13. nóvember 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Þórhallur G Kristvinsson aðalmaður
- Lísa Sigríður Greipsson aðalmaður
- Bjarni Þór Ólafsson 1. varamaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) vara áheyrnarfulltrúi
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bæjarlistamaður 2013201305130
Samkvæmt reglum um bæjarlistamann er bæjarlistamaður 2013, Ólafur Gunnarsson, kallaður til fundar við menningarmálanefnd, til að ráða ráðum um kynningu á honum og verkum hans.
Rætt um fyrirkomulag kynningar á bæjarlistamanni. Menningarsviði falið að vera áfram í sambandi við Ólaf Gunnarsson um framhaldið.
2. Vinabæjarmál haustið 2013201311091
Farið yfir skýrslu um vinnufund með fulltrúum vinabæjum Mosfellsbæjar haustið 2013 og fjallað um Vinabæjarmót í Uddevalla 2014.
Lagt fram.
3. Erindi Steinunnar Marteinsdóttur varðandi opnunartíma Listasals Mosfellsbæjar201310022
Í erindinu kemur fram tillaga um lengdan opnunartíma Listasals um helgar, enda er á þeim tímum meiri áhugi og tækifæri fyrir listunnendur að sækja listsýningar.
Erindið lagt fram.
Starfsmönnum menningarsviðs falið að kanna mögleika á auka opnun um helgar tímabundið í tilraunaskyni svo hægt sé að meta þessa tillögu.
4. Jólaball 2013201310195
Jólaball 2013
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að jólaball á vegum nefndarinnar falli niður í ár.
5. Viðburðir á aðventu og um áramót201311090
Fjallað um viðburði á aðventu og um áramót.
Viðburðir á aðventu og um áramót árið 2013 til 2014 er að venju að tendrað verði á ljósum jólatrés þann 30. nóvember, árlegir Aðventutónleikar Diddú og drengjanna verða haldnir í Mosfellskirkju 17. desember kl. 20 og þrettándahátíð haldin venju samkvæmt.
Þrettánda ber nú upp á mánudag. Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að hátíðarhöldin fari fram að þessu sinni laugardaginn 4. janúar kl. 18:00.
6. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014 - 2017201302269
Fjárhagsáætlun 2014 - 2017 lögð fram eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fjárhagsáætlun 2014 lögð fram.