Mál númer 201505008
- 9. september 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #655
Kynning á hjólakorti sem er samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Höfuðborgarstofu með hjólahringjum í sveitarfélögunum ætluðum innlendum sem erlendum hjólreiðamönnum.
Afgreiðsla 163. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 655. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
- 3. september 2015
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #163
Kynning á hjólakorti sem er samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Höfuðborgarstofu með hjólahringjum í sveitarfélögunum ætluðum innlendum sem erlendum hjólreiðamönnum.
Hjólastígakort lagt fram til kynningar.
- 3. júní 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #651
Kynning á samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Höfuðborgarstofu um þróun á hjólahringjum í sveitarfélögunum og útgáfu hjólakorts. Lagt fram til kynningar. Málið var til umfjöllunar í Þróunar- og ferðamálanefnd.
Afgreiðsla 160. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 651. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. maí 2015
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #160
Kynning á samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Höfuðborgarstofu um þróun á hjólahringjum í sveitarfélögunum og útgáfu hjólakorts. Lagt fram til kynningar. Málið var til umfjöllunar í Þróunar- og ferðamálanefnd.
Erindi Höfuðborgarstofu og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um þróun hjólaleiða lagt fram til kynningar. Umræður um málið.
- 20. maí 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #650
Lögð fram til samþykktar tillaga að þátttöku í samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og höfuðborgarstofu um þróun á hjólahringjum í sveitarfélögunum og útgáfu hjólakorts. Óskað er eftir 250.000 kr. styrk vegna verkefnisins.
Afgreiðsla 50. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. maí 2015
Þróunar- og ferðamálanefnd #50
Lögð fram til samþykktar tillaga að þátttöku í samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og höfuðborgarstofu um þróun á hjólahringjum í sveitarfélögunum og útgáfu hjólakorts. Óskað er eftir 250.000 kr. styrk vegna verkefnisins.
Samþykkt með fjórum atkvæðum að taka þátt og leggja til 250 þúsund í verkefnið til móts við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Fjárhæðin rúmist innan fjárhagsáætlunar.