Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. nóvember 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Þórhallur G Kristvinsson aðalmaður
  • Lísa Sigríður Greipsson aðalmaður
  • Bjarni Þór Ólafsson 1. varamaður
  • Hildur Margrétardóttir (HMa) vara áheyrnarfulltrúi
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Bæj­arlista­mað­ur 2013201305130

    Samkvæmt reglum um bæjarlistamann er bæjarlistamaður 2013, Ólafur Gunnarsson, kallaður til fundar við menningarmálanefnd, til að ráða ráðum um kynningu á honum og verkum hans.

    Rætt um fyr­ir­komulag kynn­ing­ar á bæj­arlista­manni. Menn­ing­ar­sviði fal­ið að vera áfram í sam­bandi við Ólaf Gunn­ars­son um fram­hald­ið.

    • 2. Vina­bæj­ar­mál haust­ið 2013201311091

      Farið yfir skýrslu um vinnufund með fulltrúum vinabæjum Mosfellsbæjar haustið 2013 og fjallað um Vinabæjarmót í Uddevalla 2014.

      Lagt fram.

      • 3. Er­indi Stein­unn­ar Marteins­dótt­ur varð­andi opn­un­ar­tíma Lista­sals Mos­fells­bæj­ar201310022

        Í erindinu kemur fram tillaga um lengdan opnunartíma Listasals um helgar, enda er á þeim tímum meiri áhugi og tækifæri fyrir listunnendur að sækja listsýningar.

        Er­ind­ið lagt fram.

        Starfs­mönn­um menn­ing­ar­sviðs fal­ið að kanna mög­leika á auka opn­un um helg­ar tíma­bund­ið í til­rauna­skyni svo hægt sé að meta þessa til­lögu.

        • 4. Jóla­ball 2013201310195

          Jólaball 2013

          Menn­ing­ar­mála­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að jóla­ball á veg­um nefnd­ar­inn­ar falli nið­ur í ár.

          • 5. Við­burð­ir á að­ventu og um ára­mót201311090

            Fjallað um viðburði á aðventu og um áramót.

            Við­burð­ir á að­ventu og um ára­mót árið 2013 til 2014 er að venju að tendrað verði á ljós­um jóla­trés þann 30. nóv­em­ber, ár­leg­ir Að­ventu­tón­leik­ar Diddú og drengj­anna verða haldn­ir í Mos­fells­kirkju 17. des­em­ber kl. 20 og þrett­ánda­há­tíð hald­in venju sam­kvæmt.

            Þrett­ánda ber nú upp á mánu­dag. Menn­ing­ar­mála­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að há­tíð­ar­höld­in fari fram að þessu sinni laug­ar­dag­inn 4. janú­ar kl. 18:00.

            • 6. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2014 - 2017201302269

              Fjárhagsáætlun 2014 - 2017 lögð fram eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.

              Fjár­hags­áætlun 2014 lögð fram.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00