14. september 2011 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
- Karl Tómasson 1. varaforseti
- Herdís Sigurjónsdóttir 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
. Samþykkt að taka á dagskrá erindi nr. 2011081918 Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2011 og verður erindið 13. liður á dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1042201108022F
Fundargerð 1042. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Erindi Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála varðandi framkvæmdir við Þverholt 6 201108656
Áður á dagskrá 1040. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til byggingarfulltrúa og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs. Það upplýsist að ÚSB hefur vísað erindinu frá þar sem ekki hafi verið tekin stjórnvaldsákvörðun í því. Hjálagður er úrskurður ÚSB.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Úrskurður ÚSB lagður fram á 1042. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
1.2. Erindi íbúa í Tröllateig vegna göngustígs 201107154
Áður á dagskrá 1038. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var vísað til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar. Hjálögð er umsögnin.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1042. fundar bæjarráðs, að fela bæjarstjóra að ræða við íbúa á grundvelli umsagna, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.3. Erindi SSH varðandi samstarf vegna þjónustu við fatlaða 2011081805
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1042. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til fjölskyldunefndar, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.4. Erindi Lege lögmannsstofu varðandi Stórakrika 59 200910113
Bæjarstjóri gerir grein fyrir hugmyndum til lausnar þeim ágreiningi sem uppi hefur verið varðandi Stórakrika 59. Engin fylgiskjöl fylgja þessu erindi.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1042. fundar bæjarráðs, að fela bæjarstjóra að vinna að málinu, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
1.5. Rekstraryfirlit janúar til júní 2011 2011081261
Áður á dagskrá 1041. fundar bæjarráðs þar sem því var vísað til afgreiðslu þessa fundar. Á fundinn undir þessum dagskrárlið mætir Pétur J. Lockton fjármálastjóri.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV align=left><DIV><DIV>Til máls tóku: JJB, HSv og JS.<BR> <BR>Lögð fram svohljóðandi bókun og tillaga af hálfu bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bókun. <BR>Af rekstaryfirliti bæjarins fyrir fyrstu 6 mánuði ársins kemur fram að fjármagnskostnaður hafi hækkað um 111 milljónir króna og eru samals 287 milljónir fyrir fyrstu 6 mánuði ársins.<BR>Þetta er um 12% af skatttekjum Mosfellsbæjar. Hækkunin stafar af vísitölubreytingum en aukin skuldasöfnunin stafar að stórum hluta af taprekstri sveitarfélagsins síðan 2008 sem er afleiðing fyrirhyggjulausrar stefnu stjórnarflokkanna um uppbyggingu í Mosfellsbæ.<BR>Skuldir Mosfellsbæjar eru nú á milli 8 og 9 milljarða króna.<BR> <BR>Tillaga.<BR>Til að vinna bug á þeirri erfiðu stöðu sem við blasir er lagt til að ráðist verði að rótum vandans, jafnvel í samvinnu við ríkið og önnur sveitarfélög. Ofurskuldsetning er ekki staðbundinn við Mosfellsbæ, hún er landlæg. Nauðsynlegt er að ná utan um heildarstöðu hins opinbera (ríki og sveitarfélög) og stofnanna á þess vegum. Í framhaldi þarf að endursemja um höfuðstól og vexti skulda svo þær komist í niðurgreiðanlegt horf og afborganir ógni ekki velferð Mosfellinga. Framkvæmdin verði í höndum vinnuhóps á vegum ríkis- og sveitarfélaga. Hér gæti Mosfellsbær tekið frumkvæði og freistað þess að stofna til samstarfs við þar til bæra aðila um verkefnið. Verði ekki af samvinnunni ráðist Mosfellsbær í verkið á eigin forsendum.</DIV><DIV> </DIV><DIV><BR>Tillaga Íbúahreyfingarinnar borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.</DIV><DIV> </DIV><DIV><BR>Bókun bæjarfulltrúa D- og V- lista.<BR>Samkvæmt sex mánaða uppgjöri er rekstur Mosfellsbæjar í góðu samræmi við fjárhagsáætlun ársins. Rekstrarumhverfi sveitarfélaga hefur verið erfitt síðustu árin, tekjur hafa lækkað og kostnaður hækkað. Því þurfti í fjárhagsáætlun ársins 2011 að taka ýmsar ákvarðanir sem sneru að lækkun kostnaðar. Öllum var því ljóst að reksturinn yrði krefjandi. Það er því ánægjuefni að forstöðumönnum stofnana og starfsmönnun hefur tekist að framfylgja þeim áætlunum sem lagt var upp með og eiga þeir þakkir skildar fyrir að hafa náð að hagræða í rekstri en samt sem áður að bjóða upp á góða þjónustu fyrir íbúana.