Mál númer 202301430
- 16. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #832
Óskað er heimildar bæjarráðs að stofnað verði B-hluta fyrirtæki um starfsemi og rekstur Hlégarðs.
Afgreiðsla 1586. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar á 832. fundi bæjarstjórnar.
- 29. júní 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1586
Óskað er heimildar bæjarráðs að stofnað verði B-hluta fyrirtæki um starfsemi og rekstur Hlégarðs.
D-listi leggur fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar D-lista leggja til að veitingasölu og starfmannahaldi í rekstri Hlégarðs verði úthýst og gerður samningur við einkaaðila um þann hluta rekstursins.
Fulltrúar D-lista greiddu atkvæði með tillögunni en fulltrúar B, C og S lista greiddu atkvæði gegn henni.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum B, C og S lista að heimila að stofnað verði B-hluta fyrirtæki um starfsemi og rekstur Hlégarðs. Þjónustu- og samskiptadeild og fjármáladeild er falið að undirbúa stofnun B-hluta fyrirtækis og afla tilskilinna leyfa. Fulltrúar D lista greiddu atkvæði gegn tillögunni.
Fulltrúar B, C og S lögðu fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti B, S og C lista fagnar því hve öflug og vaxandi starfsemi hefur verið í Hlégarði undanfarna mánuði. Tilgangurinn með því að taka Hlégarð aftur heim var einmitt að efla starfsemina og opna hana fyrir Mosfellingum og öðrum gestum.
Fyrir liggur rökstutt mat embættismanna um að heppilegasta leiðin varðandi rekstur hússins sé að stofna B-hluta félag sem ætlað er að halda utan um alla tekjuöflun Hlégarðs og þann kostnað sem til fellur vegna viðburðahalds. Sett verður sérstök gjaldskrá þar sem þess verður gætt að leiguverð sé í samræmi við markaðsverð í þeim tilvikum þar sem starfsemi og/eða viðburður telst vera í samkeppni við einkaaðila. Með því að setja reksturinn inn í B-hluta félag er hann aðskilinn frá annarri starfsemi sveitarfélagsins og hefur ekki áhrif á hana.D-listi lagði fram eftirfarandi bókun:
Lýðheilsubærinn Mosfellsbær á ekki að standa að veitingasölu í Hlégarði í samkeppni við einkaaðila í veitingarekstri í bænum.
Af þeirri ástæðu kjósa fulltrúar D-lista á móti stofnun B hluta fyrirtækis sem sæi um vínveitingsölu í samkeppni við einkaaðlila. - 26. apríl 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #826
Tillaga að gjaldskrá fyrir afnot af Hlégarði.
Afgreiðsla 1576. fundar bæjarráðs samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 19. apríl 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1576
Tillaga að gjaldskrá fyrir afnot af Hlégarði.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá fyrir afnot af Hlégarði.
- 1. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #820
Ósk um heimild bæjarráðs til að verja allt að 6 m.kr. til kaupa á búnaði vegna starfsemi Hlégarðs og utanumhalds vegna undirbúnings og framkvæmd viðburða í Hlégarði.
Afgreiðsla 1565. fundar bæjarráðs samþykkt á 820. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 26. janúar 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1565
Ósk um heimild bæjarráðs til að verja allt að 6 m.kr. til kaupa á búnaði vegna starfsemi Hlégarðs og utanumhalds vegna undirbúnings og framkvæmd viðburða í Hlégarði.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum heimild til að verja allt að 6 m.kr. til kaupa á búnaði vegna starfsemi Hlégarðs og utanumhalds vegna undirbúnings og framkvæmd viðburða í Hlégarði. Samhliða undirbúi forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar gerð gjaldskrár fyrir afnot af húsinu.