Mál númer 201211128
- 3. apríl 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #602
Umsögn umhverfis- og menningarsviðs vegna erindis Hestamannafélagsins Harðar um aðstoð vegna viðhalds keppnisvalla. Frestað á 1112. fundi bæjarráðs.
Afgreiðsla 1114. fundar bæjarráðs samþykkt á 602. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.$line$$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.$line$Íbúahreyfingin er andvíg því að styrkja Hestamannafélagið Hörð fyrr en full ljóst er að styrkir bæjarfélagsins séu ekki notaðir til þess að niðurgreiða starfsemi annarra rekstaraðila sem nýta aðstöðu félagsins.
- 21. mars 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1114
Umsögn umhverfis- og menningarsviðs vegna erindis Hestamannafélagsins Harðar um aðstoð vegna viðhalds keppnisvalla. Frestað á 1112. fundi bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum, til samræmis við fyrirliggjandi minnisblað, að gerður verði samningur um reglulegt viðhald reiðvalla og þar eyrnamerkt föst upphæð 1,25 m.kr. á þriggja ára fresti til þess að sinna nauðsynlegu viðhaldi reiðvalla.
- 20. mars 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #601
Umsögn umhverfis- og menningarsviðs vegna erindis Hestamannafélagsins Harðar um aðstoð vegna viðhalds keppnisvalla.
Afgreiðsla 1112. fundar bæjarráðs lögð fram á 601. fundi bæjarstjórnar.
- 7. mars 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1112
Umsögn umhverfis- og menningarsviðs vegna erindis Hestamannafélagsins Harðar um aðstoð vegna viðhalds keppnisvalla.
Afgreiðslu erindisins frestað.
- 5. desember 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #595
Erindi Hestamannafélagsins Harðar, varðandi viðhald á keppnisvöllum félagsins, þar sem óskað er eftir aðkomu Mosfellsbæjar að viðhaldinu sem áætlað er um 1.250 þúsund krónur.
Erindi Hestamannafélagsins Harðar, varðandi viðhald á keppnisvöllum félagsins, þar sem óskað er eftir aðkomu Mosfellsbæjar að viðhaldinu sem áætlað er um 1.250 þúsund krónur.$line$$line$Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfis- og menningarsviða.$line$$line$Til máls tóku: JJB, HSv, HS, HP, JS, $line$$line$Afgreiðsla 1099. fundar bæjarráðs samþykkt á 595. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.$line$$line$Íbúahreyfingin leggur til að framkvæmdastjórar umhverfis- og menningarsviða skoði líka hvort aðstaða hestamannafélagsins Harðar sem sveitarfélagið styrkir rausnarlega sé látið í té einkafyrirtækjum og eða einstaklingum án eðlilegra greiðslna af aðstöðunni.$line$$line$Fram kom málsmeðferðartillaga þess efnis að tillögunni verði vísað til bæjarráðs.$line$Tillaga borin upp og samþykkt með sex atkvæðum.
- 21. nóvember 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1099
Erindi Hestamannafélagsins Harðar, varðandi viðhald á keppnisvöllum félagsins, þar sem óskað er eftir aðkomu Mosfellsbæjar að viðhaldinu sem áætlað er um 1.250 þúsund krónur.
Erindi Hestamannafélagsins Harðar, varðandi viðhald á keppnisvöllum félagsins, þar sem óskað er eftir aðkomu Mosfellsbæjar að viðhaldinu sem áætlað er um 1.250 þúsund krónur.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfis- og menningarsviða.