14. nóvember 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Þórhildur Katrín Stefánsdóttir aðalmaður
- Richard Már Jónsson áheyrnarfulltrúi
- Hanna Símonardóttir 1. varamaður
- Guðbjörn Sigvaldason 1. varamaður
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skýrsla Vinnuskóla Mosfellsbæjar sumarið 2013201309296
Skýrsla Vinnuskóla Mosfellsbæjar sumarið 2013 kynnt
Lögð fram.
2. Minnisblað golfklúbbana Kjalar og Bakkakots varðandi sameigingu klúbbana og aðkomu Mosfellsbæjar að sameiningunni201310252
Minnisblað golfklúbbana Kjalar og Bakkakots varðandi sameigingu klúbbana og aðkomu Mosfellsbæjar að sameiningunni m.a. með 133 milljóna fjárframlagi næstu sex árin. Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.
Íþrótta-og tómstundanefnd fagnar því að áform séu uppi um sameiningu Golfklúbbs Bakkakots og Golfklúbbsins Kjalar. Að mati nefndarinnar hefur það rekstrarlega hagkæmni í för með sér fyrir klúbbana sem felst m.a. í því að nýta betur dýr tæki og vélar sem nauðsynlegar eru rekstri klúbbana auk þess sem mannafli getur nýst betur. Mestur er þó að líkindum ávinningurinn þegar litið er til þess sem samfélagið í Mosfellsbæ nýtur með betri þjónustu og bættri nýtingu fjármuna sveitarfélagsins.
Mosfellsbær er íþrótta- og útivistarbær og hér sækist fólk eftir búsetu m.a. vegna þeirra fjölmörgu möguleika sem bæjarfélagið býður upp á, þar má nefna hestamennsku, fjallgöngur, almennar gönguferðir, venjubundnar íþróttir sem og golf svo eitthvað sé nefnt.
Gera má ráð fyrir að í sameinuðum golfklúbbi verði á annað þúsunud félagsmenn og þar af fjölmörg börn og ungmenni. Stór hluti þessara félagsmanna eru búsettir í Mosfellsbæ og er það án efa hluti að áæstæðum þess að fólk sest að hér í bæ. Með sameinuðum klúbb verður hægt að bjóða upp á fjölbreyttari þjónustu og fleiri valmöguleika fyrir félagsmenn. Vellir klúbbanna eru ólíkir en vega hvorn annan upp í fjölbreytileika og erfiðleikastigi. Aðstaða í Bakkakoti er að einhverju leiti sú sem vantað hefur hjá Kili og öfugt. Fram kemur í bréfi klúbbanna að gert verði þríhliða samkomulag klúbbanna og Mosfellsbæjar.
Því er það mat nefndarinnar að um augljós samlegðaráhrif er að ræða með þessari sameiningu, bæði þjónustuleg og rekstrarleg. Íþrótta- og tómstundanefnd styður því framkomna hugmynd.
3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014 - 2017201302269
Fjárhagsáætlun 2014 - 2017 lögð fram eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Lagt fram.