Mál númer 202108939
- 16. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #832
Lagt er til að nýr aðalfulltrúi verði tilnefndur af hálfu Mosfellsbæjar í skólanefnd Borgarholtsskóla í kjölfar óskar aðalfulltrúa að láta af störfum.
Afgreiðsla 1586. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 832. fundi bæjarstjórnar.
- 29. júní 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1586
Lagt er til að nýr aðalfulltrúi verði tilnefndur af hálfu Mosfellsbæjar í skólanefnd Borgarholtsskóla í kjölfar óskar aðalfulltrúa að láta af störfum.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að tilnefna Lovísu Jónsdóttur sem aðalfulltrúa í skólanefnd Borgarholtsskóla og Elínu Önnu Gísladóttur sem varamann.
- 1. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #788
Ósk mennta- og menningarmálaráðuneytis um tilnefningu Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar í skólanefnd Borgarholtsskóla. Reykjavíkurborg og Mosfellsbær tilnefna sameiginlega tvo aðalfulltrúa og aðra tvo til vara í skólanefndina.
Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að tilnefna Bjarka Bjarnason sem aðalfulltrúa og Bryndísi Brynjarsdóttur sem varafulltrúa Mosfellsbæjar í skólanefnd Borgarholtsskóla.