Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

14. nóvember 2013 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
  • Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
  • Þórhildur Katrín Stefánsdóttir aðalmaður
  • Richard Már Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Hanna Símonardóttir 1. varamaður
  • Guðbjörn Sigvaldason 1. varamaður
  • Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
  • Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Skýrsla Vinnu­skóla Mos­fells­bæj­ar sum­ar­ið 2013201309296

    Skýrsla Vinnuskóla Mosfellsbæjar sumarið 2013 kynnt

    Lögð fram.

    • 2. Minn­is­blað golf­klúbb­ana Kjal­ar og Bakka­kots varð­andi sam­eig­ingu klúbb­ana og að­komu Mos­fells­bæj­ar að sam­ein­ing­unni201310252

      Minnisblað golfklúbbana Kjalar og Bakkakots varðandi sameigingu klúbbana og aðkomu Mosfellsbæjar að sameiningunni m.a. með 133 milljóna fjárframlagi næstu sex árin. Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.

      Íþrótta-og tóm­stunda­nefnd fagn­ar því að áform séu uppi um sam­ein­ingu Golf­klúbbs Bakka­kots og Golf­klúbbs­ins Kjal­ar. Að mati nefnd­ar­inn­ar hef­ur það rekstr­ar­lega hag­kæmni í för með sér fyr­ir klúbb­ana sem felst m.a. í því að nýta bet­ur dýr tæki og vél­ar sem nauð­syn­leg­ar eru rekstri klúbb­ana auk þess sem mannafli get­ur nýst bet­ur. Mest­ur er þó að lík­ind­um ávinn­ing­ur­inn þeg­ar lit­ið er til þess sem sam­fé­lag­ið í Mos­fells­bæ nýt­ur með betri þjón­ustu og bættri nýt­ingu fjár­muna sveit­ar­fé­lags­ins.

      Mos­fells­bær er íþrótta- og úti­vist­ar­bær og hér sæk­ist fólk eft­ir bú­setu m.a. vegna þeirra fjöl­mörgu mögu­leika sem bæj­ar­fé­lag­ið býð­ur upp á, þar má nefna hesta­mennsku, fjall­göng­ur, al­menn­ar göngu­ferð­ir, venju­bundn­ar íþrótt­ir sem og golf svo eitt­hvað sé nefnt.

      Gera má ráð fyr­ir að í sam­ein­uð­um golf­klúbbi verði á ann­að þús­un­ud fé­lags­menn og þar af fjöl­mörg börn og ung­menni. Stór hluti þess­ara fé­lags­manna eru bú­sett­ir í Mos­fells­bæ og er það án efa hluti að áæ­stæð­um þess að fólk sest að hér í bæ. Með sam­ein­uð­um klúbb verð­ur hægt að bjóða upp á fjöl­breytt­ari þjón­ustu og fleiri val­mögu­leika fyr­ir fé­lags­menn. Vell­ir klúbb­anna eru ólík­ir en vega hvorn ann­an upp í fjöl­breyti­leika og erf­ið­leika­stigi. Að­staða í Bakka­koti er að ein­hverju leiti sú sem vantað hef­ur hjá Kili og öf­ugt. Fram kem­ur í bréfi klúbb­anna að gert verði þrí­hliða sam­komulag klúbb­anna og Mos­fells­bæj­ar.

      Því er það mat nefnd­ar­inn­ar að um aug­ljós sam­legðaráhrif er að ræða með þess­ari sam­ein­ingu, bæði þjón­ustu­leg og rekstr­ar­leg. Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd styð­ur því fram­komna hug­mynd.

      • 3. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2014 - 2017201302269

        Fjárhagsáætlun 2014 - 2017 lögð fram eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.

        Lagt fram.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00