Mál númer 202403374
- 22. maí 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #851
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Brynjari Daníelssyni, f.h. Ásdísar Sigurþórsdóttur, dags. 13.03.2024, um breytta notkun eignarhluta 0205 að Álafossvegi 23. Sótt er um að breyta vinnustofu í íbúð, í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsnefndar á 517. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa vegna ákvæða um íbúðir í gildandi deiliskipulags Álafosskvosar, samþykkt 10.06.2009. Hjálögð er til kynningar umsögn umhverfissviðs vegna umsóknar um breytta notkun hluta húsnæðis.
Afgreiðsla 611. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 851. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. maí 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #611
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Brynjari Daníelssyni, f.h. Ásdísar Sigurþórsdóttur, dags. 13.03.2024, um breytta notkun eignarhluta 0205 að Álafossvegi 23. Sótt er um að breyta vinnustofu í íbúð, í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsnefndar á 517. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa vegna ákvæða um íbúðir í gildandi deiliskipulags Álafosskvosar, samþykkt 10.06.2009. Hjálögð er til kynningar umsögn umhverfissviðs vegna umsóknar um breytta notkun hluta húsnæðis.
Með vísan í rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði synjar skipulagsnefnd með fimm atkvæðum umsókn um breytta notkun húss. Byggingarfulltrúa er því ekki heimilt að veita byggingarleyfi. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að rýna deiliskipulagsskilmála svæðisins varðandi ákvæði um hlutfall íbúða í húsum í Álsfosskvosinni.
- 12. apríl 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #609
Ásdís Sigurþórsdóttir Álafossvegi 23 sækir um leyfi til að breyta notkun rýmis 0205 úr vinnustofu í íbúð á lóðinni Álafossvegur nr. 23 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Lagt fram.
- 12. apríl 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #609
Ásdís Sigurþórsdóttir Álafossvegi 23 sækir um leyfi til að breyta notkun rýmis 0205 úr vinnustofu í íbúð á lóðinni Álafossvegur nr. 23 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Lagt fram.
- 21. mars 2024
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa #517
Ásdís Sigurþórsdóttir Álafossvegi 23 sækir um leyfi til að breyta notkun rýmis 0205 úr vinnustofu í íbúð á lóðinni Álafossvegur nr. 23 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og skipulagsnefndar vegna túlkunar deiliskipulagsskilmála á grundvelli ákvæða gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.