17. október 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varamaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
2. Hjólreiðastígur í miðbæ201304311
Lagður fram samningur milli Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar um langingu hjólreiðastígs frá Litlaskógi og að Brúarlandi í gegnum miðbæ Mosfellsbæjar
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita samning við Vegagerðina um lagningu hjólreiðastígs frá Litlaskógi að Brúarlandi.
3. Nafn á nýjar leikskóladeildir201309437
Gerð er tillaga um nafnaval á leikskóladeild við Blikastaðaveg vestan Þrastarhöfða
Samþykkt með þremur atkvæðum að nýr leikskóli við Æðarhöfða beri nafnið Höfðaberg.
4. Erindi SSH varðandi samstarfssamning um rekstur Skíðasvæðanna201310098
Erindi SSH varðandi samstarfssamning til þriggja ára um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi samstarfssamning um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins en samningurinn er til þriggja ára.
5. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014 - 2017201302269
Drög að fjárhagsáætlun lögð fyrir bæjarráð.
Undir þessum dagskrárlið er mættur á fundinn Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri bæjarins.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa drögum að fjárhagsáætlun 2014 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.