<BR>Fjárhagsáætlun 2011 er þriðja áætlunin í röð þar sem farið er í verulega hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins. Strax í kjölfar hruns árið 2008 var ljóst að rekstrarumhverfi sveitarfélaga væri gjörbreytt vegna minnkandi tekna þeirra. Í stað þess að skera harkalega niður og hækka gjöld allverulega var samstaða um meðal allra framboða í bæjarstjórn Mosfellsbæjar að fara í mildari hagræðingaraðgerðir til þriggja ára og ná fram jafnvægi í rekstri að því tímabili loknu. Árið 2011 er árið sem ætlunin er að jafnvægi náist í rekstrinum. Það er að takast. Þetta var mögulegt þar sem reksturinn hafði gengið vel árin á undan, bæjarsjóður var þá rekinn með verulegum afgangi og skuldir greiddar niður. Það hafði verið safnað til mögru áranna. Því fær það með engu móti staðist að um fyrirhyggjulausa stefnu hafi verið um að ræða.<BR>Mosfellsbæ hefur tekist að stilla lántökum í hóf. Ekki hafa verið tekið lán fyrir rekstri heldur einungis fyrir nýbyggingum og eðlilegri endurfjármögnun lána. Þau lán sem okkur hafa boðist vegna uppbyggingar og til endurfjármögnunar eru á hagstæðari kjörum en eldri lán og leiða þannig til sparnaðar. Mosfellsbær nýtur trausts á lánsfjármörkuðum.<BR>Hið eina í rekstrinum sem reynist í ósamræmi við það sem lagt var upp með í fjárhagsáætlun er þróun verðlags. Verðbólgan hefur verið meiri en sveitarfélögin áætluðu og kom fram í þjóðhagsspá. Því er þróun verðlags áhyggjuefni ekki bara fyrir Mosfellsbæ og sveitarfélög almennt, heldur fyrir landsmenn alla þar sem hækkun vísitölu kemur beint við fjárhag allra heimila í landinu.<BR>Í þessu sambandi viljum við nota tækifærið og koma á framfæri þakklæti til íbúa og starfsfólks Mosfellsbæjar fyrir að taka þátt í þessu verkefni með jákvæðni og skilningi.</DIV><DIV> </DIV><DIV><BR>Bókun S- lista Samfylkingar.<BR>Lækkun skulda og/eða rekstrarkostnaðar felur í sér niðurskurð á þjónustu eða hækkun álaga á bæjarbúa. Því er mikilvægt að það liggi fyrir hvaða áherslur munu ráða í þeim aðgerðum. Líklegast er að þær munu bitna fyrst og fremst á þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Efnahagslegar aðstæður á undanförnum árum hafa verið rekstri sveitarfélaga afar óhagstæðar og þar með Mosfellsbæ. Ég tel rétt að til lengri tíma sé litið í rekstri sveitarfélagsins þegar skoðað er með hvaða hætti skuli takast á við skuldir og/eða rekstrarkostnað. Endurfjármögnun óhagstæðra lána hefur verið á hendi fjármálastjóra bæjarins sem mér sýnist að hann hafi sinnt ágætlega.</DIV><DIV>Jónas Sigurðsson.</DIV><DIV> </DIV><DIV><BR>Rekstraryfirlit janúar til júní 2011 lagt fram á 1042. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1043201109005F
Fundargerð 1043. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Staða og ástand á nýbyggingarsvæðum 2010 201004045
Áður á dagskrá 1033. fundar bæjarráðs þar sem bæjarráð samþykkti verklagið. Nú kynnt lokaútfærsla verkferla og bréfa sem nauðsynleg eru við framkvæmdina.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: BH, JJB, HS og JS.</DIV><DIV>Verkferlar vegna stöðu á ástands á nýbyggingarsvæðum yfirfarið og kynnt á 1043. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV></DIV>
2.2. Erindi lögmanna Jón G. Zoega varðandi Laxness I 201108051
Áður á dagskrá 1041. fundar bæjarráðs þar sem bæjarstjóra var falið að svara erindinu. Kynnt er nýtt bréf frá bréfritara varðandi ábúðarrétt o.fl.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1043. fundar bæjarráðs, að fela lögmanni bæjarins að svara bréfritara, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
2.3. Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi leigusamning reiðhallar 201010230
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1043. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2012, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
2.4. Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi reiðleiðir í Mosfellsdal 201109043
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 1043. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
2.5. Árshlutareikningur SORPU bs. janúar-júní 2011 201109109
