15,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Haraldur Haraldsson varaformaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Sigurður L Einarsson aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður kynningarmála
- Birta Jóhannesdóttir (BJó) aðalmaður
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir Forstöðumaður þjónustu- og kynningamála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Tjaldstæði Mosfellsbæjar201203081
Kynning á uppgjöri sumarsins 2013
Máli frestað
2. Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Mosfellsbæ201001422
Úttekt á samningi við rekstraraðila lögð fram og mælt með lítilsháttar breytingum.
Lögð fram drög að nýjum samningi við rekstraraðila upplýsingamiðstöðvar ferðamanna. Samþykkt með fjórum atkvæðum að ganga til samninga við Hótel Laxnes um að reka áfram upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í Mosfellsbæ.
Bókun S-lista Samfylkingar og M-lista Íbúahreyfingar.
Fulltrúi Samfylkingarinnar vill ítreka fyrri bókun vegna upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn í Mosfellsbæ frá 26. júní 2012 og telur að ekki hafi verið sýnt frammá með fullnægjandi hætti að þetta tilraunarverkefni hafi skilað hagkvæmni og skilvirkni fyrir Mosfellsbæ. Það eigi því að bjóða reksturinn út eða að bærinn sjái um hann sjálfur. Með því væri gætt jafnræðis s.s. meðal aðila í ferðaþjónustu í bænum.3. Heilsueflandi samfélag201208024
Stöðuskýrsla skv. samningi lögð fram
Skýrslan lögð fram.
4. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014 - 2017201302269
Fjárhagsáætlun 2014 - 2017 lögð fram eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fjárhagsáætlun lögð fram