Mál númer 202306599
- 16. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #832
Tillaga D lista um að farið verði í viðræður við handverksverkstæðið Ásgarð í Mosfellsbæ um hönnun og smíði á sviði fyrir framan áhorfendabrekku í Álafosskvos í samstarfi við umhverfissvið Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1586. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 832. fundi bæjarstjórnar.
- 29. júní 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1586
Tillaga D lista um að farið verði í viðræður við handverksverkstæðið Ásgarð í Mosfellsbæ um hönnun og smíði á sviði fyrir framan áhorfendabrekku í Álafosskvos í samstarfi við umhverfissvið Mosfellsbæjar.
Málsmeðferðartillaga meirihluta í bæjarráði:
Starfsmenn Mosfellsbæjar á sviði menningarmála hafa um nokkurt skeið unnið að undirbúningi tillögu til menningar- og lýðræðisnefndar um að fela Ásgarði hönnun og smíði sviðs sem unnt væri að nota í Álafosskvos og víðar í bænum. Í þeirri vinnu hefur sérstaklega verið lagður til grundvallar sá möguleiki að einingar geti myndað misjafnlega stórt svið sem unnt verði að setja á steypt, hellulagt eða þjappað undirlag og þá víðar en í Álafosskvos. Fyrir liggur að næstu skref í þeirri vinnu er m.a. samtal við Ásgarð, íbúa í hverfinu auk tengingar við verkefnið verndarsvæði í byggð í Álafosskvos.Lagt er til að forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar verði falið að halda áfram framangreindri vinnu og geri tillögu til menningar- og lýðræðisnefndar um næstu skref varðandi smíði sviðs til notkunar við hátíðarhöld og menningarviðburði í Mosfellsbæ.
Tillagan er samþykkt með 5 atkvæðum.