11. apríl 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Þórður Björn Sigurðsson vara áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Gunnarsson (ÓG)
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2012201304042
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2012 lagður fram í bæjarráði á leið sinni til fyrstu umræðu í bæjarstjórn. Fjármálastjóri sendir bæjarráðsmönnum ársreikninginn í tölvupósti síðar í dag.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mættur endurskoðandi bæjarins, Hlynur Sigurðsson (HSi).
Auk hans sátu fundinn undir þessum dagskrárlið framkvæmdastjórar sviða Mosfellsbæjar Björn Þráinn Þórðarson, Unnur V. Ingólfsdóttir og Jóhanna B. Hansen auk fjármálastjóra Mosfellsbæjar Péturs J. Lockton.Bæjarráð samþykkti ársreikning Mosfellsbæjar vegna ársins 2012 með áritun sinni og telst hann tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2012 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
2. Leik- og grunnskóli - ný aðstaða201304187
Minnisblað umhverfissviðs varðandi undirbúning að nýrri aðstöðu vegna skóla á verstursvæði.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að heimila umhverfissviði að auglýsa eftir smíði eða kaupum á fimm kennslustofum í samræmi við framlagt minnisblað sviðsins.
3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014 - 2017201302269
Tímaáætlun vegna vinnslu fjárhagsáætlunar 2014 til kynningar bæjarráðs.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið sat Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri Mosfellsbæjar.
Fjármálastjóri kynnti tímaáætlun og verkgang vegna vinnslu fjárhagsáætlunar 2014 og var hún samþykkt.
4. Skuldbreyting erlendra lána201106038
Bréf Íslandsbanka hf. þar sem bankinn hafnar kröfu Mosfellsbæjar um lækkun erlendra lána.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið sat Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela fjármálastjóra að svara bréfi Íslandsbanka hf. og mótmæla höfnun þeirra.
5. Umsóknir um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka201301599
Minnisblað fjármálastjóra varðandi styrki til greiðslu fasteignaskatts félaga og félagasamtaka.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið sat Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila fjármálastjóra að afgreiða umsóknir eins og gerð er tillaga um í framlögðu minnisblaði hans.
6. Félag aldraðra í Mosfellsbæ, ósk um samning við Mosfellsbæ.201302008
Samstarfssamningur Mosfellsbæjar og Félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita samstarfssamning milli Mosfellsbæjar og Félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrennis eins og drög hans liggja fyrir fundinum.
7. Alþingiskosningar 2013201303053
Umboð til bæjarstjóra vegna framlagningar kjörskrár
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra eða framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs í hans umboði, að semja kjörskrá vegna komandi Alþingiskosninga sem fram fara hinn 27. apríl 2013. Jafnframt er ofangreindum með sama hætti veitt fullnaðarumboð til að fjalla um athugasemdir, úrskurða um og gera breytingar á kjörskránni eftir atvikum fram að kjördegi.
8. Erindi Skíðasambands Íslands varðandi aðstöðumál skíðamanna á höfuðborgarsvæðinu201304025
Erindi Skíðasambands Íslands varðandi aðstöðumál skíðamanna á höfuðborgarsvæðinu, samþykkt stjórnar Skíðasambands Íslands frá fundi 25. febrúar 2013.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða erindið á vettvangi SSH.
9. Arðgreiðsla Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2012201304058
Tilkynning um arðgreiðslu til Mosfellsbæjar frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2012 að upphæð 6.075.000 krónur.
Erindið lagt fram.
10. Erindi Samkeppniseftirlitsins varðandi kvörtun Gámaþjónustunnar hf.201304064
Erindi Samkeppniseftirlitsins varðandi kvörtun Gámaþjónustunnar hf. þar sem fyrirtækið kvartar yfir einokun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á svokölluðum bláum endurvinnslutunnum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að svara erindinu.