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Árshlutareikningur Sorpu bs. lagður fram á 1042. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
2.6. Tillögur verkefnahóps SSH, samstarf sveitarfélaganna um sorphirðu 201109103
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Til máls tóku: JS, HS, HP, JJB, BH og HSv.</DIV><DIV>Afgreiðsla 1043. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til umhverfisnefndar til umsagnar, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
2.7. Tillögur verkefnahóps SSH (verkefnahópur 21), ferðaþjónusta fatlaðs fólks. 201109112
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 1043. fundar bæjarráðs, að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
2.8. Tillögur verkefnahóps SSH (verkefnahópur 3), stoðþjónusta og rekstrarsamvinna 201109142
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: JJB, BH, HSv, JS, HS og HP.</DIV><DIV>Tillögur verkefnahóps SSH lagðar fram á 1043. fundi bæjarráðs. Lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
2.9. Erindi Lege lögmannsstofu varðandi Stórakrika 59 200910113
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Til máls tóku: JJB, SÓJ og HP.</DIV><DIV>Afgreiðsla 1043. fundar bæjarráðs, að heimila bæjarstjóra að gagna frá samkomulagi varðandi lóðina Stórakrika 59, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
3. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 178201109002F
Fundargerð 178. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Mótun jafnréttisstefnu Mosfellsbæjar 2011 201102209
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: JS og HSv.</DIV><DIV>178. fundur fjölskyldunefndar leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi drög að jafnréttisstefnu Mosfellsbæjar. Fyrirliggjandi Drög að jafnréttisstefnu Mosfellsbæjar samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
3.2. Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2011 2011081918
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 178. fundar fjölskyldunefndar um dagskrá jafnréttisdags o.fl., samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
3.3. Erindi SSH varðandi samstarf vegna þjónustu við fatlaða 2011081805
Máli vísað af 1042. fundi bæjarráðs 1. september 2011.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 178. fundar fjölskyldunefndar, varðandi umsögn til bæjarráðs, lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
3.4. Heimahjúkrun í Mosfellsbæ 201109030
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Bókun bæjarstjórnar varðandi afgreiðsla 178. fundar fjölskyldunefndar.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Heimahjúkrun er á forræði ríkisins og hefur þjónustunni í Mosfellsbæ frá byrjun ársins 2009 verið sinnt með þjónustusamningi til þriggja ára milli heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkurborgar sbr. bréf heilbrigðisráðherra frá 20. janúar 2009 til bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ. Við útfærslu samningsins voru aðilar sammála um að kvöld- og helgarþjónustu yrði stýrt frá miðstöð í Mosfellsbæ sem myndi stuðla að betri, skilvirkari og hagkvæmari þjónustu fyrir íbúa bæjarfélagsins. Þetta hefur ekki gengið eftir og er heimahjúkrun utan opnunartíma heilsugæslu Mosfellsumdæmis sinnt frá Reykjavíkurborg og hefur verið óánægja með þá þjónustu.</DIV><DIV>Í ljósi þess að samningur ráðuneytisins og Reykjavíkurborgar rennur út um áramótin 2011/2012 er farið fram á við velferðarráðuneytið að kvöld- og helgarþjónusta heimahjúkrunar í Mosfellsbæ verði með ásættanlegum hætti með því að færa framkvæmd þjónustunnar til aðila í bæjarfélaginu. Með því móti má stuðla að betri, skilvirkari og ef til vill hagkvæmari þjónustu en verið hefur, auk þess að hún verði í meira samræmi við ákvæði laga og stefnu ráðuneytisins.</DIV><DIV>Bæjarstjórn tekur undir að kvöld og helgarþjónusta heimahjúkrunar í Mosfellsbæ verði sinnt af aðilum í bæjarfélaginu og með því verði þjónusta við íbúa bætt.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
3.5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til barnaverndarlaga 201005153
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Frumvarð til barnaverndarlaga kynnt á 178. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
3.6. Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni varðandi frumvarp til laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk 201104156
