12. nóvember 2013 kl. 07:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Ingibjörg B Ingólfsdóttir aðalmaður
- Kristbjörg Þórisdóttir aðalmaður
- Gerður Pálsdóttir (GP) vara áheyrnarfulltrúi
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Elín Gunnarsdóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Félags heyrnarlausra varðandi styrkbeiðni201310163
Erindi Félags heyrnarlausra þar sem félagið óskar eftir styrk til starfsseminnar.
Þar sem úthlutun styrkja á fjölskyldusviði árið 2013 er lokið er ekki unnt að verða við beiðni um styrk vegna þessa árs. Umsóknin verður tekin til umfjöllunar við úthlutun styrkja árið 2014 sem fram fer fyrir lok marsmánaðar 2014.
2. Þjónusta VMST við styrkþega félagsþjónustu sveitarfélaga.201311023
Framkvæmd og skipulag þjónustu VMST og fjölskyldusviðs
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs kynnir fyrirhugaða þjónustu Vinnumálastofnunar við einstaklinga sem njóta fjárhagsaðstoðar og eru í atvinnuleit.
3. Reglur um fjárhagsaðstoð, endurskoðun 2013201311022
Drög að breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð.
Framkvæmdastjóri kynnir tillögur að breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð sbr. framlögð drög og minnisblað dags. 2.október 2013.
Fjölskyldunefnd lýsir yfir ánægju sinni með þær réttarbætur sem breytingarnar fela í sér og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlögð drög að reglum.4. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014 - 2017201302269
Fjárhagsáætlun 2014 - 2017 lögð fram eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs kynnir framlögð drög að fjárhagsáætlun 2014 félagsþjónustu (02)og félagslegra íbúða (61).
5. Samantekt um liðveislu í Mosfellsbæ201311087
Samantekt um liðveislu 11.janúar - 10.nóvember 2013.
Kynnt framlögð samantekt um liðveislu það sem af er árinu 2013 borið saman við árin 2010, 2011 og 2012.
6. Stuðningsfjölskyldur samantekt201311086
Yfirlit yfir stuðningsfjölskyldur janúar til október 2013.
Kynnt framlögð samantekt um stuðningsfjölskyldur það sem af er árinu 2013 borið saman við árin 2010, 2011 og 2012.
7. Ársfjórðungsyfirlit félagsþjónustu201311068
Samantektir - kynning
Kynnt samantekt yfir fjárhagsaðstoð, félagslega ráðgjöf, ferðaþjónustu, félagslega heimaþjónustu, almennar húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur tímabilið janúar til og með september 2013.
9. Þróun vímuefnaneyslu ungmenna á Íslandi201310093
Kynning á skýrslum Rannsóknar og greiningar um þróun vímuefnaneyslu ungmenna.
Skýrslur fyrirtækisins Rannsóknir og greining ehf. um þróun vímuefnaneyslu árin 1997-2013 og þróun vímuefnaneyslu framhaldsskólanema árin 2000-2013 lagðar fram.
Fundargerðir til kynningar
13. Trúnaðarmálafundur - 805201310021F
Trúnaðarmálafundur, afgreiðsla fundar.
Fundargerð lögð fram.
14. Trúnaðarmálafundur - 806201310025F
Trúnaðarmálafundur, afgreiðsla fundar.
Fundargerð lögð fram.
15. Trúnaðarmálafundur - 807201310031F
Trúnaðarmálafundur, afgreiðsla fundar.
Fundargerð lögð fram.
Fundargerðir til staðfestingar
16. Trúnaðarmálafundur - 808201311006F
Trúnaðarmálafundur, afgreiðsla fundar.
Fundargerð 808. trúnaðarmálafundar afgreidd á 211. fjölskyldunefndarfundi eins og einstök mál bera með sér.