14. nóvember 2013 kl. 17:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) formaður
- Örn Jónasson (ÖJ) varaformaður
- Katrín Dögg Hilmarsdóttir (KDH) aðalmaður
- Anna María E Einarsdóttir aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Sigrúnar Pálsdóttur varðandi samráð við umhverfisnefnd201310161
Umræða um vinnuferla við framkvæmdir á opnum svæðum og svæðum sem njóta hverfisverndar og/eða eru á náttúruminjaskrá. Skipulagsfulltrúi og byggingafulltrúi koma á fundinn að beiðni nefndarinnar.
Á fundinn undir þessum lið mættu Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi og Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi og gerðu grein fyrir ákvæðum sem gildir um hverfisvernd og svæði á náttúruminjaskrá. Farið var yfir verklag í tengslum við deiliskipulag og framkvæmdir á hverfisverndarsvæðum. Eftir að þeir höfðu flutt mál sitt tóku við spurningar og umræður um erindið. Umhverfissviði falið að skilgreina ofangreinda verkferla betur í samráði við stjórnsýslusvið bæjarins.
2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014 - 2017201302269
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014 fyrir umhverfisdeild (Almenningsgarðar og útivist - flokkur 11) lögð fram til kynningar.
Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, fór yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir umhverfismál árið 2014.
Fyrirspurnir og umræður um drög að fjárhagsáætlun.
Borin upp tillaga Sigrúnar Pálsdóttur um umhverfisverkefni inn á fjárhagsáætlun ársins 2014. Tillagan felld með fjórum atkvæðum gegn einu.Fulltrúi S-lista gerir að tillögu sinni að:
1. Gerð verði 5 ára áætlun um að gera við bakka Varmár og lagfæra göngustíga. Framkvæmdir hefjist á fjárhagsárinu 2014.
2. Útlit brúa yfir Varmá verði samræmt. Framkvæmdir hefjist á fjárhagsárinu 2014.
3. Útbreiðsla lúpínu og skógarkerfils í Mosfellsbæ verði kortlögð og vinna hafin við eyðingu meðfram árbökkum á fjárhagsárinu 2014.
4. Gerð verði áætlun til 10 ára um hvernig hægt sé að sjá til þess að regnvatn á vatnasvæðum skili sér aftur í vötn og ár. Skoðaður verði sá möguleiki að hreinsa vatnið með vistvænum lausnum svo sem með því að byggja sandgryfjur á svæðunum.
3. Fólkvangur í Bringum við Helgufoss201306072
Lögð fram til kynningar fyrstu drög að friðlýsingaskilmálum og afmörkun svæðis vegna stofnunar fólkvangs í Bringum.
Bjarki Bjarnason formaður umhverfisnefndar kynnti tillögu að friðlýsingarskilmálum og afmörkun svæðis vegna stofnunar fólkvangs í Bringum. Samþykkt að halda vinnu áfram samkvæmt þeirri verkáætlun sem kynnt var á fundinum.
4. Skýrsla náttúruverndarnefndar Mosfellsbæjar til Umhverfisstofnunar fyrir árið 2013201311092
Umhverfisstofnun óskar eftir ársskýrslu náttúruverndarnefnda sveitarfélaga í lok árs þar sem fram koma upplýsingar um störf nefndarinnar.
Umhverfisstjóra falið að vinna ársskýrsluna og leggja hana fyrir næsta fund umhverfisnefndar.
5. Brennisteinsvetnismengun í Mosfellsbæ201203456
Endanlegar niðurstöður mælinga Umhverfisstofnunar á brennisteinsvetni í Mosfellsbæ frá október 2012 til maí 2013 lagðar fram.
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri fór yfir niðurstöður mælinga á brennisteinsvetnismengun í Mosfellsbæ fyrir tímabilið október 2012 til maí 2013 og kynnti almenna samantekt um málið. Engar slíkar mælingar eru þessa mánuðina í sveitarfélaginu en umhverfisstjóra falið að kanna hvort þær geti hafist á ný. Sigrún Pálsdóttir fór yfir sína samantekt um brennisteinsvetnismengun.
Umhverfisnefnd lýsir yfir áhyggjum sínum af brennisteinsvetnismengun í Mosfellsbæ frá Hellisheiðarvirkjun og felur umhverfisstjóra að upplýsa Orkuveitu Reykjavíkur um afstöðu nefndarinnar.