20. apríl 2022 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) forseti
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 2. varaforseti
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) 2. varabæjarfulltrúi
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Þóra Margrét Hjaltested þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Afbrigði
1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2021202202325
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2021 lagður fram til fyrri umræðu.
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2021 lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Á fundinn undir þessum dagskrárlið mættu Magnús Jónsson endurskoðandi Mosfellsbæjar (MJ), Pétur J. Lockton fjármálastjóri og Anna María Axelsdóttir verkefnastjóri í fjármáladeild.
Bæjarstjóri hóf umræðuna, ræddi niðurstöður ársreiknings og þakkaði endurskoðanda og starfsmönnum fyrir vel unnin störf í tengslum við gerð ársreiknings. Þá fór endurskoðandi yfir helstu efnisatriði í drögum ársreiknings og endurskoðunarskýrslu sinni vegna ársins 2021. Í kjölfarið fóru fram umræður og þökkuðu aðrir sem til máls tóku einnig endurskoðanda og starfsmönnum fyrir vel unnin störf í tengslum við gerð ársreiknings.
***
Samþykkt með níu atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2021 til annarrar og síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar þann 4. maí 2022.
Fundargerð
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1530202204001F
Fundargerð 1530. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 803. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Verkefni vegna innleiðingar hringrásakerfis 202111048
Bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um átak um Hringrásarhagkerfið lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1530. fundar bæjarráðs samþykkt á 803. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Vatnsborun Hádegisholti 202105334
Lagt er til að bæjarráð heimili að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs að því gefnu að öllum skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1530. fundar bæjarráðs samþykkt á 803. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Helgafellshverfi 5. áfangi - gatnagerð 202109561
Óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út framkvæmdir við gatnagerð 5. áfanga Helgafellshverfis, Úugötu, í samræmi við meðfylgjandi minnisblað og frumkostnaðaráætlun.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1530. fundar bæjarráðs samþykkt á 803. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Skólaakstur útboð 2021 202103630
Niðurstöður útboðs á skólaakstri kynntar og lagðar fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1530. fundar bæjarráðs samþykkt á 803. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Ósk um afnot af íþróttamannvirkjum að Varmá vegna Öldungamóts í blaki 9.-12. maí 2024 202204089
Ósk Aftureldingar um afnota af öllum íþróttamannvirkjum að Varmá, þ.e.a.s. íþróttamiðstöðinni ásamt Fellinu, vegna Öldungamóts í blaki sem fyrirhugað er að fari fram 9.-12. maí 2024.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1530. fundar bæjarráðs samþykkt á 803. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.6. Starfsemi Póstsins í Mosfellsbæ 202202365
Umsögn til Byggðastofnunar vegna breytinga á póstþjónustu í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1530. fundar bæjarráðs samþykkt á 803. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.7. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2021 202202325
Bæjarstjóri og fjármálastjóri kynna stöðu vinnu við ársreiknings.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1530. fundar bæjarráðs samþykkt á 803. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.8. Leiguíbúðir fyrir aldraða í Mosfellsbæ 202204082
Tillaga Stefáns Ómars Jónssonar, bæjarfulltrúa L-lista, um leiguíbúðir fyrir aldraða í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1530. fundar bæjarráðs samþykkt á 803. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1531202204011F
Fundargerð 1531. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 803. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Malbikun 2022 202201536
Lagt er til að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda, Loftorku Reykjavík ehf. og að umhverfissviði verði veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda að því gefnu að öllum skilyrðum útboðsgagna sé uppfyllt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1531. fundar bæjarráðs samþykkt á 803. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Viðauki við þjónustusamning við Fjölsmiðjuna. 202204184
Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi tillögu um gerð viðauki við þjónustusamning við Fjölsmiðjuna vegna aukningar fjárframlaga til Fjölsmiðjunnar árin 2022-2024, lagt fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1531. fundar bæjarráðs samþykkt á 803. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks 202203292
Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs vegna stöðu á verkefni flóttafólks frá Úkraínu lagt fram til kynningar og umræðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1531. fundar bæjarráðs samþykkt á 803. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4. Samstarfssamningar við íþrótta- og tómstundafélög 2022-2024 202203831
Við afgreiðslu samstarfssamninga Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög lá ekki fyrir samningur við Björgunarsveitina Kyndil, sem nú er lagður fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1531. fundar bæjarráðs samþykkt á 803. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.5. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2021 202202325
Ársreikningur Mosfellsbæjar vegna 2021 lagður fyrir bæjarráð til undirritunar og tilvísunar til endurskoðunar og staðfestingar bæjarstjórnar. Jafnframt er ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar 2021 lagður fram til staðfestingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1531. fundar bæjarráðs samþykkt á 803. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalÁrsreikningur 2021 Mosfellsbær - vísað til fyrri umræðu 20.04.2022.pdfFylgiskjalSundurliðunarbók ársreiknings Mosfellsbæjar 2021 - 13.04.2022.pdfFylgiskjalRekstraryfirlit - janúar til desember 2021 - 13.04.2022.pdfFylgiskjalHitaveita ársreikningur 2021 til áritunar 13.04.22.pdfFylgiskjalÁrsreikningur 2021 Kynning í bæjarráði 13.04.22.pdfFylgiskjalÁbyrgða- og skuldbindingaryfirlit 2021.pdf
3.6. Frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum - beiðni um umsögn 202204257
Frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Umsagnarfrestur til 25. apríl nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1531. fundar bæjarráðs samþykkt á 803. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Lýðræðis- og mannréttindanefnd - 26202204004F
Fundargerð 26. fundar lýðræðis- og mannréttindanefndar lögð fram til afgreiðslu á 803. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2021 202201510
Kynninga á niðurstöðum skýrslu Gallup um þjónustu sveitarfélaga á árinu 2021.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 26. fundar lýðræðis- og mannréttindanefndar samþykkt á 803. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Mosfellsbær barnvænt sveitarfélag 2020081051
Kynning á stöðu vinnu við verkefnið Mosfellsbær barnvænt sveitarfélag.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 26. fundar lýðræðis- og mannréttindanefndar samþykkt á 803. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Almenn erindi
5. Samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar -breytingar202002306
Tillaga um breytingu á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar, nr. 238/2014, með síðari breytingum, sem lýtur að fjölgun bæjarfulltrúa í bæjarstjórn úr 9 í 11 og bæjarráði úr 3 í 5, sem taki gildi við sveitarstjórnarkosningar sem fram fara þann 14. maí 2022. Síðari umræða.
Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, við síðari umræðu, fyrirliggjandi tillögu á breytingu á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar um fjölgun bæjarfulltrúa í bæjarstjórn í 11 og bæjarráði í 5, sem taki gildi við sveitarstjórnarkosningar sem fram fara þann 14. maí 2022.
6. Kosning í nefndir og ráð201806075
Ósk um kosningu nýs varamanns í yfirkjörstjórn.
Lagt er til að Úlfar Þorgeirsson taki sæti sem varamaður í yfirkjörstjórn í stað Rúnars Birgis Gíslasonar sem er vanhæfur til að gegna störfum við sveitarstjórnarkosningar. Ekki koma fram aðrar tillögu og telst hún því samþykkt.
Fundargerðir til kynningar
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 466202204003F
Fundargerð 466. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 803. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Bjarkarholt 8-20 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202201326
Stöð ehf. sækir um leyfi til breytinga innra skipulags húsnæðis fyrir verslun- og þjónustu, rými 0001, á lóðinni Bjarkarholt nr. 12, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun milligólfs 66,0 m².
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 466. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 803. fundi bæjarstjórnar.
7.2. Háholt 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202011047
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta vegna breytinga innra skipulags samkomuhúss á lóðinni Háholt nr. 2 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 466. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 803. fundi bæjarstjórnar.
7.3. Laxatunga 99 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202010345
Byggás ehf. Skeiðakri 5 Garðabæ sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Laxatunga nr. 99 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 466. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 803. fundi bæjarstjórnar.
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 467202204010F
Fundargerð 467. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 803. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Uglugata 40-46 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202202132
Uglugata 40 ehf. Melhaga 22 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 8 íbúða tveggja hæða fjölbýlishús á lóðinni Uglugata nr. 40-46 , í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 1.087,6 m², 3.592,8 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 467. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 803. fundi bæjarstjórnar.
8.2. Háholt 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202203665
Festi fasteignir ehf. Dalvegi 10-14 Kópavogi sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta verslunarhúsnæðis á lóðinni Háholt nr. 15, húshluti A, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 467. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 803. fundi bæjarstjórnar.
8.3. Reykjahvoll 4B - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202110105
Kali ehf. Bröttuhlíð 25 leggur fram uppfærðan aðluppdrátt með lóðarhönnun og frágangi lóðarmarka sem liggja að lóðum nr. 6 og 4A við Reykjahvol. Skriflegt samþykki lóðrhafa fylgir með erindinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 467. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 803. fundi bæjarstjórnar.
8.4. Laxatunga 70 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202204192
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til niðurrifs eldhúseiningar við leiksóla á lóðinni Laxatungu nr. 70, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir fjarlægðra byggingarhluta: 40,3 m², 115,7 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 467. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 803. fundi bæjarstjórnar.
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 468202204020F
Fundargerð 468. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 803. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Bjarkarholt 11-29 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202111474
FA01 ehf. Höfðabakka 3 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tvö 29 íbúða fjölbýlishús á fjórum til fimm hæðum ásamt sameiginlegri bílgeymslu á lóðinni Bjarkarholt nr. 11-29, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir:
Bjarkarholt 17 - 29 íbúðir: 3.095,5 m², 9.076,6 m³.
Bjarkarholt 19 - 29 íbúðir: 2.944,5 m², 8.695,9 m³.
Sameiginleg bílgeymsla: 960,6 m², 2.593,6 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 468. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 803. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 354. fundar Strætó bs202204155
Fundargerð 354. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 354. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 803. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
11. Fundargerð 538. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202204140
Fundargerð 538. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 538. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 803. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.