Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

11. apríl 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Þórður Björn Sigurðsson vara áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG)
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2012201304042

    Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2012 lagður fram í bæjarráði á leið sinni til fyrstu umræðu í bæjarstjórn. Fjármálastjóri sendir bæjarráðsmönnum ársreikninginn í tölvupósti síðar í dag.

    Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt­ur end­ur­skoð­andi bæj­ar­ins, Hlyn­ur Sig­urðs­son (HSi).
    Auk hans sátu fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið fram­kvæmda­stjór­ar sviða Mos­fells­bæj­ar Björn Þrá­inn Þórð­ar­son, Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir og Jó­hanna B. Han­sen auk fjár­mála­stjóra Mos­fells­bæj­ar Pét­urs J. Lockton.

    Bæj­ar­ráð sam­þykkti árs­reikn­ing Mos­fells­bæj­ar vegna árs­ins 2012 með árit­un sinni og telst hann til­bú­inn til end­ur­skoð­un­ar og af­greiðslu í sveit­ar­stjórn. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa árs­reikn­ingi Mos­fells­bæj­ar 2012 til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn.

    • 2. Leik- og grunn­skóli - ný að­staða201304187

      Minnisblað umhverfissviðs varðandi undirbúning að nýrri aðstöðu vegna skóla á verstursvæði.

      Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að aug­lýsa eft­ir smíði eða kaup­um á fimm kennslu­stof­um í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað sviðs­ins.

      • 3. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2014 - 2017201302269

        Tímaáætlun vegna vinnslu fjárhagsáætlunar 2014 til kynningar bæjarráðs.

        Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið sat Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

        Fjár­mála­stjóri kynnti tíma­áætlun og verk­g­ang vegna vinnslu fjár­hags­áætl­un­ar 2014 og var hún sam­þykkt.

        • 4. Skuld­breyt­ing er­lendra lána201106038

          Bréf Íslandsbanka hf. þar sem bankinn hafnar kröfu Mosfellsbæjar um lækkun erlendra lána.

          Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið sat Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fjár­mála­stjóra að svara bréfi Ís­lands­banka hf. og mót­mæla höfn­un þeirra.

          • 5. Um­sókn­ir um styrk til greiðslu fast­eigna­skatts til fé­laga og fé­laga­sam­taka201301599

            Minnisblað fjármálastjóra varðandi styrki til greiðslu fasteignaskatts félaga og félagasamtaka.

            Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið sat Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila fjár­mála­stjóra að af­greiða um­sókn­ir eins og gerð er til­laga um í fram­lögðu minn­is­blaði hans.

            • 6. Fé­lag aldr­aðra í Mos­fells­bæ, ósk um samn­ing við Mos­fells­bæ.201302008

              Samstarfssamningur Mosfellsbæjar og Félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að und­ir­rita sam­starfs­samn­ing milli Mos­fells­bæj­ar og Fé­lags aldr­aðra í Mos­fells­bæ og ná­grenn­is eins og drög hans liggja fyr­ir fund­in­um.

              • 7. Al­þing­is­kosn­ing­ar 2013201303053

                Umboð til bæjarstjóra vegna framlagningar kjörskrár

                Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra eða fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs í hans um­boði, að semja kjörskrá vegna kom­andi Al­þing­is­kosn­inga sem fram fara hinn 27. apríl 2013. Jafn­framt er of­an­greind­um með sama hætti veitt fulln­að­ar­um­boð til að fjalla um at­huga­semd­ir, úr­skurða um og gera breyt­ing­ar á kjör­skránni eft­ir at­vik­um fram að kjör­degi.

                • 8. Er­indi Skíða­sam­bands Ís­lands varð­andi að­stöðu­mál skíða­manna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu201304025

                  Erindi Skíðasambands Íslands varðandi aðstöðumál skíðamanna á höfuðborgarsvæðinu, samþykkt stjórnar Skíðasambands Íslands frá fundi 25. febrúar 2013.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að ræða er­ind­ið á vett­vangi SSH.

                  • 9. Arð­greiðsla Lána­sjóðs sveit­ar­fé­laga ohf. vegna árs­ins 2012201304058

                    Tilkynning um arðgreiðslu til Mosfellsbæjar frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2012 að upphæð 6.075.000 krónur.

                    Er­ind­ið lagt fram.

                    • 10. Er­indi Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins varð­andi kvört­un Gáma­þjón­ust­unn­ar hf.201304064

                      Erindi Samkeppniseftirlitsins varðandi kvörtun Gámaþjónustunnar hf. þar sem fyrirtækið kvartar yfir einokun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á svokölluðum bláum endurvinnslutunnum.

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að svara er­ind­inu.

                      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30