Mál númer 202203292
- 20. apríl 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #803
Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs vegna stöðu á verkefni flóttafólks frá Úkraínu lagt fram til kynningar og umræðu.
Afgreiðsla 1531. fundar bæjarráðs samþykkt á 803. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. apríl 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1531
Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs vegna stöðu á verkefni flóttafólks frá Úkraínu lagt fram til kynningar og umræðu.
Á þessum tímapunkti eru fluttir í Mosfellsbæ átta flóttamenn frá Úkraínu. Þessir einstaklingar njóta nú aðstoðar fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar, svo sem vegna framfærslu og húsnæðis. Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að kanna möguleika á öflun húsnæðis fyrir frekari móttöku flóttafólks til samræmis við óskir félags- og vinnumarkaðsráðuneytis með það að markmiði hvort grundvöllur sé fyrir því að ráðuneytið og Mosfellsbær geri með sér samning um samræmda móttöku.
- 23. mars 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #801
Erindi félagsmálaráðuneytis til sveitarfélaga varðandi þátttöku í verkefni varðandi samræmda móttöku flóttafólks.
Afgreiðsla 1527. fundar bæjarráðs samþykkt á 801. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. mars 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1527
Erindi félagsmálaráðuneytis til sveitarfélaga varðandi þátttöku í verkefni varðandi samræmda móttöku flóttafólks.
Erindið ráðuneytisins er lagt fram til kynningar. Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs mætti til fundarins og upplýsti um stöðu mála m.a. um upplýsingafund með bæjar- og sveitastjórum og félagsmálastjórum á vegum félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins um skipulag á komu flóttafólks frá Úkraínu til Íslands sem fram fór í vikunni. Stjórnsýsla Mosfellsbæjar vinnur nú að undirbúningi stefnumörkunar Mosfellsbæjar á þessu sviði sem byggir á leiðsögn stjórnvalda og stuðningi og ráðgjöf þeirra sem best þekkja til mála og verður hún lögð verður fyrir bæjarráð fljótlega.