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Frumvarp til laga um réttargæslu fyrir fatlað fólk lagt fram á 178. fundi fjölskyldunefndar. Lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
4. Lýðræðisnefnd - 9201108019F
Fundargerð 9. fundar lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Málefni lýðræðisnefndar 201011056
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Til máls tóku: BH, HS og JS.</DIV><DIV>Afgreiðsla 9. fundar lýðræðisnefndar samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
5. Lýðræðisnefnd - 10201109004F
Fundargerð 10. fundar lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Málefni lýðræðisnefndar 201011056
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: HP, JJB, HS og BH. </DIV><DIV>Afgreiðsla 10. fundar lýðræðisnefndar, um afgreiðslu á drögum að lýðræðisstefnu til kynningar á almennum íbúafundi um lýðræðisstefnu, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
6. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 162201109007F
Fundargerð 162. fundar menningarmálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2011 201105212
Bergsteinn Björgúlfsson mætir á fund menningarmálanefndar (nema hann verði við kvikmyndatökur)í samræmi við 7. grein reglna um bæjarlistamann:
"Bæjarlistamaður mun á því ári sem hann er tilnefndur í samvinnu við menningarmálanefnd kynna sig og verk sín innan Mosfellsbæjar.
Ennfremur mælist nefndin til þess að "Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar" láti nafnbótina koma fram sem víðast, bænum og listamanninum til framdráttar."Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 162. fundar menningarmálanefndar, kynningu á bæjarlistamanni 2011 o.fl. lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Bæjarstjórn Mosfellsbæjar tekur undir óskir menningarmálanefndar til handa nýjum bæjarlistamanni Bergsteini Björgúlfssyni og óskar honum til hamingju með tiltilinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2011.</DIV></DIV>
6.2. Vinnufundur norrænna vinabæja 21. september 2011 201109148
Á fundinn mætir Helga Jónsdóttir verkefnisstjóri Vinabæjarsamskipta og fer yfir dagskrá næsta vinnufundar vinabæjanna.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 162. fundar menningarmálanefndar, varðandi dagskrá fundar norrænu vinabæjanna o.fl. lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
6.3. Samningur um vinabæjarsamstarf 2011 201109147
Lagt er til að menningarmálanefnd staðfesti framlagðan samning og leggi til við bæjarstjórn að samþykkja hann.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>162. fundur menningarmálanefndar leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði nýr samningur um norrænt vinabæjarsamstarf. Drög að nýjum samningi um norrænt vinabæjarsamstarf samþykktur á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
6.4. Skýrsla um norrænt unglingaverkefni 2011 201109149
Skýrslan lögð fram og kynntar hugmyndir um breytingar og þróun á þessu árlega verkefni.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 162. fundar menningarmálanefndar varðandi umræðu um skýrslu um nærræna unglingaverkefnið í vinabæjunum 2011 lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
6.5. Reglur um úthlutun fjárframlaga til lista- og menningarstarfsemi í Mosfellsbæ 201103024
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindinu frestað á 162. fundar menningarmálanefndar. Frestað á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
6.6. Stefnumótun í menningarmálum 200603117
Óskað er eftir umræðum um næstu skref varðandi stefnu Mosfellsbæjar í menningarmálum
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: HSv, JJB, HP, JS, BH, HS og KT. </DIV><DIV>162. fundur menningarmálanefndar leggur til við bæjarstjórn að samþykkja nýja stefnu í menningarmálum.</DIV><DIV> <BR>Bæjarstjórn beinir því til menningarmálanefndar að haldinn verði fundur til kynningar á drögum að nýrri stefnu í menningarmálum áður en stefnan verði afgreidd í bæjarstjórn.</DIV></DIV></DIV></DIV>
7. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 304201108014F
Fundargerð 304. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Hrafnshöfði 25. Umsókn um byggingarleyfi 201107155
Einar Páll Kjærnested og Hildur Ólafsdóttir Hrafnshöfða 25 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að stækka úr steinsteypu íbúðarhúsið að Hrafnshöfða 25 í samræmi við framlögð gögn.
Byggingafulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar hvort umsóknin rúmast innan ramma gildandi deiliskipulags á svæðinu. Frestað á 303. fundi. (Væntanlega verða lagðar fram yfirlýsingar nágranna.)Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 304. fundar skipulagsnefndar, um að byggingarleyfisumsókn rúmist innan gildandi deiliskipulags með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
7.2. Reykjabyggð 49 - Umsókn um stækkun bílskúrs 201010253
Grenndarkynningu á umsókn um leyfi til að lengja bílskúr um 3,5 m til vesturs á lóðinni Reykjabyggð 49 lauk 15. ágúst 2011. Engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 304. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
7.3. Stórikriki 57, Deiliskipulagsbreyting 2011 201107051
Framhald umræðu á 303. fundi en þá var afgreiðslu málsins frestað. Lögð fram drög að umsögn um athugasemd.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðslu erindisins frestað á 304. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
7.4. Leirvogstunga 22, ósk um breytingu á deiliskipulagi 201108892
Erindi Einars V. Tryggvasonar arkitekts 6. júlí 2011 f.h. Björgvins Jónssonar, þar sem settar eru fram hugmyndir um breytingar á húsinu að Leirvogstungu 22 og viðbyggingar við það. Núverandi hús er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag, og framlagðar hugmyndir um breytingar á húsinu krefjast jafnframt breytinga á deiliskipulaginu.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 304. fundar skipulagsnefndar, um að heimila umsækjanda að leggja fram tillögu að breyttu deiliskipulagi, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
7.5. Lokun Áslands við Vesturlandsveg, athugasemdir íbúa . 2011081227
Erindi frá íbúum í Ásahverfi þar sem farið er fram á að bæjaryfirvöld hlutist til um að opið verði fyrir hægri beygjur af Vesturlandsvegi inn í Ásland og úr Áslandi inn á Vesturlandsveg, þar sem íbúarnir sætti sig ekki við fyrirhugaða lokun gatnamótanna.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla frestað á 304. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
7.6. Hættumat 2011 m.t.t. ofanflóða 2011081229
Tillaga að hættumati vegna ofanflóða fyrir Mosfellsbæ, unnin af hættumatsnefnd, var kynnt á opnu húsi 7. júní 2011, en frestur til að gera athugasemdir við tillöguna var til 8. júlí 2011. Ein athugasemd barst, frá Bleiksstöðum ehf. vegna Blikastaðalands. Lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Hættumatið lagt fram á 304. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
7.7. Erindi Húsfélags Brekkutanga 17-31 vegna bílaplans við Bogatanga 201108024
Bæjarráð óskar eftir umsögn nefndarinnar um erindi íbúa við Brekkutanga, sem kvarta undan bílaplani fyrir stóra bíla við Bogatanga.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 304. fundar skipulagsnefndar varðandi að taka undir umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs til bæjarráðs lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 197201108005F
Fundargerð 197. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Bugðutangi 23 - Byggingaleyfisumsókn fyrir breyttu innra skipulagi á jarðhæð 201107053
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 197. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
8.2. Helgadalur 123636 - byggingarleyfi fyrir sólastofu 201105275
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 197. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
8.3. Laxatunga 70, flutningur á kennslustofum og tengibyggingu frá Gerplustræti 14 201107176
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 197. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
8.4. Roðamói 19. Byggingarleyfisumsókn fyrir viðbyggingu við hesthús. 201106016
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 197. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
8.5. Umsókn um byggingarleyfi á sumarbústað 201106241
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 197. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
8.6. Þormóðsdalur 125612 - umsókn um salernisleyfi á tjaldstæði 201107018
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 197. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
9. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 305201109003F
Fundargerð 305. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Lokun Áslands við Vesturlandsveg, athugasemdir íbúa. 2011081227
Tekið fyrir að nýju í framhaldi af umræðu á síðasta fundi. Lagt fram svar frá Vegagerðinni.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Til máls tóku: BH, HP, KT, JS, HS, </DIV><DIV>Erindið lagt fram á 305. fundi skipulagsnefndar. Lagt fram á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
9.2. Nýtt hesthúsahverfi í aðalskipulagi 201101105
Gerð verður grein fyrir samanburðarathugun á þremur kostum um staðsetningu nýs hesthúsahverfis.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: BH, HSv, JS, HP og KT.</DIV><DIV>Afgreiðsla 305. fundar skipulagsnefndar, um að unnið verði áfram að úrlausn málsins, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
