Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

14. nóvember 2013 kl. 17:00,
2. hæð Reykjafell


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
  • Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
  • Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
  • Anna María E Einarsdóttir aðalmaður
  • Hildur Margrétardóttir (HMa) aðalmaður
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Sigrún­ar Páls­dótt­ur varð­andi sam­ráð við um­hverf­is­nefnd201310161

    Umræða um vinnuferla við framkvæmdir á opnum svæðum og svæðum sem njóta hverfisverndar og/eða eru á náttúruminjaskrá. Skipulagsfulltrúi og byggingafulltrúi koma á fundinn að beiðni nefndarinnar.

    Á fund­inn und­ir þess­um lið mættu Ás­björn Þor­varð­ar­son bygg­inga­full­trúi og Finn­ur Birg­is­son skipu­lags­full­trúi og gerðu grein fyr­ir ákvæð­um sem gild­ir um hverf­is­vernd og svæði á nátt­úru­m­inja­skrá. Far­ið var yfir verklag í tengsl­um við deili­skipu­lag og fram­kvæmd­ir á hverf­is­vernd­ar­svæð­um. Eft­ir að þeir höfðu flutt mál sitt tóku við spurn­ing­ar og um­ræð­ur um er­ind­ið. Um­hverf­is­sviði fal­ið að skil­greina of­an­greinda verk­ferla bet­ur í sam­ráði við stjórn­sýslu­svið bæj­ar­ins.

    • 2. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2014 - 2017201302269

      Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014 fyrir umhverfisdeild (Almenningsgarðar og útivist - flokkur 11) lögð fram til kynningar.

      Jó­hanna B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, fór yfir drög að fjár­hags­áætlun fyr­ir um­hverf­is­mál árið 2014.
      Fyr­ir­spurn­ir og um­ræð­ur um drög að fjár­hags­áætlun.

      Borin upp til­laga Sigrún­ar Páls­dótt­ur um um­hverf­is­verk­efni inn á fjár­hags­áætlun árs­ins 2014. Til­lag­an felld með fjór­um at­kvæð­um gegn einu.

      Full­trúi S-lista ger­ir að til­lögu sinni að:

      1. Gerð verði 5 ára áætlun um að gera við bakka Var­már og lag­færa göngu­stíga. Fram­kvæmd­ir hefj­ist á fjár­hags­ár­inu 2014.

      2. Út­lit brúa yfir Varmá verði sam­ræmt. Fram­kvæmd­ir hefj­ist á fjár­hags­ár­inu 2014.

      3. Út­breiðsla lúpínu og skóg­ar­kerfils í Mos­fells­bæ verði kort­lögð og vinna hafin við eyð­ingu með­fram ár­bökk­um á fjár­hags­ár­inu 2014.

      4. Gerð verði áætlun til 10 ára um hvern­ig hægt sé að sjá til þess að regn­vatn á vatna­svæð­um skili sér aft­ur í vötn og ár. Skoð­að­ur verði sá mögu­leiki að hreinsa vatn­ið með vist­væn­um lausn­um svo sem með því að byggja sand­gryfj­ur á svæð­un­um.

      • 3. Fólkvang­ur í Bring­um við Helgu­foss201306072

        Lögð fram til kynningar fyrstu drög að friðlýsingaskilmálum og afmörkun svæðis vegna stofnunar fólkvangs í Bringum.

        Bjarki Bjarna­son formað­ur um­hverf­is­nefnd­ar kynnti til­lögu að frið­lýs­ing­ar­skil­mál­um og af­mörk­un svæð­is vegna stofn­un­ar fólkvangs í Bring­um. Sam­þykkt að halda vinnu áfram sam­kvæmt þeirri ver­káætlun sem kynnt var á fund­in­um.

        • 4. Skýrsla nátt­úru­vernd­ar­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar til Um­hverf­is­stofn­un­ar fyr­ir árið 2013201311092

          Umhverfisstofnun óskar eftir ársskýrslu náttúruverndarnefnda sveitarfélaga í lok árs þar sem fram koma upplýsingar um störf nefndarinnar.

          Um­hverf­is­stjóra fal­ið að vinna árs­skýrsl­una og leggja hana fyr­ir næsta fund um­hverf­is­nefnd­ar.

          • 5. Brenni­steinsvetn­is­meng­un í Mos­fells­bæ201203456

            Endanlegar niðurstöður mælinga Umhverfisstofnunar á brennisteinsvetni í Mosfellsbæ frá október 2012 til maí 2013 lagðar fram.

            Tóm­as G. Gíslason um­hverf­is­stjóri fór yfir nið­ur­stöð­ur mæl­inga á brenni­steinsvetn­is­meng­un í Mos­fells­bæ fyr­ir tíma­bil­ið októ­ber 2012 til maí 2013 og kynnti al­menna sam­an­tekt um mál­ið. Eng­ar slík­ar mæl­ing­ar eru þessa mán­uð­ina í sveit­ar­fé­lag­inu en um­hverf­is­stjóra fal­ið að kanna hvort þær geti haf­ist á ný. Sigrún Páls­dótt­ir fór yfir sína sam­an­tekt um brenni­steinsvetn­is­meng­un.
            Um­hverf­is­nefnd lýs­ir yfir áhyggj­um sín­um af brenni­steinsvetn­is­meng­un í Mos­fells­bæ frá Hell­is­heið­ar­virkj­un og fel­ur um­hverf­is­stjóra að upp­lýsa Orku­veitu Reykja­vík­ur um af­stöðu nefnd­ar­inn­ar.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00