9.3. Erindi LEGE f.h. KJ um afmörkun í aðalskipulagi 201109029
Erindi lögmannsstofu Loga Egilssonar ehf. f.h. Kjartans Jónssonar, eiganda hluta úr Hraðastaðalandi, þar sem óskað er eftir því að svæði með blandaðri landnotkun í aðalskipulagi á landi KJ verði stækkað til austurs. Þessum hluta erindisins var vísað til nefndarinnar til umsagnar og afgreiðslu af bæjarráði.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 305. fundar skipulagsnefndar, um að óska nánari skilgreiningar fá umsækjanda, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
9.4. Brennimelslína, erindi Landsnets um breytingu á legu 201109010
Ólafur Árnason óskar f.h. Landsnets hf. 31. ágúst 2011 eftir því að endurbygging Brennimelslínu og breyting á legu hennar í suðurhluta bæjarlandsins í verði tekin inn í yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 305. fundar skipulagsnefndar, um að breyting á legu Brennisteinslínu verði tekin inn í endurskoðun aðalskipulags, samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
9.5. Frístundalóð 125499 við Hafravatn, endurnýjuð ósk um skiptingu 2011081610
Björg H. Sölvadóttir óskar 23. ágúst eftir endurupptöku erindis hennar og Eddu K Sölvadóttur um skiptingu frístundalóðar við Hafravatn og leyfi til byggingar tveggja frístundahúsa.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 305. fundar skipulagsnefndar, um að fallast ekki á skiptingu lóðarinnar o.fl., samþykkt á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
9.6. Tvær frístundalóðir við Selvatn, fyrirspurn um fjölgun húsa 2011081226
Birgir Sigurjónsson spyrst 15. ágúst 2011 fyrir um það hvort fallist yrði á að leyfa þrjú sumarhús til viðbótar á tveimur lóðum í eigu hans við Selvatn, til viðbótar við hús sem nú stendur á annarri lóðinni.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Erindinu frestað á 305. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
9.7. Malarplan sunnan Þrastarhöfða, kvörtun 201109013
Gerður Pálsdóttir Þrastarhöfða 5 sendir 31. ágúst 2011 inn athugasemdir vegna lagningar vörubíla, hjólhýsa o.þ.h. á malarplani í eigu Eyktar sunnan Þrastarhöfða.
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Erindinu frestað á 305. fundi skipulagsnefndar. Frestað á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 198201108016F
Fundargerð 198. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 564. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.1. Arnartangi 27, umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar 201106047
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV>Afgreiðsla 198. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
10.2. Arnartangi 44, Byggingarleyfisumsókn fyrir breytingu á þaki og andyri 2011081158
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 198. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
10.3. Arnartangi 46, Byggingarleyfisumsókn fyrir breytingu á þaki og andyri 2011081160
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 198. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
10.4. Arnartangi 48, Byggingarleyfisumsókn fyrir breytingu á þaki og andyri. 2011081161
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 198. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
10.5. Arnartangi 50,Byggingarleyfisumsókn fyrir breytingu á þaki og andyri. 2011081162
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 198. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
10.6. Hamratún 13, Breyting innanhúss, geymslu skipt í bað 2011081761
Niðurstaða þessa fundar:
<DIV><DIV>Afgreiðsla 198. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
10.7. Hrafnshöfði 25. Umsókn um byggingarleyfi 201107155
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 198. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa staðfest á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
10.8. Roðamói 11, umsókn um byggingarleyfi til að breyta burðarvirki og fyrirkomulagi utanhúss- og innan. 201108352
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 198. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa staðfest á 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
11. Fundargerð 159. fundar Strætó bs201109143
Fundargerð 159. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.
12. Fundargerð 288. fundar Sorpu bs.2011081946
Til máls tóku: HS, HP, JJB, BH og JS.
Fundargerð 288. fundar stjórnar Sorpu bs. lögð fram á 564. fundi bæjarstjórnar.
Almenn erindi
13. Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 20112011081918
Til máls tók: HSv.
Samþykkt fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar þess efnis að veita Ungmennafélaginu Aftureldingu jafnréttisviðurkenningu árið 2011, samþykkt a 564. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar óskar Ungmennafélaginu Aftureldingu til hamingju með jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar fyrir árið 2011.<BR>